Þingmaður Viðreisnar vill að Haniye og Mary fái að vera áfram á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2017 20:34 Þær Haniye og Mary hafa báðar verið á flótta allt sitt líf. Foreldrar þeirra sóttu um hæli fyrir þær á landi en umsóknunum var hafnað af yfirvöldum. Þær verða því brátt sendar úr landi. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vill að þær Haniye, 11 ára gömul stúlka sem er á flótta, og Mary, 8 ára gömul stúlka sem er einnig á flótta, fái að vera áfram á Íslandi en vísa á þeim báðum úr landi sem og foreldrum þeirra. Þau hafa sótt um hæli hér á landi. Hanna Katrín vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. „Ég er þeirrar skoðunar að sein meðferð mála varpi enn ríkari ábyrgð á okkur varðandi það að láta mannúð ráða för frekar en ítrustu laga- og reglugerðartúlkanir. Hin nígerísku Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary sem og afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki eiga það t.d. skilið af okkar hálfu. Ég styð heilshugar að þessar tvær fjölskyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðningi mínum liggja mannúðarástæður. Stundum er það einfaldlega nóg,“ segir Hanna Katrín á Facebook-síðu sinni. Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 15 vegna brottvísunar Haniye og Mary og fjölskyldna þeirra. Haniye kom hingað til lands ásamt föður sínum, Abrahim, sem er bæklaður eftir bílslys. Hann er frá Afganistan þaðan sem hann flúði til Íran fyrir um 20 árum. Haniye er fædd í Íran, á flótta, og er ríkisfangslaus. Þá glímir hún við alvarleg andleg veikindi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í vikunni ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en þau verða send til Þýskalands. Mary kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum þeim Sunday og Joy. Hún er líkt og Haniye fædd á flótta en foreldrar hennar flúðu bæði heimaland sitt, Nígeríu, og kynntust á flóttanum. Sunday flúði pólitískar ofsóknir og Joy er fórnarlamb mansals. Vísa á fjölskyldunni aftur til Nígeríu en þangað hefur Mary aldrei komið. Facebook-færslu Hönnu Katrínar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Flóttamenn Tengdar fréttir Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00 Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, vill að þær Haniye, 11 ára gömul stúlka sem er á flótta, og Mary, 8 ára gömul stúlka sem er einnig á flótta, fái að vera áfram á Íslandi en vísa á þeim báðum úr landi sem og foreldrum þeirra. Þau hafa sótt um hæli hér á landi. Hanna Katrín vill að mannúð ráði frekar för en ítrustu laga-og reglugerðartúlkanir þegar kemur að meðferð mála hælisleitenda og flóttamanna. „Ég er þeirrar skoðunar að sein meðferð mála varpi enn ríkari ábyrgð á okkur varðandi það að láta mannúð ráða för frekar en ítrustu laga- og reglugerðartúlkanir. Hin nígerísku Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary sem og afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki eiga það t.d. skilið af okkar hálfu. Ég styð heilshugar að þessar tvær fjölskyldur fái að halda áfram að byggja upp nýtt líf hér á landi. Að baki þeim stuðningi mínum liggja mannúðarástæður. Stundum er það einfaldlega nóg,“ segir Hanna Katrín á Facebook-síðu sinni. Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 15 vegna brottvísunar Haniye og Mary og fjölskyldna þeirra. Haniye kom hingað til lands ásamt föður sínum, Abrahim, sem er bæklaður eftir bílslys. Hann er frá Afganistan þaðan sem hann flúði til Íran fyrir um 20 árum. Haniye er fædd í Íran, á flótta, og er ríkisfangslaus. Þá glímir hún við alvarleg andleg veikindi. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í vikunni ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa feðginunum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en þau verða send til Þýskalands. Mary kom hingað til lands ásamt foreldrum sínum þeim Sunday og Joy. Hún er líkt og Haniye fædd á flótta en foreldrar hennar flúðu bæði heimaland sitt, Nígeríu, og kynntust á flóttanum. Sunday flúði pólitískar ofsóknir og Joy er fórnarlamb mansals. Vísa á fjölskyldunni aftur til Nígeríu en þangað hefur Mary aldrei komið. Facebook-færslu Hönnu Katrínar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Flóttamenn Tengdar fréttir Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46 Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00 Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Haniye og föður hennar verður vísað úr landi Allt stefnir í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. 4. september 2017 14:46
Sá sem bjargar barni… Hvað eiga Julian Duranona, Bobby Fischer og Lucia Celeste Molina Sierra sameiginlegt? Öll urðu þau íslenskir ríkisborgarar eins og hendi væri veifað með ákvörðun Alþingis. 8. september 2017 07:00
Boða til mótmæla vegna brottvísunar Haniye og Mary: „Það er svo mikil grimmd í þessu“ Samtökin Solaris hafa boðað til mótmæla á Austurvelli næstkomandi laugardag klukkan 15 vegna brottvísunar tveggja flóttafjölskyldna úr landi. 6. september 2017 16:00