Katrín kallar eftir skýrari sýn hins opinbera í heilbrigðismálum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. maí 2017 12:59 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/anton Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að mörkuð verði skýrari sýn og stefna hins opinbers í málefnum heilbrigðisþjónustu. Engin heilbrigðisáætlun hafi verið sett hjá yfirvöldum. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðasta sunnudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sæi enga ástæðu til þess að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Bjarni sagði það gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið, að greiða út arð.Ummæli forsætisráðherra hafa valdið nokkrum pólitískum titringi og tók Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, málið upp á þingi í vikunni en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. „Arðgreiðslur úr velferðarkerfinu eru einmitt eitt stærsta pólitíska deiluefni, hvort sem við lítum til Noregs, Svíþjóðar eða annarra landa sem hafa gengið langt á undanförnum árum með að einkavæða hluta af sínum velferðar- og heilbrigðiskerfum. Ekki síst vegna þess að það sem gerist er að það eru teknir ákveðnir þættir, boðnir út og settir í einkarekstur, segjum einhverjar tilteknir aðgerðir. Þær eru færðar út af, segjum Landspítalanum, svo dæmi sé tekið, sem eigi að síður þarf að vera með alla bakvaktina ef eitthvað fer úrskeiðis til að mynda í einhverri aðgerð hjá einkaaðila úti í bæ. Þá er viðkomandi sjúklingur sendur inn á Landspítala ef einhverjar „komplikasjónir“ koma, sem þýðir að einkaaðilinn getur gert aðgerðina á hagkvæmari hátt.“ Katrín spyr á hvaða hátt það sé hagkvæmara að einkaaðilar sinni heilbrigðisþjónustu, en forsætisráðherra sakaði Katrínu um að vera gamaldags í hugsun. „Ég fellst ekkert á það. Ég bara horfi á nákvæmlega það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar og bendi á að þetta er ekki þróun sem við eigum að ganga inn í.“ Katrín segir alla hafa það markmið að reka gott og hagkvæmt heilbrigðiskerfi. „Í umræðunni hefur verið ruglað saman hlutum á borð við sjálfseignarstofnanir – sem eru ekki að greiða sér arð út úr rekstri, eru ekki reknir í hagnaðarskyni, eru til að mynda SÁÁ, Reykjalundur og hvað það heitir sem eiga sér langa sögu – og síðan því sem við getum kallað sjálfstætt starfandi lækna og svo það sem við getum kallað ákveðna fyrirtækjavæðingu þar sem eru að verða miklu stærri einkarekin fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Þetta er ólíkur rekstur og ég kalla eftir því að við séum með einhverja skýra sýn og stefnu sem fái eðlilega pólitíska umræðu, að við byggjum þá stefnu á reynslu annarra landa og rannsóknum þar sem þessi félagslega reknu kerfi koma mjög vel út,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að mörkuð verði skýrari sýn og stefna hins opinbers í málefnum heilbrigðisþjónustu. Engin heilbrigðisáætlun hafi verið sett hjá yfirvöldum. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðasta sunnudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sæi enga ástæðu til þess að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Bjarni sagði það gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið, að greiða út arð.Ummæli forsætisráðherra hafa valdið nokkrum pólitískum titringi og tók Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, málið upp á þingi í vikunni en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. „Arðgreiðslur úr velferðarkerfinu eru einmitt eitt stærsta pólitíska deiluefni, hvort sem við lítum til Noregs, Svíþjóðar eða annarra landa sem hafa gengið langt á undanförnum árum með að einkavæða hluta af sínum velferðar- og heilbrigðiskerfum. Ekki síst vegna þess að það sem gerist er að það eru teknir ákveðnir þættir, boðnir út og settir í einkarekstur, segjum einhverjar tilteknir aðgerðir. Þær eru færðar út af, segjum Landspítalanum, svo dæmi sé tekið, sem eigi að síður þarf að vera með alla bakvaktina ef eitthvað fer úrskeiðis til að mynda í einhverri aðgerð hjá einkaaðila úti í bæ. Þá er viðkomandi sjúklingur sendur inn á Landspítala ef einhverjar „komplikasjónir“ koma, sem þýðir að einkaaðilinn getur gert aðgerðina á hagkvæmari hátt.“ Katrín spyr á hvaða hátt það sé hagkvæmara að einkaaðilar sinni heilbrigðisþjónustu, en forsætisráðherra sakaði Katrínu um að vera gamaldags í hugsun. „Ég fellst ekkert á það. Ég bara horfi á nákvæmlega það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar og bendi á að þetta er ekki þróun sem við eigum að ganga inn í.“ Katrín segir alla hafa það markmið að reka gott og hagkvæmt heilbrigðiskerfi. „Í umræðunni hefur verið ruglað saman hlutum á borð við sjálfseignarstofnanir – sem eru ekki að greiða sér arð út úr rekstri, eru ekki reknir í hagnaðarskyni, eru til að mynda SÁÁ, Reykjalundur og hvað það heitir sem eiga sér langa sögu – og síðan því sem við getum kallað sjálfstætt starfandi lækna og svo það sem við getum kallað ákveðna fyrirtækjavæðingu þar sem eru að verða miklu stærri einkarekin fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Þetta er ólíkur rekstur og ég kalla eftir því að við séum með einhverja skýra sýn og stefnu sem fái eðlilega pólitíska umræðu, að við byggjum þá stefnu á reynslu annarra landa og rannsóknum þar sem þessi félagslega reknu kerfi koma mjög vel út,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?