„Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum“ Guðný Hrönn skrifar 14. október 2017 11:45 Gluggarnir í stofunni heilluðu Ingibjörgu upp úr skónum þegar hún sá þá fyrst. VÍSIR/ANTON BRINK Hönnuðurinn Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir á glæsilegt heimili. Uppáhaldsrými hennar á heimilinu er stofan enda er um afar flott rými að ræða þar sem stórir gluggar leika stórt hlutverk. „Stofan er svo björt og falleg með stórum gluggum. Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum,“ segir Ingibjörg. Stofan er einstaklega notaleg og kósí og Ingibjörg segir púða og værðarvoð vera lykilinn. „Mér finnst púðar og værðarvoð gera sófa og rými svo girnileg. Mann langar bara að kúra þar með góða bók og súkkulaði.“Hengistóllinn er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Ingibjörgu og fjölskyldu.vísir/anton brinkÁkveðið húsgagn setur sterkan svip á stofu Ingibjargar, það er hengistóllinn sem hangir fyrir framan stóru gluggana. „Stóllinn finnst mér gefa rýminu mikinn karakter. Það er eitthvað svo mikill leikur í honum en hann er á sama tíma töffaralegur,“ segir Ingibjörg. Stóllinn er afar vinsæll hjá gestum enda er hann spennandi en líka þægilegur að sögn Ingibjargar sem á von á barni á næstu dögum. Hún notar því hengistólinn ekki mikið þessa dagana.„Ég er mest í sófanum undir værðarvoð og kúri mig í alla púðana.“Veggspjöld og myndir á veggjum setja skemmtilegan svip á stofuna.vísir/anton brinkÍbúð Ingibjargar er 90 m2 og á heimilinu búa fimm, að verða sex manns. „Stofan hefur ekki alltaf verið svona. Við þurftum að minnka stofuna um helming til að allir krakkar fengju sérherbergi. Það er því búið að endurraða helling. Það tók smá á að raða fallega í þetta litla rými en ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst það alls ekki síðra en fyrir breytingar. Það er held ég bara hollt að stokka upp annað slagið og fríska upp á hjá sér. Maður á það til að festast í gömlum hárgreiðslum og heimilisstíl en lífið er miklu skemmtilegra þegar maður stokkar upp og sér hlutina frá öðru sjónarhorni.“ 5 ráð Ingibjargar til að gera rými notaleg Fallegir púðar og værðarvoð bjóða manni svo fallega upp í sófa til sín.Kertaljós tekur blíðlega utan um mann þegar dimma tekur og haustlægðirnar berja á gluggann fyrir utan.Plöntur gefa ferskan blæ og súrefni í öll rými, stór og smá. Fallegar myndir og veggspjöld gefa persónulegan blæ og fylla rými sem eru tómleg eða hrá.Svo er nauðsynlegt að taka til í hrúgunum sem eiga til að safnast hjá manni og setja hlutina á réttan stað. Hús og heimili Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Hönnuðurinn Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir á glæsilegt heimili. Uppáhaldsrými hennar á heimilinu er stofan enda er um afar flott rými að ræða þar sem stórir gluggar leika stórt hlutverk. „Stofan er svo björt og falleg með stórum gluggum. Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum,“ segir Ingibjörg. Stofan er einstaklega notaleg og kósí og Ingibjörg segir púða og værðarvoð vera lykilinn. „Mér finnst púðar og værðarvoð gera sófa og rými svo girnileg. Mann langar bara að kúra þar með góða bók og súkkulaði.“Hengistóllinn er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Ingibjörgu og fjölskyldu.vísir/anton brinkÁkveðið húsgagn setur sterkan svip á stofu Ingibjargar, það er hengistóllinn sem hangir fyrir framan stóru gluggana. „Stóllinn finnst mér gefa rýminu mikinn karakter. Það er eitthvað svo mikill leikur í honum en hann er á sama tíma töffaralegur,“ segir Ingibjörg. Stóllinn er afar vinsæll hjá gestum enda er hann spennandi en líka þægilegur að sögn Ingibjargar sem á von á barni á næstu dögum. Hún notar því hengistólinn ekki mikið þessa dagana.„Ég er mest í sófanum undir værðarvoð og kúri mig í alla púðana.“Veggspjöld og myndir á veggjum setja skemmtilegan svip á stofuna.vísir/anton brinkÍbúð Ingibjargar er 90 m2 og á heimilinu búa fimm, að verða sex manns. „Stofan hefur ekki alltaf verið svona. Við þurftum að minnka stofuna um helming til að allir krakkar fengju sérherbergi. Það er því búið að endurraða helling. Það tók smá á að raða fallega í þetta litla rými en ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst það alls ekki síðra en fyrir breytingar. Það er held ég bara hollt að stokka upp annað slagið og fríska upp á hjá sér. Maður á það til að festast í gömlum hárgreiðslum og heimilisstíl en lífið er miklu skemmtilegra þegar maður stokkar upp og sér hlutina frá öðru sjónarhorni.“ 5 ráð Ingibjargar til að gera rými notaleg Fallegir púðar og værðarvoð bjóða manni svo fallega upp í sófa til sín.Kertaljós tekur blíðlega utan um mann þegar dimma tekur og haustlægðirnar berja á gluggann fyrir utan.Plöntur gefa ferskan blæ og súrefni í öll rými, stór og smá. Fallegar myndir og veggspjöld gefa persónulegan blæ og fylla rými sem eru tómleg eða hrá.Svo er nauðsynlegt að taka til í hrúgunum sem eiga til að safnast hjá manni og setja hlutina á réttan stað.
Hús og heimili Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira