Jól fjarri heimili sínu vegna fæðingar tvíbura Sveinn Arnarsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Sigþrúður bíður fæðingar tveggja dætra. Kostnaður verðandi foreldra er oft svimandi hár séu þeir búsettir fjarri höfuðborginni. vísir/anton brink Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sigþrúður Margrét nú eftir því að maðurinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina.“Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill.” Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í samtali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjónustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingarlækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekjutapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verðandi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjölskyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sigþrúður Margrét nú eftir því að maðurinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina.“Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill.” Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í samtali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjónustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingarlækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekjutapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verðandi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjölskyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira