Hvernig komast strákarnir okkar til Rússlands? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2017 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í gær. Vísir/Eyþór Ísland er í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Eftir sigurinn eru Ísland og Króatía jöfn á toppi riðilsins með sextán stig hvort þegar tvær umferðir eru eftir. Króatar hafa þó betri markatölu sem munar fimm mörkum. Íslenskt landslið hefur aldrei áður tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu en möguleikarnir að þessu sinni eru góðir. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Sigurvegari hvers riðils kemst beint í lokakeppnina en átta af þeim níu liðum sem enda í öðru sæti síns riðils tryggja sér sæti í umspili sem fer fram í nóvember um laust sæti á HM. Ísland komst í slíkt umspil fyrir fjórum árum síðan og mátti þá sætta sig við tap gegn Króatíu, 2-0 samanlagt. Leikið var heima og að heiman.Ekki nóg að vinna báða leikina Ef að Ísland og Króatía halda stöðu sinni til loka riðlakeppninnar og verða jöfn að stigum í efsta sæti mun árangur í innbyrðisviðureignum ekki ráða því hvort liðið endi ofar. Það verður einfaldlega það lið sem er með betra markahlutfall og sem stendur eru Króatar með mun hagstæðari markatölu (12-3) en Ísland (11-7). Það er því líklegt að Ísland þurfi að vinna báða leiki sína sem eftir eru, gegn Tyrklandi á útivelli og Kósóvó heima, og treysta á að Króatía misstígi sig í öðrum sinna leikja (Finnland heima og Úkraína úti) til að strákarnir okkar vinni riðilinn og fari beint á HM í Rússlandi. Það eru fleiri möguleikar í stöðunni enda Tyrkland og Úkraína enn í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með fjórtán stig, tveimur á eftir Króatíu og Íslandi.Eins og sakir standa væri það Wales sem sæti eftir sem það lið í öðru sæti riðils síns sem væri með lakastan árangur. Í þessum samanburði eru úrslitin gegn liðinu í neðsta sæti dregin frá. Sigur Íslands í Kósóvó telur sem dæmi ekki.WikipediaMikilvægur leikur í Tyrklandi Líklegt er að fjögur stig dugi Íslandi til að komast í umspilið, en það er ekki öruggt að það sé nóg. Ef Ísland kemst í 20 stig munu Tyrkir ekki ná okkar mönnum að stigum, enda myndi það þýða að Ísland myndi annað hvort vinna eða gera jafntefli við Tyrkland í Eskisehir þann 6. október. Úkraína gæti einnig náð 20 stigum en þyrfti þá að vinna Króatíu í lokaumferðinni. Ísland og Úkraína myndu þá enda jöfn í efsta sæti riðilsins og markahlutfall myndi ráða hvort liðið endaði ofar. Allar líkur eru á því að 20 stig í öðru sæti riðilsins myndu duga Íslandi eða Úkraínu til að ná einu af átta umspilssætunum. Við þann samanburð eru úrslitin gegn liðinu sem hafnar í neðst sæti riðilsins dregin frá heildarstigafjöldanum í samanburði við hin liðin í öðru sæti riðlanna. Sex stig myndu því dragast frá Íslandi og liðið enda með 14 stig í samanburðinum.Strákarnir okkar fagna.Vísir/EyþórDugar sigur á Kósóvó? Ef að Ísland tapar fyrir Tyrklandi þann 6. október er mjög líklegt að strákarnir okkar verði í fjórða sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Þá yrði erfitt að komast aftur upp í annað sætið með því að leggja Kósóvó að velli en Ísland þyrfti þá að treysta á sigur Króatíu í Úkraínu og að Tyrkland myndi ekki vinna í Finnlandi á sama tíma. Mikilvægi leiks Tyrklands og Íslands er af þeim sökum gríðarlegt. Ekki aðeins myndi eitt stig í þeim leik hjálpa Íslandi mjög mikið heldur einnig halda Tyrklandi tveimur stigum fyrir neðan Ísland í stigatöflunni. Enginn riðill er jafn spennandi og sá íslenski í undankeppni HM 2018 og hér er aðeins búið að fara yfir nokkra möguleika í stöðunni. Heimir Hallgrímsson og leikmenn landsliðsins ætla sjálfsagt aðeins að hugsa um að vinna sína leiki og vona að það sé nóg. Hér fyrir neðan má sjá stigafjölda liða í toppbaráttu I-riðils og hvaða leiki hvert lið á eftir.1. sæti: Króatía (16 stig)Markatala: 12-3 Leikir eftir: Króatía - Finnland Úkraína - Króatía2. sæti: Ísland (16 stig)Markatala: 11-7 Leikir eftir: Tyrkland - Ísland Ísland - Kósóvó3. sæti: Tyrkland (14 stig)Markatala: 12-8 Leikir eftir: Tyrkland - Ísland Finnland - Tyrkland4. sæti: Úkraína (14 stig)Markatala: 11-7 Leikir eftir: Kósóvó - Úkraína Úkraína - Króatía HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Laugardalsvöllur er sannkallað vígi | 1551 dagur án taps Ísland vann í gær sinn tólfta sigur í síðustu fimmtán leikjum sínum á Laugardalsvelli. 6. september 2017 09:30 Draumurinn um Rússland lifir Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli í gær varð til þess að Ísland vann magnaðan 2-0 sigur á Úkraínu. Strákarnir eru því komnir í bullandi baráttu á nýjan leik um sæti á HM. 6. september 2017 06:00 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Myndir frá sigrinum frábæra á Úkraínu Ísland jafnaði Króatíu að stigum á toppi I-riðils undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 23:15 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Ísland er í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 eftir 2-0 sigur á Úkraínu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Eftir sigurinn eru Ísland og Króatía jöfn á toppi riðilsins með sextán stig hvort þegar tvær umferðir eru eftir. Króatar hafa þó betri markatölu sem munar fimm mörkum. Íslenskt landslið hefur aldrei áður tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu en möguleikarnir að þessu sinni eru góðir. Sjá einnig: Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Sigurvegari hvers riðils kemst beint í lokakeppnina en átta af þeim níu liðum sem enda í öðru sæti síns riðils tryggja sér sæti í umspili sem fer fram í nóvember um laust sæti á HM. Ísland komst í slíkt umspil fyrir fjórum árum síðan og mátti þá sætta sig við tap gegn Króatíu, 2-0 samanlagt. Leikið var heima og að heiman.Ekki nóg að vinna báða leikina Ef að Ísland og Króatía halda stöðu sinni til loka riðlakeppninnar og verða jöfn að stigum í efsta sæti mun árangur í innbyrðisviðureignum ekki ráða því hvort liðið endi ofar. Það verður einfaldlega það lið sem er með betra markahlutfall og sem stendur eru Króatar með mun hagstæðari markatölu (12-3) en Ísland (11-7). Það er því líklegt að Ísland þurfi að vinna báða leiki sína sem eftir eru, gegn Tyrklandi á útivelli og Kósóvó heima, og treysta á að Króatía misstígi sig í öðrum sinna leikja (Finnland heima og Úkraína úti) til að strákarnir okkar vinni riðilinn og fari beint á HM í Rússlandi. Það eru fleiri möguleikar í stöðunni enda Tyrkland og Úkraína enn í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með fjórtán stig, tveimur á eftir Króatíu og Íslandi.Eins og sakir standa væri það Wales sem sæti eftir sem það lið í öðru sæti riðils síns sem væri með lakastan árangur. Í þessum samanburði eru úrslitin gegn liðinu í neðsta sæti dregin frá. Sigur Íslands í Kósóvó telur sem dæmi ekki.WikipediaMikilvægur leikur í Tyrklandi Líklegt er að fjögur stig dugi Íslandi til að komast í umspilið, en það er ekki öruggt að það sé nóg. Ef Ísland kemst í 20 stig munu Tyrkir ekki ná okkar mönnum að stigum, enda myndi það þýða að Ísland myndi annað hvort vinna eða gera jafntefli við Tyrkland í Eskisehir þann 6. október. Úkraína gæti einnig náð 20 stigum en þyrfti þá að vinna Króatíu í lokaumferðinni. Ísland og Úkraína myndu þá enda jöfn í efsta sæti riðilsins og markahlutfall myndi ráða hvort liðið endaði ofar. Allar líkur eru á því að 20 stig í öðru sæti riðilsins myndu duga Íslandi eða Úkraínu til að ná einu af átta umspilssætunum. Við þann samanburð eru úrslitin gegn liðinu sem hafnar í neðst sæti riðilsins dregin frá heildarstigafjöldanum í samanburði við hin liðin í öðru sæti riðlanna. Sex stig myndu því dragast frá Íslandi og liðið enda með 14 stig í samanburðinum.Strákarnir okkar fagna.Vísir/EyþórDugar sigur á Kósóvó? Ef að Ísland tapar fyrir Tyrklandi þann 6. október er mjög líklegt að strákarnir okkar verði í fjórða sæti riðilsins fyrir lokaumferðina. Þá yrði erfitt að komast aftur upp í annað sætið með því að leggja Kósóvó að velli en Ísland þyrfti þá að treysta á sigur Króatíu í Úkraínu og að Tyrkland myndi ekki vinna í Finnlandi á sama tíma. Mikilvægi leiks Tyrklands og Íslands er af þeim sökum gríðarlegt. Ekki aðeins myndi eitt stig í þeim leik hjálpa Íslandi mjög mikið heldur einnig halda Tyrklandi tveimur stigum fyrir neðan Ísland í stigatöflunni. Enginn riðill er jafn spennandi og sá íslenski í undankeppni HM 2018 og hér er aðeins búið að fara yfir nokkra möguleika í stöðunni. Heimir Hallgrímsson og leikmenn landsliðsins ætla sjálfsagt aðeins að hugsa um að vinna sína leiki og vona að það sé nóg. Hér fyrir neðan má sjá stigafjölda liða í toppbaráttu I-riðils og hvaða leiki hvert lið á eftir.1. sæti: Króatía (16 stig)Markatala: 12-3 Leikir eftir: Króatía - Finnland Úkraína - Króatía2. sæti: Ísland (16 stig)Markatala: 11-7 Leikir eftir: Tyrkland - Ísland Ísland - Kósóvó3. sæti: Tyrkland (14 stig)Markatala: 12-8 Leikir eftir: Tyrkland - Ísland Finnland - Tyrkland4. sæti: Úkraína (14 stig)Markatala: 11-7 Leikir eftir: Kósóvó - Úkraína Úkraína - Króatía
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Laugardalsvöllur er sannkallað vígi | 1551 dagur án taps Ísland vann í gær sinn tólfta sigur í síðustu fimmtán leikjum sínum á Laugardalsvelli. 6. september 2017 09:30 Draumurinn um Rússland lifir Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli í gær varð til þess að Ísland vann magnaðan 2-0 sigur á Úkraínu. Strákarnir eru því komnir í bullandi baráttu á nýjan leik um sæti á HM. 6. september 2017 06:00 Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42 Myndir frá sigrinum frábæra á Úkraínu Ísland jafnaði Króatíu að stigum á toppi I-riðils undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 23:15 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Laugardalsvöllur er sannkallað vígi | 1551 dagur án taps Ísland vann í gær sinn tólfta sigur í síðustu fimmtán leikjum sínum á Laugardalsvelli. 6. september 2017 09:30
Draumurinn um Rússland lifir Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá íslenska landsliðinu á Laugardalsvelli í gær varð til þess að Ísland vann magnaðan 2-0 sigur á Úkraínu. Strákarnir eru því komnir í bullandi baráttu á nýjan leik um sæti á HM. 6. september 2017 06:00
Farseðill til Rússlands yrði mesta afrek í knattspyrnusögu Íslands Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson var í skýjunum með karakter strákanna okkar eftir áfallið í Finnlandi. 5. september 2017 21:42
Myndir frá sigrinum frábæra á Úkraínu Ísland jafnaði Króatíu að stigum á toppi I-riðils undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 23:15