Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 19:26 Vísir/Andri Sýslumaðurinn í Reykjavík segist bera fullt traust til lögfræðinga sinna. Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanni Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að lögbann vera bráðabirgðaúrræði og dómstólar muni leysa málið til fullnustu. „Eðli málsins samkvæmt þarf að taka skjóta ákvörðun í slíkum málum og úrræðið gerir aðeins að takmörkuðu leyti ráð fyrir að farið sé djúpt í efnisatriði máls. Það mat fer fram hjá dómstólum í staðfestingarmáli sem höfða þarf innan viku, að öðrum kosti fellur lögbannið niður,“ segir í tilkynningunni. „Má þannig segja að með því að fallast á lögbannskröfu sé embættið að frysta tiltekið ástand meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.“ Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir að umfjöllun miðilsins hafi ekki verið lokið. Líklegast náist ekki að birta frekari fréttir fyrir kosningar. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleiri um þau eigi erindi til almennings,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið telji að útskýra þurfi lagalegu hlið málsins og að hún hafi litla umfjöllun fengið. Vísað er til 58. greinar laga um fjármálafyrirtæki þar sem fram komi að í raun séu allir bundnir trúnaði varðandi gögn sem um ræðir. Ekki bara starfsmenn fjármálafyrirtækja. „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. málsgrein er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir,“ segir í lögunum. Þá hafa forsvarsmenn Glitnir HoldCO hafi farið fram á lögbann þar sem þeir telji gögnin sem ritstjórn Stundarinnar sé með innihaldi viðskiptaupplýsingar um þúsundir viðskiptavina bankans. Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík segist bera fullt traust til lögfræðinga sinna. Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanni Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að lögbann vera bráðabirgðaúrræði og dómstólar muni leysa málið til fullnustu. „Eðli málsins samkvæmt þarf að taka skjóta ákvörðun í slíkum málum og úrræðið gerir aðeins að takmörkuðu leyti ráð fyrir að farið sé djúpt í efnisatriði máls. Það mat fer fram hjá dómstólum í staðfestingarmáli sem höfða þarf innan viku, að öðrum kosti fellur lögbannið niður,“ segir í tilkynningunni. „Má þannig segja að með því að fallast á lögbannskröfu sé embættið að frysta tiltekið ástand meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.“ Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir að umfjöllun miðilsins hafi ekki verið lokið. Líklegast náist ekki að birta frekari fréttir fyrir kosningar. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleiri um þau eigi erindi til almennings,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið telji að útskýra þurfi lagalegu hlið málsins og að hún hafi litla umfjöllun fengið. Vísað er til 58. greinar laga um fjármálafyrirtæki þar sem fram komi að í raun séu allir bundnir trúnaði varðandi gögn sem um ræðir. Ekki bara starfsmenn fjármálafyrirtækja. „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. málsgrein er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir,“ segir í lögunum. Þá hafa forsvarsmenn Glitnir HoldCO hafi farið fram á lögbann þar sem þeir telji gögnin sem ritstjórn Stundarinnar sé með innihaldi viðskiptaupplýsingar um þúsundir viðskiptavina bankans.
Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
„Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent