Apóteksræninginn dæmdur í níu mánaða fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2017 17:58 Frá vettvangi ránsins á Bíldshöfða í mars síðastliðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til níu mánaða fangelsisvistar fyrir vopnað ráð í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík 16. mars síðastliðinn. Maðurinn neitaði sök fyrir dóm og bar fyrir sig minnisleysi sökum fíkniefnaneyslu. Lögreglan leitaði mannsins í tvo daga en hann fannst með sprautunál í hendi inni á baðherbergi í íbúð á höfuðborgarsvæðinu 18. mars síðastliðinn. Maðurinn var vopnaður stórum eldhúshnífi en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er haft eftir starfsfólki apóteksins að hann hefði ekki ógnað því eða otað hnífnum að þeim en þó var starfsfólkið mjög slegið eftir atvikið. Hann hafði á brott með sér ýmis lyfseðilsskyld lyf í pakkningum með sér úr apótekinu, þar á meðal ritalin, contalgini og concerta.Sofnaði í Leifsstöð Við leit að manninum fór lögreglan á heimili manns sem ábending hafði borist um að apóteksræninginn hefði dvalið hjá. Maðurinn sagði apóteksræningjann hafa farið úr íbúðinni eftir að hafa tekið hníf úr eldhúsinu með svörtu skafti og bakpoka. Maðurinn sagðist þekkja apóteksræningjann á mynd sem birt var í fjölmiðlum og að lögreglan hefði ekið ræningjanum heim daginn áður eftir að hann sofnaði í flugstöð Leifs Eiríkssonar og missti af flugi. Maðurinn sagði að ástand apóteksræningjans hefði verið slæmt undanfarið þegar þetta átti sér stað í mars fyrr á árinu.Ætlaði að gefa sig fram en lét ekki sjá sig Maðurinn hringdi í apóteksræningjann sem kvaðst ætla að gefa sig fram á nánar tilgreindum stað en hann lét ekki sjá sig þar. Maðurinn hafði hringt í símanúmer sem var skráð á konu. Lögreglan fór á heimili konunnar og spurðist fyrir um apóteksræningjann. Kannaðist konan við að hann hefði verið þar einhverjum dögum áður og þá tekið símann hennar. Vísaði konan á aðra konu sem kannaðist við að apóteksræninginn hefði gist hjá henni ásamt vinkonu sinni. Hann hefði falið dóp hjá henni. Lögreglan fann engin efni en ummerki sáust um að rótað hafði verið í einangrunarull.Var hjá henni alla vikuna Fram kom hjá seinni konunni að fyrri konan hefði hringt í hana og beðið hana um að segja að apóteksræninginn hefði verið hjá henni alla vikuna. Fór lögreglan þá aftur á heimili fyrri konunnar og bar framangreint undir hana. Sagði fyrri konan þá að apóteksræninginn hefði verið hjá henni kvöldið áður.Með sprautunál í hendi Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning frá fyrri konunni sem sagði apóteksræningjann staddan hjá sér. Þegar lögreglan kom á vettvang var apóteksræninginn inni á baðherbergi með sprautunál í hendi. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framburði vitna á vettvangi ránsins og ljósmyndir úr eftirlitsmyndavélum ekki vera fullnægjandi sönnun þess að sá sem væri sakaður um ránið væri sá sem framdi ránið. Gegn neitun mannsins þurfti því að leita frekari sönnun á því. Talinn muna meira en hann viðurkenndi Við mat á trúverðugleika mannsins taldi dómurinn að margt benti til þess að hann muni meira en hann viðurkenndi fyrir dómi. Hins vegar taldi dómurinn það ekki sönnunargildi fyrir sekt mannsins. Dómurinn hafði þó til hliðsjónar framburð mannsins sem lögreglan fór fyrst til við leit að apóteksræningjanum. Maðurinn kom fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins og baðst undan að gefa vitnaskýrslu.Gaf ekki leyfi fyrir upptöku Dómurinn benti á að ekki hefði verið hægt að nota skýrslu mannsins hjá lögreglu sem sönnun því maðurinn gaf ekki leyfi til að láta taka skýrsluna upp eða ræða við lögreglu eftir það. Skýrsluritari og tveir lögreglumenn staðfestu hins vegar samskipti við manninn í tengslum við leit að apóteksræningjanum. Kvaðst skýrsluritarinn hafa tekið skýrsluna af manninum og að maðurinn hefði tjá skýrsluritaranum að apóteksræninginn hefði farið út af heimilinu snemma morguns, illa fyrirkallaður og með hníf úr eldhúsinu. Hnífurinn fannst svo í nágrenninu. Þá sagði maðurinn við lögreglu að hann hefði séð mynd af apóteksræningjanum í fjölmiðlum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Dómurinn taldi út frá þessu, ásamt framburði vitna og lögreglumanna ásamt öðrum gögnum málsins, það hafið yfir skynsamlegan vafa að sá sem sakaður var um ránið hefði verið sá sem var að verki í Apótekaranum á Bíldshöfða í mars síðastliðnum. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan náði apóteksræningjanum Maðurinn framdi vopnað rán í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 síðastliðinn fimmtudagsmorgun. 18. mars 2017 13:58 Vopnað rán framið í Apótekaranum við Bíldshöfða Vopnað rán varð á tíunda tímanum í verslun Apótekarans við Bíldshöfða. 16. mars 2017 10:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til níu mánaða fangelsisvistar fyrir vopnað ráð í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík 16. mars síðastliðinn. Maðurinn neitaði sök fyrir dóm og bar fyrir sig minnisleysi sökum fíkniefnaneyslu. Lögreglan leitaði mannsins í tvo daga en hann fannst með sprautunál í hendi inni á baðherbergi í íbúð á höfuðborgarsvæðinu 18. mars síðastliðinn. Maðurinn var vopnaður stórum eldhúshnífi en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er haft eftir starfsfólki apóteksins að hann hefði ekki ógnað því eða otað hnífnum að þeim en þó var starfsfólkið mjög slegið eftir atvikið. Hann hafði á brott með sér ýmis lyfseðilsskyld lyf í pakkningum með sér úr apótekinu, þar á meðal ritalin, contalgini og concerta.Sofnaði í Leifsstöð Við leit að manninum fór lögreglan á heimili manns sem ábending hafði borist um að apóteksræninginn hefði dvalið hjá. Maðurinn sagði apóteksræningjann hafa farið úr íbúðinni eftir að hafa tekið hníf úr eldhúsinu með svörtu skafti og bakpoka. Maðurinn sagðist þekkja apóteksræningjann á mynd sem birt var í fjölmiðlum og að lögreglan hefði ekið ræningjanum heim daginn áður eftir að hann sofnaði í flugstöð Leifs Eiríkssonar og missti af flugi. Maðurinn sagði að ástand apóteksræningjans hefði verið slæmt undanfarið þegar þetta átti sér stað í mars fyrr á árinu.Ætlaði að gefa sig fram en lét ekki sjá sig Maðurinn hringdi í apóteksræningjann sem kvaðst ætla að gefa sig fram á nánar tilgreindum stað en hann lét ekki sjá sig þar. Maðurinn hafði hringt í símanúmer sem var skráð á konu. Lögreglan fór á heimili konunnar og spurðist fyrir um apóteksræningjann. Kannaðist konan við að hann hefði verið þar einhverjum dögum áður og þá tekið símann hennar. Vísaði konan á aðra konu sem kannaðist við að apóteksræninginn hefði gist hjá henni ásamt vinkonu sinni. Hann hefði falið dóp hjá henni. Lögreglan fann engin efni en ummerki sáust um að rótað hafði verið í einangrunarull.Var hjá henni alla vikuna Fram kom hjá seinni konunni að fyrri konan hefði hringt í hana og beðið hana um að segja að apóteksræninginn hefði verið hjá henni alla vikuna. Fór lögreglan þá aftur á heimili fyrri konunnar og bar framangreint undir hana. Sagði fyrri konan þá að apóteksræninginn hefði verið hjá henni kvöldið áður.Með sprautunál í hendi Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning frá fyrri konunni sem sagði apóteksræningjann staddan hjá sér. Þegar lögreglan kom á vettvang var apóteksræninginn inni á baðherbergi með sprautunál í hendi. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framburði vitna á vettvangi ránsins og ljósmyndir úr eftirlitsmyndavélum ekki vera fullnægjandi sönnun þess að sá sem væri sakaður um ránið væri sá sem framdi ránið. Gegn neitun mannsins þurfti því að leita frekari sönnun á því. Talinn muna meira en hann viðurkenndi Við mat á trúverðugleika mannsins taldi dómurinn að margt benti til þess að hann muni meira en hann viðurkenndi fyrir dómi. Hins vegar taldi dómurinn það ekki sönnunargildi fyrir sekt mannsins. Dómurinn hafði þó til hliðsjónar framburð mannsins sem lögreglan fór fyrst til við leit að apóteksræningjanum. Maðurinn kom fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins og baðst undan að gefa vitnaskýrslu.Gaf ekki leyfi fyrir upptöku Dómurinn benti á að ekki hefði verið hægt að nota skýrslu mannsins hjá lögreglu sem sönnun því maðurinn gaf ekki leyfi til að láta taka skýrsluna upp eða ræða við lögreglu eftir það. Skýrsluritari og tveir lögreglumenn staðfestu hins vegar samskipti við manninn í tengslum við leit að apóteksræningjanum. Kvaðst skýrsluritarinn hafa tekið skýrsluna af manninum og að maðurinn hefði tjá skýrsluritaranum að apóteksræninginn hefði farið út af heimilinu snemma morguns, illa fyrirkallaður og með hníf úr eldhúsinu. Hnífurinn fannst svo í nágrenninu. Þá sagði maðurinn við lögreglu að hann hefði séð mynd af apóteksræningjanum í fjölmiðlum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Dómurinn taldi út frá þessu, ásamt framburði vitna og lögreglumanna ásamt öðrum gögnum málsins, það hafið yfir skynsamlegan vafa að sá sem sakaður var um ránið hefði verið sá sem var að verki í Apótekaranum á Bíldshöfða í mars síðastliðnum.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan náði apóteksræningjanum Maðurinn framdi vopnað rán í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 síðastliðinn fimmtudagsmorgun. 18. mars 2017 13:58 Vopnað rán framið í Apótekaranum við Bíldshöfða Vopnað rán varð á tíunda tímanum í verslun Apótekarans við Bíldshöfða. 16. mars 2017 10:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Lögreglan náði apóteksræningjanum Maðurinn framdi vopnað rán í Apótekaranum á Bíldshöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 10 síðastliðinn fimmtudagsmorgun. 18. mars 2017 13:58
Vopnað rán framið í Apótekaranum við Bíldshöfða Vopnað rán varð á tíunda tímanum í verslun Apótekarans við Bíldshöfða. 16. mars 2017 10:55