Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. maí 2017 07:00 Breska heilbrigðiskerfið NHS var nánast ónothæft í gær vegna árásarinnar. vísir/epa Gíslatökuhugbúnaður olli miklum glundroða víða um heim í gær. Talið er að búnaðurinn eigi rætur að rekja til Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA). Afleiðingar tölvuárásarinnar voru þær að minnst tugþúsundum tölva var haldið í gíslingu af þrjótunum. Á skjáum þeirra birtust skilaboð sem tjáðu notandanum að ef hann reiddi fram 300 dollara, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, fengi hann gögn og tölvu sína til baka. Yrði upphæðin ekki greidd innan tveggja daga myndi upphæðin tvöfaldast. Þess var krafist að rafræni gjaldmiðillinn BitCoin yrði brúkaður til verksins. Heimildir herma að gjaldmiðillinn hafi streymt inn á netveski þrjótanna í kjölfarið. Meðal tölva sem var haldið í gíslingu með þessu móti má nefna tölvur breska heilbrigðiskerfisins, NHS, sem voru ónothæfar vegna þessa. Lamaðist kerfið algerlega. Aðgerðum var slegið á frest, ekki var unnt að útskrifa sjúklinga eða gera nokkurn skapaðan hlut. Forritið skaut upp kollinum í minnst 74 löndum. Útlit er fyrir að þrjótarnir hafi náð valdi á flestum tölvum í Rússlandi og Taívan en það birtist einnig í Bandaríkjunum, Bretlandi, Úkraínu, Tyrklandi, Þýskalandi, Japan og Spáni. Í síðastnefnda landinu herma heimildir að kerfi orkurisans Iberdrola og veitufyrirtækisins Gas Neutral hafi lamast. Sérfræðingar og áhugamenn um tækni hafa rakið forritið til tölvuþrjóta sem kenna sig við Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA og hafði áður verið notað af stofnuninni. Áður höfðu þrjótarnir reynt að selja búnaðinn á uppboði. Þá var haft eftir sérfræðingunum að hugbúnaðurinn væri „raunverulegur en gamall“. Í kjölfar árásarinnar í gær sendi tölvuöryggisfyrirtækið Check Point frá sér yfirlýsingu um að þarna væri á ferðinni uppfærð útgáfa af eldra forriti. „Þetta er netárás á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu af áður óþekktri stærðargráðu,“ segir netöryggishönnuðurinn Kevin Beaumount í samtali við BBC. „Við vitum af árásinni og netöryggisráðið vinnur nú að lausn málsins,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. „Það er ekkert sem bendir til þess að upplýsingum um sjúklinga hafi verið stolið og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að það gerist ekki.“ Hugbúnaðarins varð fyrst vart klukkan 15 að íslenskum tíma í gær og hélt hann áfram að dreifa sér um heiminn fram eftir kvöldi og inn í nóttina. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæmlega hve margar tölvur urðu fyrir árásinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Gíslatökuhugbúnaður olli miklum glundroða víða um heim í gær. Talið er að búnaðurinn eigi rætur að rekja til Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA). Afleiðingar tölvuárásarinnar voru þær að minnst tugþúsundum tölva var haldið í gíslingu af þrjótunum. Á skjáum þeirra birtust skilaboð sem tjáðu notandanum að ef hann reiddi fram 300 dollara, andvirði rúmlega 30 þúsund íslenskra króna, fengi hann gögn og tölvu sína til baka. Yrði upphæðin ekki greidd innan tveggja daga myndi upphæðin tvöfaldast. Þess var krafist að rafræni gjaldmiðillinn BitCoin yrði brúkaður til verksins. Heimildir herma að gjaldmiðillinn hafi streymt inn á netveski þrjótanna í kjölfarið. Meðal tölva sem var haldið í gíslingu með þessu móti má nefna tölvur breska heilbrigðiskerfisins, NHS, sem voru ónothæfar vegna þessa. Lamaðist kerfið algerlega. Aðgerðum var slegið á frest, ekki var unnt að útskrifa sjúklinga eða gera nokkurn skapaðan hlut. Forritið skaut upp kollinum í minnst 74 löndum. Útlit er fyrir að þrjótarnir hafi náð valdi á flestum tölvum í Rússlandi og Taívan en það birtist einnig í Bandaríkjunum, Bretlandi, Úkraínu, Tyrklandi, Þýskalandi, Japan og Spáni. Í síðastnefnda landinu herma heimildir að kerfi orkurisans Iberdrola og veitufyrirtækisins Gas Neutral hafi lamast. Sérfræðingar og áhugamenn um tækni hafa rakið forritið til tölvuþrjóta sem kenna sig við Shadow Brokers. Í síðasta mánuði láku þeir á netið forriti sem á rætur sínar að rekja til NSA og hafði áður verið notað af stofnuninni. Áður höfðu þrjótarnir reynt að selja búnaðinn á uppboði. Þá var haft eftir sérfræðingunum að hugbúnaðurinn væri „raunverulegur en gamall“. Í kjölfar árásarinnar í gær sendi tölvuöryggisfyrirtækið Check Point frá sér yfirlýsingu um að þarna væri á ferðinni uppfærð útgáfa af eldra forriti. „Þetta er netárás á fyrirtæki og stofnanir í Evrópu af áður óþekktri stærðargráðu,“ segir netöryggishönnuðurinn Kevin Beaumount í samtali við BBC. „Við vitum af árásinni og netöryggisráðið vinnur nú að lausn málsins,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. „Það er ekkert sem bendir til þess að upplýsingum um sjúklinga hafi verið stolið og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að það gerist ekki.“ Hugbúnaðarins varð fyrst vart klukkan 15 að íslenskum tíma í gær og hélt hann áfram að dreifa sér um heiminn fram eftir kvöldi og inn í nóttina. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæmlega hve margar tölvur urðu fyrir árásinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira