Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2017 21:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Hann var forsætisráðherra þegar gildandi samgönguáætlun var samþykkt í október 2016. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Sigurður Ingi Jóhannsson segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. Hann kveðst þó gleðjast yfir hverri krónu sem fjárlaganefnd bæti í vegamálin. Rætt var við samgönguráðherra í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti fyrir aðeins fjórtán mánuðum ætlar að reynast marklaust plagg. „Það hafi svona verið óskalisti allra. Já, því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fram kom í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi að sjö milljarða króna vantar í fjárlagafrumvarpið til að standa við boðuð verkefni samgönguáætlunar á næsta ári. Sjálfur var Sigurður Ingi forsætisráðherra þegar áætlunin var samþykkt, sautján dögum fyrir þingkosningarnar 2016. -Er þetta ekki ábyrgðarhluti að skapa svona væntingar þegar menn gera sér grein fyrir því að það verði ekki hægt að standa við þetta? „Jú, ég held að það megi segja það. Ég held að þetta hafi verið óheppilegt að afgreiða þessa samgönguáætlun með svo miklum væntingum. En það er hins vegar líka á sama tíma ljóst að þetta eru allt brýn verkefni, sem við núna í fjármálaáætluninni og samgönguáætluninni þurfum að taka til okkar og reyna að sýna fram á hvernig við ætlum að fara í á næstu árum.“Frá vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði.Mynd/Stöð 2.Ráðherrann segir að verið sé að fara yfir það núna í ráðuneytinu hvað verði hægt að gera á næsta ári en vill ekki ræða einstök verkefni nema með almennum orðum. „Það sem við þurfum að horfa til eru auðvitað umferðaröryggismál, - umferðarþungi, - en við þurfum líka að horfa til þess að búa til vinnusóknarsvæði, þar sem fólk getur komist inn á milli staða og unnið á stærri svæðum. Og við þurfum að horfa líka til þensluáhrifa á svona næstu einu, tveimur, þremur árum, á meðan við erum enn í þessari uppsveiflu.“ Hve mikið fer í vegamálin á næsta ári verður þó ekki ljóst fyrr en Alþingi er búið að afgreiða fjárlög. -En er hugsanlegt að það verði bætt í? „Ég veit að í fjárlaganefnd eru margir áhugasamir um vegaframkvæmdir, sem og önnur brýn verkefni, og ég treysti þeim til að fara yfir það hvað þeir treysta sér til að leggja til,“ segir samgönguráðherra en kveðst þó fagna hverri krónu sem bætist í vegamálin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. Hann kveðst þó gleðjast yfir hverri krónu sem fjárlaganefnd bæti í vegamálin. Rætt var við samgönguráðherra í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti fyrir aðeins fjórtán mánuðum ætlar að reynast marklaust plagg. „Það hafi svona verið óskalisti allra. Já, því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fram kom í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi að sjö milljarða króna vantar í fjárlagafrumvarpið til að standa við boðuð verkefni samgönguáætlunar á næsta ári. Sjálfur var Sigurður Ingi forsætisráðherra þegar áætlunin var samþykkt, sautján dögum fyrir þingkosningarnar 2016. -Er þetta ekki ábyrgðarhluti að skapa svona væntingar þegar menn gera sér grein fyrir því að það verði ekki hægt að standa við þetta? „Jú, ég held að það megi segja það. Ég held að þetta hafi verið óheppilegt að afgreiða þessa samgönguáætlun með svo miklum væntingum. En það er hins vegar líka á sama tíma ljóst að þetta eru allt brýn verkefni, sem við núna í fjármálaáætluninni og samgönguáætluninni þurfum að taka til okkar og reyna að sýna fram á hvernig við ætlum að fara í á næstu árum.“Frá vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði.Mynd/Stöð 2.Ráðherrann segir að verið sé að fara yfir það núna í ráðuneytinu hvað verði hægt að gera á næsta ári en vill ekki ræða einstök verkefni nema með almennum orðum. „Það sem við þurfum að horfa til eru auðvitað umferðaröryggismál, - umferðarþungi, - en við þurfum líka að horfa til þess að búa til vinnusóknarsvæði, þar sem fólk getur komist inn á milli staða og unnið á stærri svæðum. Og við þurfum að horfa líka til þensluáhrifa á svona næstu einu, tveimur, þremur árum, á meðan við erum enn í þessari uppsveiflu.“ Hve mikið fer í vegamálin á næsta ári verður þó ekki ljóst fyrr en Alþingi er búið að afgreiða fjárlög. -En er hugsanlegt að það verði bætt í? „Ég veit að í fjárlaganefnd eru margir áhugasamir um vegaframkvæmdir, sem og önnur brýn verkefni, og ég treysti þeim til að fara yfir það hvað þeir treysta sér til að leggja til,“ segir samgönguráðherra en kveðst þó fagna hverri krónu sem bætist í vegamálin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45