Sextán prósent íbúðarhúsa á Flúðum notuð sem sumarhús Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. desember 2017 06:00 Um 16% íbúða á svæðinu eru eingöngu notaðar sem sumarhús. vísir/stefán Sextán prósent húsa í Hrunamannahreppi, þá aðallega á Flúðum, eru notuð sem sumarhús þar sem enginn er með lögheimili skráð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um húsnæðisáætlun Hrunamannahrepps.Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.Tuttugu íbúðir hið minnsta eru óskráðar en í flestum tilfellum felst það í því að búið er að innrétta bílskúra sem íbúðir eða að einbýlishúsum hefur verið skipt upp í minni íbúðir. Þá er einnig þekkt að iðnaðarhúsnæði sé notað sem íbúðarhúsnæði og að föst búseta sé í frístundahúsum. „Nýjar reglur um svona útleigu, sem teknar voru upp, eru erfiðar í framkvæmd og eftirlitið sem á að vera hjá sýslumanninum í Reykjavík erum við ekki að sjá að virki. Ég tel því að það þurfi að endurskoða þær reglur,“ segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Sveitarstjórn hefur samþykkt að við munum ekki samþykkja að íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu verði breytt í gistihús umfram 90 daga regluna og erum við þar með að reyna að koma í veg fyrir eins og við getum að húsnæði hér sé keypt upp til að það sé eingöngu notað til skammtímaleigu“, segir Halldóra en mikill skortur er á húsnæði í Hrunamannahreppi. „Þessi mikla vöntun hefur valdið því að fjölgun hefur ekki orðið hjá okkur þrátt fyrir að mikil atvinna sé á svæðinu og innviðir geti tekið við fleiri íbúum. Það húsnæði sem hefur verið á sölu nú á síðustu mánuðum hefur selst og sýnir það að áhugi á að setjast hér að er að verða meiri.“ Airbnb Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Sextán prósent húsa í Hrunamannahreppi, þá aðallega á Flúðum, eru notuð sem sumarhús þar sem enginn er með lögheimili skráð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um húsnæðisáætlun Hrunamannahrepps.Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.Tuttugu íbúðir hið minnsta eru óskráðar en í flestum tilfellum felst það í því að búið er að innrétta bílskúra sem íbúðir eða að einbýlishúsum hefur verið skipt upp í minni íbúðir. Þá er einnig þekkt að iðnaðarhúsnæði sé notað sem íbúðarhúsnæði og að föst búseta sé í frístundahúsum. „Nýjar reglur um svona útleigu, sem teknar voru upp, eru erfiðar í framkvæmd og eftirlitið sem á að vera hjá sýslumanninum í Reykjavík erum við ekki að sjá að virki. Ég tel því að það þurfi að endurskoða þær reglur,“ segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. Sveitarstjórn hefur samþykkt að við munum ekki samþykkja að íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu verði breytt í gistihús umfram 90 daga regluna og erum við þar með að reyna að koma í veg fyrir eins og við getum að húsnæði hér sé keypt upp til að það sé eingöngu notað til skammtímaleigu“, segir Halldóra en mikill skortur er á húsnæði í Hrunamannahreppi. „Þessi mikla vöntun hefur valdið því að fjölgun hefur ekki orðið hjá okkur þrátt fyrir að mikil atvinna sé á svæðinu og innviðir geti tekið við fleiri íbúum. Það húsnæði sem hefur verið á sölu nú á síðustu mánuðum hefur selst og sýnir það að áhugi á að setjast hér að er að verða meiri.“
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira