Farþegum fjölgað um þúsund prósent á 30 árum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2017 19:14 Farþegum sem fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað um þúsund prósent frá því fyrsti hluti hennar var reistur árið 1987. Í dag er haldið upp á þrjátíu ára afmæli flugstöðvarinnar sem er sífellt að stækka en á undanförnum árum hefur verið framkvæmt þar fyrir tugi milljarða króna án nokkurrar áhættu fyrir ríkissjóð þar sem lán eru tekin með veðum í tekjum flugstöðvarinnar. Í nýjasta hluta flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafa bæst við sex ný farþegahlið og svo kölluðum „fjarstæðum“ hefur fjölgað einnig þar sem farþegum er ekið með rútum frá flugstöð til flugvéla. Framkvæmt hefur verið fyrir 45 milljarða frá árinu 2012 í og við flugstöðina og framkvæmdum er langt í frá lokið. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi ÍSAVÍA rifjar upp að flugstöðin var umdeilt mannvirki á sínum tíma og þótti mörgum hún allt of stór. En síðan hafa tímarnir breyst og enginn hefði sjálfsagt getað spáð fyrir um þróunina fram til okkar daga. „Það voru 900 þúsund farþegar sem fóru um flugstöðina árið 1987 þegar hún var reist, stórt og myndarlegt hús. Núna á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði tæpar níu milljónir. Þannig að það hefur eitt núll bæst þarna aftan við. Þrjátíu árum áður en flugstöðin var reist voru farþegarnir níutíuþúsund þannig að ef við höldum svona áfram verður þetta ansi stórt eftir þrjátíu ár,“ segir Guðni. Lang flestir þeirra sem fara um flugstöðina eru ekki að koma í heimsókn til Íslands heldur stoppa stutt við á leið sinni milli Evrópu og Norður Ameríku. Það er aðstaða þessara farþega sem hefur verið bætt undanfarin misseri og á eftir að batna enn frekar. „Við erum búin að opna fyrsta fasa af nýjustu viðbyggingunni okkar. Svo verður hún opnuð í fösum núna næstu mánuði. Þá stækkar sérstaklega þetta svæði þar sem skiptifarþegarnir eru og yfir Schengen landamærin,“ segir Guðni.Stærsta bygging landsins opin almenningi Upprunalega bygging flugstöðvarinnar var 22 þúsund fermetrar og þótti mjög stór eins og áður sagði. Margir töldu að hún myndi duga óbreytt í áratugi. „Núna þegar yfirstandandi framkvæmdum verður lokið síðar á þessu ári verður hún kominn upp í tæpa 75 þúsund fermetra. Þannig að hún er búin að stækka mikið. Þá verður hún orðin að stærsta húsið sem er opið almenningi hér á landi,“ segir Guðni. Nú þegar er risin nýbygging á milli gömlu flugstöðvarinnar í norðurenda og þeirrar nýrri í suðurendanum. Þá hefur einn þriðji gangsins á milli bygginganna verið breikkaður töluvert til að skapa rými fyrir sæti handa farþegum við einstök hlið. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og framkvæmdasviðs flugstöðvarinnar segir að landamærahliðum inn og út af Schengen svæðinu muni fjölga. „Við erum hérna í nýbyggingunni sem við erum að klára núna. Hérna erum við að fara að bæta við landamærabásum. Svo munu koma hér sjálfvirk landamærahlið líka. Við erum að auka afköstin mikið yfir landamærin. Við erum að tvöfalda þau í heildina,“ segir Guðmundur Daði. Núna þegar maður lítur hér í kring um sig er þetta allt einhvern veginn hálfkarað. Hvenær ætlið þið að taka þetta í notkun? „Við ætlum að byrja að taka þennan hluta í notkun í júní. En það verða framkvæmdir hér á svæðinu fram í nóvember. Farþegafjöldinn er slíkur að við verðum að taka mannvirkið í notkun sem allra fyrst. Þannig að hér er lögð nótt við dag við að klára þetta og við erum með gríðarlega góða verktaka með okkur í því,“ segir Guðmundur Daði. En síðan liggur fyrir að stækka flugstöðina enn frekar á næstu árum. Nú liggja menn yfir hönnun mannvirkja sem munu rísa og gera flugstöðinni kleift að taka á móti allt að 25 milljónum farþega á ári í framtíðinni. Áætlanir um fjölgun farþega hafa úrelts hratt þannig að hraða hefur þurft öllum áformum um þróun flugstöðvarinnar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Farþegum sem fara um flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað um þúsund prósent frá því fyrsti hluti hennar var reistur árið 1987. Í dag er haldið upp á þrjátíu ára afmæli flugstöðvarinnar sem er sífellt að stækka en á undanförnum árum hefur verið framkvæmt þar fyrir tugi milljarða króna án nokkurrar áhættu fyrir ríkissjóð þar sem lán eru tekin með veðum í tekjum flugstöðvarinnar. Í nýjasta hluta flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hafa bæst við sex ný farþegahlið og svo kölluðum „fjarstæðum“ hefur fjölgað einnig þar sem farþegum er ekið með rútum frá flugstöð til flugvéla. Framkvæmt hefur verið fyrir 45 milljarða frá árinu 2012 í og við flugstöðina og framkvæmdum er langt í frá lokið. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi ÍSAVÍA rifjar upp að flugstöðin var umdeilt mannvirki á sínum tíma og þótti mörgum hún allt of stór. En síðan hafa tímarnir breyst og enginn hefði sjálfsagt getað spáð fyrir um þróunina fram til okkar daga. „Það voru 900 þúsund farþegar sem fóru um flugstöðina árið 1987 þegar hún var reist, stórt og myndarlegt hús. Núna á þessu ári er gert ráð fyrir að þeir verði tæpar níu milljónir. Þannig að það hefur eitt núll bæst þarna aftan við. Þrjátíu árum áður en flugstöðin var reist voru farþegarnir níutíuþúsund þannig að ef við höldum svona áfram verður þetta ansi stórt eftir þrjátíu ár,“ segir Guðni. Lang flestir þeirra sem fara um flugstöðina eru ekki að koma í heimsókn til Íslands heldur stoppa stutt við á leið sinni milli Evrópu og Norður Ameríku. Það er aðstaða þessara farþega sem hefur verið bætt undanfarin misseri og á eftir að batna enn frekar. „Við erum búin að opna fyrsta fasa af nýjustu viðbyggingunni okkar. Svo verður hún opnuð í fösum núna næstu mánuði. Þá stækkar sérstaklega þetta svæði þar sem skiptifarþegarnir eru og yfir Schengen landamærin,“ segir Guðni.Stærsta bygging landsins opin almenningi Upprunalega bygging flugstöðvarinnar var 22 þúsund fermetrar og þótti mjög stór eins og áður sagði. Margir töldu að hún myndi duga óbreytt í áratugi. „Núna þegar yfirstandandi framkvæmdum verður lokið síðar á þessu ári verður hún kominn upp í tæpa 75 þúsund fermetra. Þannig að hún er búin að stækka mikið. Þá verður hún orðin að stærsta húsið sem er opið almenningi hér á landi,“ segir Guðni. Nú þegar er risin nýbygging á milli gömlu flugstöðvarinnar í norðurenda og þeirrar nýrri í suðurendanum. Þá hefur einn þriðji gangsins á milli bygginganna verið breikkaður töluvert til að skapa rými fyrir sæti handa farþegum við einstök hlið. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri tækni- og framkvæmdasviðs flugstöðvarinnar segir að landamærahliðum inn og út af Schengen svæðinu muni fjölga. „Við erum hérna í nýbyggingunni sem við erum að klára núna. Hérna erum við að fara að bæta við landamærabásum. Svo munu koma hér sjálfvirk landamærahlið líka. Við erum að auka afköstin mikið yfir landamærin. Við erum að tvöfalda þau í heildina,“ segir Guðmundur Daði. Núna þegar maður lítur hér í kring um sig er þetta allt einhvern veginn hálfkarað. Hvenær ætlið þið að taka þetta í notkun? „Við ætlum að byrja að taka þennan hluta í notkun í júní. En það verða framkvæmdir hér á svæðinu fram í nóvember. Farþegafjöldinn er slíkur að við verðum að taka mannvirkið í notkun sem allra fyrst. Þannig að hér er lögð nótt við dag við að klára þetta og við erum með gríðarlega góða verktaka með okkur í því,“ segir Guðmundur Daði. En síðan liggur fyrir að stækka flugstöðina enn frekar á næstu árum. Nú liggja menn yfir hönnun mannvirkja sem munu rísa og gera flugstöðinni kleift að taka á móti allt að 25 milljónum farþega á ári í framtíðinni. Áætlanir um fjölgun farþega hafa úrelts hratt þannig að hraða hefur þurft öllum áformum um þróun flugstöðvarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira