Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2017 21:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Hann var forsætisráðherra þegar gildandi samgönguáætlun var samþykkt í október 2016. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Sigurður Ingi Jóhannsson segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. Hann kveðst þó gleðjast yfir hverri krónu sem fjárlaganefnd bæti í vegamálin. Rætt var við samgönguráðherra í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti fyrir aðeins fjórtán mánuðum ætlar að reynast marklaust plagg. „Það hafi svona verið óskalisti allra. Já, því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fram kom í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi að sjö milljarða króna vantar í fjárlagafrumvarpið til að standa við boðuð verkefni samgönguáætlunar á næsta ári. Sjálfur var Sigurður Ingi forsætisráðherra þegar áætlunin var samþykkt, sautján dögum fyrir þingkosningarnar 2016. -Er þetta ekki ábyrgðarhluti að skapa svona væntingar þegar menn gera sér grein fyrir því að það verði ekki hægt að standa við þetta? „Jú, ég held að það megi segja það. Ég held að þetta hafi verið óheppilegt að afgreiða þessa samgönguáætlun með svo miklum væntingum. En það er hins vegar líka á sama tíma ljóst að þetta eru allt brýn verkefni, sem við núna í fjármálaáætluninni og samgönguáætluninni þurfum að taka til okkar og reyna að sýna fram á hvernig við ætlum að fara í á næstu árum.“Frá vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði.Mynd/Stöð 2.Ráðherrann segir að verið sé að fara yfir það núna í ráðuneytinu hvað verði hægt að gera á næsta ári en vill ekki ræða einstök verkefni nema með almennum orðum. „Það sem við þurfum að horfa til eru auðvitað umferðaröryggismál, - umferðarþungi, - en við þurfum líka að horfa til þess að búa til vinnusóknarsvæði, þar sem fólk getur komist inn á milli staða og unnið á stærri svæðum. Og við þurfum að horfa líka til þensluáhrifa á svona næstu einu, tveimur, þremur árum, á meðan við erum enn í þessari uppsveiflu.“ Hve mikið fer í vegamálin á næsta ári verður þó ekki ljóst fyrr en Alþingi er búið að afgreiða fjárlög. -En er hugsanlegt að það verði bætt í? „Ég veit að í fjárlaganefnd eru margir áhugasamir um vegaframkvæmdir, sem og önnur brýn verkefni, og ég treysti þeim til að fara yfir það hvað þeir treysta sér til að leggja til,“ segir samgönguráðherra en kveðst þó fagna hverri krónu sem bætist í vegamálin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. Hann kveðst þó gleðjast yfir hverri krónu sem fjárlaganefnd bæti í vegamálin. Rætt var við samgönguráðherra í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti fyrir aðeins fjórtán mánuðum ætlar að reynast marklaust plagg. „Það hafi svona verið óskalisti allra. Já, því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fram kom í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi að sjö milljarða króna vantar í fjárlagafrumvarpið til að standa við boðuð verkefni samgönguáætlunar á næsta ári. Sjálfur var Sigurður Ingi forsætisráðherra þegar áætlunin var samþykkt, sautján dögum fyrir þingkosningarnar 2016. -Er þetta ekki ábyrgðarhluti að skapa svona væntingar þegar menn gera sér grein fyrir því að það verði ekki hægt að standa við þetta? „Jú, ég held að það megi segja það. Ég held að þetta hafi verið óheppilegt að afgreiða þessa samgönguáætlun með svo miklum væntingum. En það er hins vegar líka á sama tíma ljóst að þetta eru allt brýn verkefni, sem við núna í fjármálaáætluninni og samgönguáætluninni þurfum að taka til okkar og reyna að sýna fram á hvernig við ætlum að fara í á næstu árum.“Frá vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði.Mynd/Stöð 2.Ráðherrann segir að verið sé að fara yfir það núna í ráðuneytinu hvað verði hægt að gera á næsta ári en vill ekki ræða einstök verkefni nema með almennum orðum. „Það sem við þurfum að horfa til eru auðvitað umferðaröryggismál, - umferðarþungi, - en við þurfum líka að horfa til þess að búa til vinnusóknarsvæði, þar sem fólk getur komist inn á milli staða og unnið á stærri svæðum. Og við þurfum að horfa líka til þensluáhrifa á svona næstu einu, tveimur, þremur árum, á meðan við erum enn í þessari uppsveiflu.“ Hve mikið fer í vegamálin á næsta ári verður þó ekki ljóst fyrr en Alþingi er búið að afgreiða fjárlög. -En er hugsanlegt að það verði bætt í? „Ég veit að í fjárlaganefnd eru margir áhugasamir um vegaframkvæmdir, sem og önnur brýn verkefni, og ég treysti þeim til að fara yfir það hvað þeir treysta sér til að leggja til,“ segir samgönguráðherra en kveðst þó fagna hverri krónu sem bætist í vegamálin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45