Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Það mátti greina mikla ánægju á miðstjórnarfundi Zanu-PF þegar forsetinn var settur af. vísir/afp Robert Mugabe, forseta Simbabve, hafa verið settir afarkostir. Annaðhvort segi hann af sér sem forseti landsins af sjálfsdáðum eða verði ella hrakinn úr embætti með vantrausti þingsins. Mugabe hefur verið gefinn frestur til miðdegis í dag til að segja af sér. Forsetinn ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu seint í gærkvöldi. Flestir bjuggust við því að í ávarpinu myndi hann segja af sér en öldungurinn skautaði alfarið fram hjá því.Robert Mugabe, forseti Simbabvevísir/afp„Við verðum að læra að fyrirgefa og jafna ágreining, raunverulegan jafnt sem tilbúinn, í þeim anda sem Simbabve hefur vanist. […] Ég er sannfærður um, að frá og með kvöldinu í kvöld muni landið okkar setja stefnuna fram á við,“ sagði Mugabe í ávarpinu. Hann lauk því á orðunum „þakka ykkur og góða nótt“ en þá hafði hann ekki minnst einu orði á mögulega afsögn eða þá pressu sem flokkurinn hafði sett á hann. Simbabve hefur verið í hers höndum frá því um miðja síðustu viku. Hermenn á skriðdrekum óku þá inn í höfuðborgina Harare og settu forsetann í stofufangelsi. Í raun var um byltingu að ræða. Ástæðan fyrir aðgerðinni var sú að forsetinn rak varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa, úr embætti auk þess sem aðrar hreinsanir Mugabe í Zanu-PF fóru illa í herinn. „Við komum saman hér í dag af illri nauðsyn. Eiginkona Mugabe og þeir sem standa henni næst hafa nýtt sér bágt ástand forsetans til að skara eld að sinni köku,“ sagði Opert Mpofu, innanríkisráðherra, á miðstjórnarfundi Zanu-PF í gær. „Ég býð ykkur velkomna á þennan sögulega fund sem mun marka þáttaskil, ekki aðeins fyrir land vort heldur einnig fyrir flokkinn.“ Fundurinn samþykkti yfirlýsingu þar sem Mugabe var settur af sem formaður og Mnangagwa gerður að formanni í hans stað. Að auki voru áðurnefndir afarkostir samþykktir af fulltrúum fundarins og Grace Mugabe, eiginkona forsetans, rekin með skömm úr flokknum ásamt sínum helstu samstarfsmönnum. Um helgina flykktist fólk út á götur og fagnaði því að valdatíð hins 93 ára gamla Mugabe væri brátt á enda. Ekki er langt síðan að slíkt hefði þótt óhugsandi. Mugabe hefur stýrt landinu, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti, frá því að Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Robert Mugabe, forseta Simbabve, hafa verið settir afarkostir. Annaðhvort segi hann af sér sem forseti landsins af sjálfsdáðum eða verði ella hrakinn úr embætti með vantrausti þingsins. Mugabe hefur verið gefinn frestur til miðdegis í dag til að segja af sér. Forsetinn ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu seint í gærkvöldi. Flestir bjuggust við því að í ávarpinu myndi hann segja af sér en öldungurinn skautaði alfarið fram hjá því.Robert Mugabe, forseti Simbabvevísir/afp„Við verðum að læra að fyrirgefa og jafna ágreining, raunverulegan jafnt sem tilbúinn, í þeim anda sem Simbabve hefur vanist. […] Ég er sannfærður um, að frá og með kvöldinu í kvöld muni landið okkar setja stefnuna fram á við,“ sagði Mugabe í ávarpinu. Hann lauk því á orðunum „þakka ykkur og góða nótt“ en þá hafði hann ekki minnst einu orði á mögulega afsögn eða þá pressu sem flokkurinn hafði sett á hann. Simbabve hefur verið í hers höndum frá því um miðja síðustu viku. Hermenn á skriðdrekum óku þá inn í höfuðborgina Harare og settu forsetann í stofufangelsi. Í raun var um byltingu að ræða. Ástæðan fyrir aðgerðinni var sú að forsetinn rak varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa, úr embætti auk þess sem aðrar hreinsanir Mugabe í Zanu-PF fóru illa í herinn. „Við komum saman hér í dag af illri nauðsyn. Eiginkona Mugabe og þeir sem standa henni næst hafa nýtt sér bágt ástand forsetans til að skara eld að sinni köku,“ sagði Opert Mpofu, innanríkisráðherra, á miðstjórnarfundi Zanu-PF í gær. „Ég býð ykkur velkomna á þennan sögulega fund sem mun marka þáttaskil, ekki aðeins fyrir land vort heldur einnig fyrir flokkinn.“ Fundurinn samþykkti yfirlýsingu þar sem Mugabe var settur af sem formaður og Mnangagwa gerður að formanni í hans stað. Að auki voru áðurnefndir afarkostir samþykktir af fulltrúum fundarins og Grace Mugabe, eiginkona forsetans, rekin með skömm úr flokknum ásamt sínum helstu samstarfsmönnum. Um helgina flykktist fólk út á götur og fagnaði því að valdatíð hins 93 ára gamla Mugabe væri brátt á enda. Ekki er langt síðan að slíkt hefði þótt óhugsandi. Mugabe hefur stýrt landinu, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti, frá því að Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00
Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent