Pyntingar á samkynhneigðum í Téténíu: „Þeir sögðu að við værum ekki manneskjur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 23:36 Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Ramzan Kadyrov héraðsstjóri Téténíu. vísir/getty „Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ Þetta er brot úr viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Adam, samkynhneigðan mann frá Téténíu, sem var í haldi yfirvalda vegna kynhneigðar sinnar og sætti pyntingum. Hann mátti þola raflost og barsmíðar á meðan ókvæðisorðum var hreytt í hann fyrir að vera samkynhneigður. Mennirnir sem níddust á honum vildu fá upplýsingar um fleiri samkynhneigða menn í Téténíu en það er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi. Frásögn Adams styður við fréttir sem hafa borist frá Téténíu undanfarið um að yfirvöld í héraðinu séu í herferð gegn samkynhneigðum sem þar búa. Talið er að jafnvel hundruð manna hafi verið handteknir vegna kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum.Flúði frá Téténíu Að sögn Adams var hann fluttur í einhvers konar óformlegt fangelsi þar sem hann dvaldi ásamt tólf öðrum samkynhneigðum mönnum. Þeir voru allir pyntaðir á hverjum einasta degi. Adam náði að flýja frá Téténíu eftir að hafa verið í haldi í um tíu daga og var sendur til fjölskyldu sinnar. „Þeir sögðu: „Sonur ykkar er hommi. Þið megið gera það sem þið viljið við hann,““ segir Adam. Hann þrætti þó fyrir það við fjölskyldu sína að vera samkynhneigður en faðir hans neitaði engu að síður að tala við hann og hótaði honum ofbeldi. Adam pakkaði því niður í tösku nokkrum dögum seinna og flúði heimaland sitt. Hann hefur ekkert talað við fjölskylduna sína síðan og vill komast eins langt í burtu frá Téténíu eins og hann getur. „Við erum að tala um ofsóknir gegn samkynhneigðum þar sem hundruð þeirra hefur verið rænt af yfirvöldum í Téténíu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í Rússlandi eða í nútímaheimssögunni. Það er enginn vafi á því að þetta er glæpur gegn mannkyninu,“ segir Igor Kochetkov, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Sankti Pétursborg í Rússlandi.Lifa tvöföldu lífi Í íhaldssömu samfélagi Téténíu er það séð skömm á allri fjölskyldunni ef einhver fjölskyldumeðlimur er samkynhneigður. Margir samkynhneigðir Téténar lifa því tvöföldu lífi, eru giftir og segja engum frá hvernig þeim raunverulega líður. Talsmaður Ramzan Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, hefur alfarið neitað því að yfirvöld í héraðinu hafi handtekið og pyntað samkynhneigða. Hann hefur raunar sagt að enga samkynhneigða sé að finna í Téténíu og því eigi engar ofsóknir sér stað þar sem ekki sé hægt að ofsækja þá sem eru ekki til. Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmis konar mannréttindabrot. Hann er nýtur stuðnings Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
„Stundum voru þeir að reyna að fá upplýsingar frá mér en stundum voru þeir bara að skemmta sér. [...] Þeir kölluðu okkur dýr, sögðu að við værum ekki manneskjur og að við myndum deyja þarna inni.“ Þetta er brot úr viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Adam, samkynhneigðan mann frá Téténíu, sem var í haldi yfirvalda vegna kynhneigðar sinnar og sætti pyntingum. Hann mátti þola raflost og barsmíðar á meðan ókvæðisorðum var hreytt í hann fyrir að vera samkynhneigður. Mennirnir sem níddust á honum vildu fá upplýsingar um fleiri samkynhneigða menn í Téténíu en það er sjálfsstjórnarhérað í Rússlandi. Frásögn Adams styður við fréttir sem hafa borist frá Téténíu undanfarið um að yfirvöld í héraðinu séu í herferð gegn samkynhneigðum sem þar búa. Talið er að jafnvel hundruð manna hafi verið handteknir vegna kynhneigðar sinnar og að minnsta kosti þrír dáið í ofsóknunum.Flúði frá Téténíu Að sögn Adams var hann fluttur í einhvers konar óformlegt fangelsi þar sem hann dvaldi ásamt tólf öðrum samkynhneigðum mönnum. Þeir voru allir pyntaðir á hverjum einasta degi. Adam náði að flýja frá Téténíu eftir að hafa verið í haldi í um tíu daga og var sendur til fjölskyldu sinnar. „Þeir sögðu: „Sonur ykkar er hommi. Þið megið gera það sem þið viljið við hann,““ segir Adam. Hann þrætti þó fyrir það við fjölskyldu sína að vera samkynhneigður en faðir hans neitaði engu að síður að tala við hann og hótaði honum ofbeldi. Adam pakkaði því niður í tösku nokkrum dögum seinna og flúði heimaland sitt. Hann hefur ekkert talað við fjölskylduna sína síðan og vill komast eins langt í burtu frá Téténíu eins og hann getur. „Við erum að tala um ofsóknir gegn samkynhneigðum þar sem hundruð þeirra hefur verið rænt af yfirvöldum í Téténíu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í Rússlandi eða í nútímaheimssögunni. Það er enginn vafi á því að þetta er glæpur gegn mannkyninu,“ segir Igor Kochetkov, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Sankti Pétursborg í Rússlandi.Lifa tvöföldu lífi Í íhaldssömu samfélagi Téténíu er það séð skömm á allri fjölskyldunni ef einhver fjölskyldumeðlimur er samkynhneigður. Margir samkynhneigðir Téténar lifa því tvöföldu lífi, eru giftir og segja engum frá hvernig þeim raunverulega líður. Talsmaður Ramzan Kadyrov, héraðsstjóra Téténíu, hefur alfarið neitað því að yfirvöld í héraðinu hafi handtekið og pyntað samkynhneigða. Hann hefur raunar sagt að enga samkynhneigða sé að finna í Téténíu og því eigi engar ofsóknir sér stað þar sem ekki sé hægt að ofsækja þá sem eru ekki til. Kadyrov hefur í gegnum tíðina verið sakaður um ýmis konar mannréttindabrot. Hann er nýtur stuðnings Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31 Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Hafnar því alfarið að 100 samkynhneigðir menn hafi verið handteknir Talsmaður forseta Téteníu, Ramzan Kadyrov, hafnar ásökunum um að lögregla í Téteníu hafi handtekið 100 samkynhneigða menn og sagði að raunar að samkynhneigð fyrirfinndist ekki í héraðinu. 2. apríl 2017 14:31
Segja yfirvöld í Téténíu stunda skipulagðar pyntingar á samkynhneigðum Samtök hinsegin fólks í Rússlandi telja að rúmlega hundrað samkynhneigðir menn séu nú í haldi yfirvalda í Téténíu og sæti þar pyntingum. 12. apríl 2017 11:43