Eldisfiskur frjáls um allt land Sveinn Arnarsson skrifar 8. september 2017 06:00 Eldislax hefur veiðst víðs vegar um landið í sumar. Eldisfiskur hefur veiðst í ám í öllum landsfjórðungum í sumar. Mest hefur veiðst af hnúðlaxi í lax- og silungsveiðiám en einnig hefur regnbogasilungur veiðst í sumar. Formaður Landssambands veiðifélaga segir þessar niðurstöður sýna hvað geti gerst með því að stórauka eldi hér við land.Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðvaNú þegar hafa verið staðfest 67 tilvik þar sem eldisfiskur veiddist í íslenskum ám. Eldisfiskur er óæskilegur gestur í íslenskum ám vegna mikilla og alvarlegra afleiðinga sem hann getur haft fyrir þá náttúrulegu stofna sem hér lifa. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknastofnunar, en heildarfjöldi veiddra eldisfiska er ekki ljós fyrr en veiðibækur hafa skilað sér til stofnunarinnar og þær rannsakaðar. Af þessum 67 tilvikum eiga átta við um regnbogasilung en 59 tilvik eru skráð um veiði á hnúðlaxi. Líklegt er að stangveiðimenn veiði aðeins brot af þeim eldisfiski sem syndir frjáls við strendur Íslands. Ekki er með nokkru móti hægt að gera sér grein fyrir magni eldisfisks en líklegt er að þessi 67 tilvik séu aðeins brotabrot af heildarumfanginu.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaEinar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir þessar tölur koma vel út fyrir íslenskt sjókvíaeldi. „Þessar tölur gefa það til kynna að íslenskt sjókvíaeldi sé ekki vandamál fyrir íslenskar ár. Í tölunum er enginn lax úr íslensku sjókvíaeldi. Einnig eru mjög fá tilfelli um veiddan regnbogasilung. Þessar tölur gefa því vísbendingar um að vel sé haldið á spöðunum í fiskeldi á Íslandi og slysasleppingar ekki vandamál þar,“ segir Einar. Ekki eru þess dæmi að lax úr íslensku laxeldi í sjó hafi veiðst í ám í sumar. Aðeins er um hnúðlax að ræða í bókum Hafrannsóknastofnunar. Líklegt er þó að regnbogasilungurinn sé úr íslensku sjókvíaeldi. „Þetta er mjög óæskileg þróun í íslenskri náttúru,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Hér eru á ferð strokufiskar úr eldi sem við viljum ekki sjá í íslenskri náttúru. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt lífríki að við förum gætilega í þessum efnum. Skora ég einnig á alla þá veiðimenn sem telja sig hafa veitt þessi kvikindi að koma þeim til yfirvalda til rannsóknar hið snarasta svo hægt sé að skrá þessi tilvik og rannsaka.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Innlent Fleiri fréttir Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Sjá meira
Eldisfiskur hefur veiðst í ám í öllum landsfjórðungum í sumar. Mest hefur veiðst af hnúðlaxi í lax- og silungsveiðiám en einnig hefur regnbogasilungur veiðst í sumar. Formaður Landssambands veiðifélaga segir þessar niðurstöður sýna hvað geti gerst með því að stórauka eldi hér við land.Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðvaNú þegar hafa verið staðfest 67 tilvik þar sem eldisfiskur veiddist í íslenskum ám. Eldisfiskur er óæskilegur gestur í íslenskum ám vegna mikilla og alvarlegra afleiðinga sem hann getur haft fyrir þá náttúrulegu stofna sem hér lifa. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknastofnunar, en heildarfjöldi veiddra eldisfiska er ekki ljós fyrr en veiðibækur hafa skilað sér til stofnunarinnar og þær rannsakaðar. Af þessum 67 tilvikum eiga átta við um regnbogasilung en 59 tilvik eru skráð um veiði á hnúðlaxi. Líklegt er að stangveiðimenn veiði aðeins brot af þeim eldisfiski sem syndir frjáls við strendur Íslands. Ekki er með nokkru móti hægt að gera sér grein fyrir magni eldisfisks en líklegt er að þessi 67 tilvik séu aðeins brotabrot af heildarumfanginu.Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaEinar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir þessar tölur koma vel út fyrir íslenskt sjókvíaeldi. „Þessar tölur gefa það til kynna að íslenskt sjókvíaeldi sé ekki vandamál fyrir íslenskar ár. Í tölunum er enginn lax úr íslensku sjókvíaeldi. Einnig eru mjög fá tilfelli um veiddan regnbogasilung. Þessar tölur gefa því vísbendingar um að vel sé haldið á spöðunum í fiskeldi á Íslandi og slysasleppingar ekki vandamál þar,“ segir Einar. Ekki eru þess dæmi að lax úr íslensku laxeldi í sjó hafi veiðst í ám í sumar. Aðeins er um hnúðlax að ræða í bókum Hafrannsóknastofnunar. Líklegt er þó að regnbogasilungurinn sé úr íslensku sjókvíaeldi. „Þetta er mjög óæskileg þróun í íslenskri náttúru,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. „Hér eru á ferð strokufiskar úr eldi sem við viljum ekki sjá í íslenskri náttúru. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt lífríki að við förum gætilega í þessum efnum. Skora ég einnig á alla þá veiðimenn sem telja sig hafa veitt þessi kvikindi að koma þeim til yfirvalda til rannsóknar hið snarasta svo hægt sé að skrá þessi tilvik og rannsaka.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Innlent Fleiri fréttir Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Sjá meira