Katrín kallar eftir skýrari sýn hins opinbera í heilbrigðismálum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. maí 2017 12:59 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/anton Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að mörkuð verði skýrari sýn og stefna hins opinbers í málefnum heilbrigðisþjónustu. Engin heilbrigðisáætlun hafi verið sett hjá yfirvöldum. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðasta sunnudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sæi enga ástæðu til þess að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Bjarni sagði það gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið, að greiða út arð.Ummæli forsætisráðherra hafa valdið nokkrum pólitískum titringi og tók Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, málið upp á þingi í vikunni en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. „Arðgreiðslur úr velferðarkerfinu eru einmitt eitt stærsta pólitíska deiluefni, hvort sem við lítum til Noregs, Svíþjóðar eða annarra landa sem hafa gengið langt á undanförnum árum með að einkavæða hluta af sínum velferðar- og heilbrigðiskerfum. Ekki síst vegna þess að það sem gerist er að það eru teknir ákveðnir þættir, boðnir út og settir í einkarekstur, segjum einhverjar tilteknir aðgerðir. Þær eru færðar út af, segjum Landspítalanum, svo dæmi sé tekið, sem eigi að síður þarf að vera með alla bakvaktina ef eitthvað fer úrskeiðis til að mynda í einhverri aðgerð hjá einkaaðila úti í bæ. Þá er viðkomandi sjúklingur sendur inn á Landspítala ef einhverjar „komplikasjónir“ koma, sem þýðir að einkaaðilinn getur gert aðgerðina á hagkvæmari hátt.“ Katrín spyr á hvaða hátt það sé hagkvæmara að einkaaðilar sinni heilbrigðisþjónustu, en forsætisráðherra sakaði Katrínu um að vera gamaldags í hugsun. „Ég fellst ekkert á það. Ég bara horfi á nákvæmlega það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar og bendi á að þetta er ekki þróun sem við eigum að ganga inn í.“ Katrín segir alla hafa það markmið að reka gott og hagkvæmt heilbrigðiskerfi. „Í umræðunni hefur verið ruglað saman hlutum á borð við sjálfseignarstofnanir – sem eru ekki að greiða sér arð út úr rekstri, eru ekki reknir í hagnaðarskyni, eru til að mynda SÁÁ, Reykjalundur og hvað það heitir sem eiga sér langa sögu – og síðan því sem við getum kallað sjálfstætt starfandi lækna og svo það sem við getum kallað ákveðna fyrirtækjavæðingu þar sem eru að verða miklu stærri einkarekin fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Þetta er ólíkur rekstur og ég kalla eftir því að við séum með einhverja skýra sýn og stefnu sem fái eðlilega pólitíska umræðu, að við byggjum þá stefnu á reynslu annarra landa og rannsóknum þar sem þessi félagslega reknu kerfi koma mjög vel út,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að mörkuð verði skýrari sýn og stefna hins opinbers í málefnum heilbrigðisþjónustu. Engin heilbrigðisáætlun hafi verið sett hjá yfirvöldum. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðasta sunnudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sæi enga ástæðu til þess að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Bjarni sagði það gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið, að greiða út arð.Ummæli forsætisráðherra hafa valdið nokkrum pólitískum titringi og tók Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, málið upp á þingi í vikunni en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. „Arðgreiðslur úr velferðarkerfinu eru einmitt eitt stærsta pólitíska deiluefni, hvort sem við lítum til Noregs, Svíþjóðar eða annarra landa sem hafa gengið langt á undanförnum árum með að einkavæða hluta af sínum velferðar- og heilbrigðiskerfum. Ekki síst vegna þess að það sem gerist er að það eru teknir ákveðnir þættir, boðnir út og settir í einkarekstur, segjum einhverjar tilteknir aðgerðir. Þær eru færðar út af, segjum Landspítalanum, svo dæmi sé tekið, sem eigi að síður þarf að vera með alla bakvaktina ef eitthvað fer úrskeiðis til að mynda í einhverri aðgerð hjá einkaaðila úti í bæ. Þá er viðkomandi sjúklingur sendur inn á Landspítala ef einhverjar „komplikasjónir“ koma, sem þýðir að einkaaðilinn getur gert aðgerðina á hagkvæmari hátt.“ Katrín spyr á hvaða hátt það sé hagkvæmara að einkaaðilar sinni heilbrigðisþjónustu, en forsætisráðherra sakaði Katrínu um að vera gamaldags í hugsun. „Ég fellst ekkert á það. Ég bara horfi á nákvæmlega það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar og bendi á að þetta er ekki þróun sem við eigum að ganga inn í.“ Katrín segir alla hafa það markmið að reka gott og hagkvæmt heilbrigðiskerfi. „Í umræðunni hefur verið ruglað saman hlutum á borð við sjálfseignarstofnanir – sem eru ekki að greiða sér arð út úr rekstri, eru ekki reknir í hagnaðarskyni, eru til að mynda SÁÁ, Reykjalundur og hvað það heitir sem eiga sér langa sögu – og síðan því sem við getum kallað sjálfstætt starfandi lækna og svo það sem við getum kallað ákveðna fyrirtækjavæðingu þar sem eru að verða miklu stærri einkarekin fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Þetta er ólíkur rekstur og ég kalla eftir því að við séum með einhverja skýra sýn og stefnu sem fái eðlilega pólitíska umræðu, að við byggjum þá stefnu á reynslu annarra landa og rannsóknum þar sem þessi félagslega reknu kerfi koma mjög vel út,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira