Góðir staðir fyrir fyrsta stefnumót Guðný Hrönn og Stefán Þór Hjartarson skrifa 8. september 2017 13:00 Það getur tekið á taugarnar að fara á fyrsta stefnumót. NORDICPHOTOS/GETTY Það að fara á fyrsta stefnumót getur verið ansi stressandi. Hvert á maður að fara, hvað á maður að gera og hvað í fjandanum á maður að tala um? Góður áfangastaður fyrir fyrsta deit getur reddað ýmsu og þess vegna leituðum við við á náðir nokkurra sérfræðinga,sem eru ýmist á lausu eða í sambandi, til að gefa lesendum góð ráð um hvert er sniðugt að fara á fyrsta stefnumóti. Roald Viðar, ritstjóri Gay IcelandRoald kveðst vera mikill matarkall og vera duglegur að prófa nýja veitingastaði. „En ég ætla að nefna tvo gamla, Sushi Social [áður Sushi Samba], af því að hann er notalegur og maturinn góður. Og svo Ítalía, smá retró, þar eru pítsurnar sjúklega góðar og þjónustan líka og svo er staðurinn afskaplega notalegur.“ Auður Albertsdóttir, fyrrverandi blaðakona„Grandinn getur verið mjög rómantískur en líka afslappaður. Þar er hægt að borða góðan mat, horfa á bátana og fá sér jafnvel ís í Valdísi eða köku í 17 sortum.“ Ágúst Bent, rappari og leikstjóri„Ég hef aldrei farið á stefnumót. Íslendingar fara bara í slella á bar og spyrja svo „hvað heitirðu“ daginn eftir. En ég væri alveg til í deit. Til dæmis 7d bíó, fótabað í sjóðandi heita pottinum úti á Nesi, Escape Reykjavík og enda svo á því að fara í rómantískan sjó- mann. Leyfa henni að vinna því ég er herramaður. En ég er líka bara til í að segja henni hvað ég heiti daginn eftir. Áfram íslensk gildi.“ Diljá Ámundadóttir, þjónustustjóri Hörpu Diljá á ótal góð meðmæli í pokahorninu. Fyrst mælir hún með að fara á skíði í Bláfjöllum. „Sérstaklega ef fólk hefur ekki farið á skíði mörg ár og hefur húmor fyrir sjálfu sér. Gott að nýta tímann í stólnum til að spjalla – en ekkert of lengi í einu. Fá svo tækifæri til að detta og hlæja og hjálpa hvort öðru á leiðinni niður.“ Svo mælir hún með að leigja Nintendo-herbergi í Fredda spilatækjasal. „Mæli með að rifja upp gamla takta síðan 1990 í Super Mario Bros. Ótrúlegt hvað einn aukalífs-sveppur getur verið rómantískur.“ Að lokum mælir hún með Kaffivagninum. „Að fara í heiðarlegan kaffifant og kleinu á miðjum virkum degi. Gott að sitja innan um gömlu sjóarana og hafa fallegt útsýni. Ekkert of mikil skuldbinding heldur.“ Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, leikari og sáttamiðlari„Síðan Tíu dropar lögðu upp laupana, þar sem var oft spiluð lifandi tónlist á kvöldin og oftar en ekki lög í anda Cole Porters, þá mæli ég nú bara með Snaps, í hádeginu eða á kvöldin. Þar ríkir svona 1920 til 1945 rómantísk stemning, það er eins og maður sé kominn til Parísar þegar sá staður er upp á sitt besta.“ Sunna Ben, listakona og plötusnúður„Bravó er mjög næs staður til að deita, þröngt setið, iðulega ótýpísk og áhugaverð tónlist (sem býr til umræðuefni, sem er oft mjög nauðsynlegt á fyrstu stefnumótum), hlýtt og allt lýst með kertaljósum. Það er mjög afslappað rómantískur staður að mínu mati, svona „low-key“ rómó án þess að reyna of mikið. Þar heillaði Andri mig upp úr skónum til dæmis. Mæli með,“ segir Sunna. Hún bætir við: „Bíó á fyrsta deiti er versta hugmynd í heimi.“ Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Sjá meira
Það að fara á fyrsta stefnumót getur verið ansi stressandi. Hvert á maður að fara, hvað á maður að gera og hvað í fjandanum á maður að tala um? Góður áfangastaður fyrir fyrsta deit getur reddað ýmsu og þess vegna leituðum við við á náðir nokkurra sérfræðinga,sem eru ýmist á lausu eða í sambandi, til að gefa lesendum góð ráð um hvert er sniðugt að fara á fyrsta stefnumóti. Roald Viðar, ritstjóri Gay IcelandRoald kveðst vera mikill matarkall og vera duglegur að prófa nýja veitingastaði. „En ég ætla að nefna tvo gamla, Sushi Social [áður Sushi Samba], af því að hann er notalegur og maturinn góður. Og svo Ítalía, smá retró, þar eru pítsurnar sjúklega góðar og þjónustan líka og svo er staðurinn afskaplega notalegur.“ Auður Albertsdóttir, fyrrverandi blaðakona„Grandinn getur verið mjög rómantískur en líka afslappaður. Þar er hægt að borða góðan mat, horfa á bátana og fá sér jafnvel ís í Valdísi eða köku í 17 sortum.“ Ágúst Bent, rappari og leikstjóri„Ég hef aldrei farið á stefnumót. Íslendingar fara bara í slella á bar og spyrja svo „hvað heitirðu“ daginn eftir. En ég væri alveg til í deit. Til dæmis 7d bíó, fótabað í sjóðandi heita pottinum úti á Nesi, Escape Reykjavík og enda svo á því að fara í rómantískan sjó- mann. Leyfa henni að vinna því ég er herramaður. En ég er líka bara til í að segja henni hvað ég heiti daginn eftir. Áfram íslensk gildi.“ Diljá Ámundadóttir, þjónustustjóri Hörpu Diljá á ótal góð meðmæli í pokahorninu. Fyrst mælir hún með að fara á skíði í Bláfjöllum. „Sérstaklega ef fólk hefur ekki farið á skíði mörg ár og hefur húmor fyrir sjálfu sér. Gott að nýta tímann í stólnum til að spjalla – en ekkert of lengi í einu. Fá svo tækifæri til að detta og hlæja og hjálpa hvort öðru á leiðinni niður.“ Svo mælir hún með að leigja Nintendo-herbergi í Fredda spilatækjasal. „Mæli með að rifja upp gamla takta síðan 1990 í Super Mario Bros. Ótrúlegt hvað einn aukalífs-sveppur getur verið rómantískur.“ Að lokum mælir hún með Kaffivagninum. „Að fara í heiðarlegan kaffifant og kleinu á miðjum virkum degi. Gott að sitja innan um gömlu sjóarana og hafa fallegt útsýni. Ekkert of mikil skuldbinding heldur.“ Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, leikari og sáttamiðlari„Síðan Tíu dropar lögðu upp laupana, þar sem var oft spiluð lifandi tónlist á kvöldin og oftar en ekki lög í anda Cole Porters, þá mæli ég nú bara með Snaps, í hádeginu eða á kvöldin. Þar ríkir svona 1920 til 1945 rómantísk stemning, það er eins og maður sé kominn til Parísar þegar sá staður er upp á sitt besta.“ Sunna Ben, listakona og plötusnúður„Bravó er mjög næs staður til að deita, þröngt setið, iðulega ótýpísk og áhugaverð tónlist (sem býr til umræðuefni, sem er oft mjög nauðsynlegt á fyrstu stefnumótum), hlýtt og allt lýst með kertaljósum. Það er mjög afslappað rómantískur staður að mínu mati, svona „low-key“ rómó án þess að reyna of mikið. Þar heillaði Andri mig upp úr skónum til dæmis. Mæli með,“ segir Sunna. Hún bætir við: „Bíó á fyrsta deiti er versta hugmynd í heimi.“
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Sjá meira