Tengja mikla fjölgun við Fósturbörn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 09:00 Skjáskot úr þáttunum Fósturbörn. Sindri Sindrason fór til Svíþjóðar og hitti þar Lilju, íslenska móður sem á sex börn en býr ekki með neinu þeirra í dag. Tólf einstaklingar lögðu inn beiðni hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um aðgang að skjölum er varða þeirra eigin barnaverndarmál í október og nóvember. Það er mikil fjölgun sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins en þá bárust alls 23 beiðnir um aðgang að gögnum um barnaverndarmál. Borgarskjalasafn tengir þessa fjölgun beiðna við sjónvarpsþættina Fósturbörn sem sýndir voru á Stöð 2 í haust en barnaverndarmál voru þar til umfjöllunar. „Maður sér það í raun alltaf þegar það kemur svona fjölmiðlaumfjöllun um barnaverndarmál að þá fara að berast fleiri beiðnir,“ segir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, og rifjar upp að beiðnum hafi til að mynda fjölgað þegar mikið var fjallað um vistheimili barna á Breiðavík árið 2007. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá öllum borgarstofnunum, þar á meðal trúnaðarskjöl frá barnavernd Reykjavíkur, grunnskólum, leikskólum og þjónustumiðstöðvum. Ná skjöl barnaverndar allt aftur til ársins 1932 þegar fyrstu lögin um barnavernd voru sett hér á landi. Aðeins þeir einstaklingar sem málin snúa að hafa rétt á aðgangi að gögnum og þarf til að mynda að framvísa persónuskilríkjum þegar gögn eru sótt. Aðrir hafa ekki rétt á að sjá eða að fá aðgang að gögnum. Afrit er tekið af frumgögnuum sem Borgarskjalasafn geymir og fær viðkomandi afrit gagnanna. Ekkert er rukkað fyrir þjónustuna. Svanhildur segir að þetta séu oft tímafrek mál að vinna. „Þetta eru misjafnlega umfangsmikil mál en það þarf að lesa vandlega yfir þetta, til dæmis hylja upplýsingar um systkini og ótengda aðila ,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er fólk oft komið á miðjan aldur þegar það fer að biðja um aðgang að gögnum um eigin barnaverndarmál. Í haust hefur þó fólk á öllum aldri lagt fram beiðnir og yngra fólk en áður. Fósturbörn Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Tólf einstaklingar lögðu inn beiðni hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um aðgang að skjölum er varða þeirra eigin barnaverndarmál í október og nóvember. Það er mikil fjölgun sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins en þá bárust alls 23 beiðnir um aðgang að gögnum um barnaverndarmál. Borgarskjalasafn tengir þessa fjölgun beiðna við sjónvarpsþættina Fósturbörn sem sýndir voru á Stöð 2 í haust en barnaverndarmál voru þar til umfjöllunar. „Maður sér það í raun alltaf þegar það kemur svona fjölmiðlaumfjöllun um barnaverndarmál að þá fara að berast fleiri beiðnir,“ segir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, og rifjar upp að beiðnum hafi til að mynda fjölgað þegar mikið var fjallað um vistheimili barna á Breiðavík árið 2007. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá öllum borgarstofnunum, þar á meðal trúnaðarskjöl frá barnavernd Reykjavíkur, grunnskólum, leikskólum og þjónustumiðstöðvum. Ná skjöl barnaverndar allt aftur til ársins 1932 þegar fyrstu lögin um barnavernd voru sett hér á landi. Aðeins þeir einstaklingar sem málin snúa að hafa rétt á aðgangi að gögnum og þarf til að mynda að framvísa persónuskilríkjum þegar gögn eru sótt. Aðrir hafa ekki rétt á að sjá eða að fá aðgang að gögnum. Afrit er tekið af frumgögnuum sem Borgarskjalasafn geymir og fær viðkomandi afrit gagnanna. Ekkert er rukkað fyrir þjónustuna. Svanhildur segir að þetta séu oft tímafrek mál að vinna. „Þetta eru misjafnlega umfangsmikil mál en það þarf að lesa vandlega yfir þetta, til dæmis hylja upplýsingar um systkini og ótengda aðila ,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er fólk oft komið á miðjan aldur þegar það fer að biðja um aðgang að gögnum um eigin barnaverndarmál. Í haust hefur þó fólk á öllum aldri lagt fram beiðnir og yngra fólk en áður.
Fósturbörn Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira