Barbúda sögð gjöreyðilögð eftir Irmu Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 21:23 Gervihnattamynd sýnir stöðu Irmu austur af Dóminíska lýðveldinu og Haítí kl. rúmlega 18 að íslenskum tíma í dag. Vísir/AFP Meira en 90% bygginga á eyjunni Barbúda á mörkum Karíba- og Atlantshafs eyðilögðust þegar fellibylurinn Irma gekk þar á land í gærkvöldi.The Guardian hefur þetta eftir Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem heimsótti síðarnefndu eyjuna í dag. Um 1.500 íbúar eyjarinnar voru algerlega sambandslausir við umheiminn í meira en hálfan sólahring eftir að eyjan lenti í miðju fellibyljarins. Browne segir að einn hafi farist á Barbúda. Í símtali þaðan endurtók hann ítrekað að eyðileggingin á eyjunni væri alger, að sögn The Guardian. Veðurstofa Bandaríkjanna segir að Irma sé nú tæpum 90 kílómetrum austnorðaustan af San Juan á Púertó Ríkó. Vindstyrkur fellibyljarins er enn gríðarlegur, að því er kemur fram hjá Reuters-fréttastofunni. Þegar Irma gekk á land í Karíbahafi í dag náði hún í annað sæti á lista yfir öflugustu fellibylji sem hafa gengið á land á jörðinni frá því að athuganir hófust, jöfn tveimur öðrum byljum. Hún er fimmta stigs fellibylur. Það er hæsta stig fellibylja samkvæmt algengustu skilgreiningu veðurfræðinga.With multiple Caribbean landfalls today, Hurricane #Irma is now tied for the 2nd-strongest landfall in recorded history, anywhere on Earth. pic.twitter.com/4CSOMGQIbD— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 6, 2017 Antígva og Barbúda Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Meira en 90% bygginga á eyjunni Barbúda á mörkum Karíba- og Atlantshafs eyðilögðust þegar fellibylurinn Irma gekk þar á land í gærkvöldi.The Guardian hefur þetta eftir Gaston Browne, forsætisráðherra Antígva og Barbúda, sem heimsótti síðarnefndu eyjuna í dag. Um 1.500 íbúar eyjarinnar voru algerlega sambandslausir við umheiminn í meira en hálfan sólahring eftir að eyjan lenti í miðju fellibyljarins. Browne segir að einn hafi farist á Barbúda. Í símtali þaðan endurtók hann ítrekað að eyðileggingin á eyjunni væri alger, að sögn The Guardian. Veðurstofa Bandaríkjanna segir að Irma sé nú tæpum 90 kílómetrum austnorðaustan af San Juan á Púertó Ríkó. Vindstyrkur fellibyljarins er enn gríðarlegur, að því er kemur fram hjá Reuters-fréttastofunni. Þegar Irma gekk á land í Karíbahafi í dag náði hún í annað sæti á lista yfir öflugustu fellibylji sem hafa gengið á land á jörðinni frá því að athuganir hófust, jöfn tveimur öðrum byljum. Hún er fimmta stigs fellibylur. Það er hæsta stig fellibylja samkvæmt algengustu skilgreiningu veðurfræðinga.With multiple Caribbean landfalls today, Hurricane #Irma is now tied for the 2nd-strongest landfall in recorded history, anywhere on Earth. pic.twitter.com/4CSOMGQIbD— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 6, 2017
Antígva og Barbúda Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15 Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02 Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Kjöraðstæður fyrir fellibylji Með hlýnandi loftslagi munu fellibylir verða stærri og kröftugri. 6. september 2017 17:15
Irma hefur þegar valdið miklum skaða Gérard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir fjögur sterkbyggðustu byggingar eyjunnar Saint Martin vera eyðilagðar. 6. september 2017 13:02
Irma öflugasti fellibylurinn sem mælst hefur á Atlantshafi Varað við því að Irma geti valdið gríðarlega mikilli eyðileggingu en um 5. stigs fellibyl er að ræða. Ekki er til 6. stig af fellibyl. 6. september 2017 08:49