Luka Modric, stórstjarna og fyrirliði króatíska landsliðsins í fótbolta, segir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hugsi ekki um leikmennina.
„Í gærkvöldi var okkur sagt að leiknum yrði frestað. Þá fórum við seinna að sofa, en vorum svo vaktir um morguninn eins og við værum hermenn,“ sagði Modric eftir leik Króata og Kosovó sem fram fór fyrr í dag.
Leikurinn hafði átt að fara fram í gær, en var frestað vegna mikilla rigninga í Króatíu. Króatar mæta svo Tyrkjum á útivelli á þriðjudaginn.
„FIFA sýndi að þeim er sama um leikmennina. Það eina sem þeir hugsuðu um var að leikurinn yrði spilaður.“
„Ég vildi ekki spila áfram á laugardaginn, og dómarinn sagði mér að hann hefði verið á móti því frá því fyrir leik. Á þessum 20 mínútum voru fleiri atvik sem áttu frekar heima í „fyndin atvik heima við“ myndbandi en í alvöru fótboltaleik,“ sagði Modric.
Modric: FIFA er sama um leikmennina

Tengdar fréttir

Leik frestað: Króatía - Kósovó | Spurning hvort hægt verði að halda áfram
Króatía vann fyrri leik liðanna með sex mörkum gegn engu.