Vilja takmarka fjölda hótela í 101: „Ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 12:08 Hótelum og gististöðum hefur fjölgað í takt við fjölgun erlendra ferðamanna. Íbúasamtök í borginni vilja takmarka fjölda hótela í miðbænum en myndin sýnir reit við Lækjargötu þar sem hótel á vegum Íslandshótela mun rísa. vísir/andri marinó Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. Íbúarnir vilja setja kvóta á fjölda hótela og gististaða í 101 og takmarka hann þannig en eins og staðan er í dag er aðeins kvóti á afmörkuðu svæði í Kvosinni. „Við viðjum bara sjá kvóta fyrir allan miðbæinn, það er 101, og svo viljum við að ákvæði um að það að það megi vera hótel við allar aðalgötur verði tekið burt fyrir 101,“ sagði Birgir Þröstur Jóhannsson, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar, í umfjöllun um þessi mál í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sem dæmi um aðalgötur tók hann Túngötu, Ægisgötu og Mýrargötu.Fækkun íbúa breyting til hins verra Ragnhildur Zoëga, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar, sagði fækkun íbúa í miðbænum vera breytingu til hins verra og að hótel og AirBnb-íbúðir spili inn í þá fækkun. „Þegar það fækkar um 300 íbúa á milli ára þá er það ansi há tala. Íbúar á Grettisgötu, þar sem annað hvert hús er AirBnb eða hótel, hafa til dæmis kvartað. Þetta er náttúrulega ekkert sérstaklega skemmtilegt og nágrannasamfélög verða skrýtin,“ sagði Ragnhildur. Birgir tók undir þetta og sagði andrúmsloftið hafa breyst og þá sérstaklega fyrir þá sem eru ekki lengur með nágranna. „Það er ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku. Maður vill kynnast fólki, mynda sambönd. Það er það sem er áhugavert við að búa í þéttbýli. Fjölbreytnin er skemmtilegt og ferðamenn eru partur af fjölbreytninni en umhverfið má ekki verða einsleitt.“ Nálgast má frekari upplýsingar um framtakið á Facebook-síðunni No More Hotels in 101. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. Íbúarnir vilja setja kvóta á fjölda hótela og gististaða í 101 og takmarka hann þannig en eins og staðan er í dag er aðeins kvóti á afmörkuðu svæði í Kvosinni. „Við viðjum bara sjá kvóta fyrir allan miðbæinn, það er 101, og svo viljum við að ákvæði um að það að það megi vera hótel við allar aðalgötur verði tekið burt fyrir 101,“ sagði Birgir Þröstur Jóhannsson, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar, í umfjöllun um þessi mál í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sem dæmi um aðalgötur tók hann Túngötu, Ægisgötu og Mýrargötu.Fækkun íbúa breyting til hins verra Ragnhildur Zoëga, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar, sagði fækkun íbúa í miðbænum vera breytingu til hins verra og að hótel og AirBnb-íbúðir spili inn í þá fækkun. „Þegar það fækkar um 300 íbúa á milli ára þá er það ansi há tala. Íbúar á Grettisgötu, þar sem annað hvert hús er AirBnb eða hótel, hafa til dæmis kvartað. Þetta er náttúrulega ekkert sérstaklega skemmtilegt og nágrannasamfélög verða skrýtin,“ sagði Ragnhildur. Birgir tók undir þetta og sagði andrúmsloftið hafa breyst og þá sérstaklega fyrir þá sem eru ekki lengur með nágranna. „Það er ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku. Maður vill kynnast fólki, mynda sambönd. Það er það sem er áhugavert við að búa í þéttbýli. Fjölbreytnin er skemmtilegt og ferðamenn eru partur af fjölbreytninni en umhverfið má ekki verða einsleitt.“ Nálgast má frekari upplýsingar um framtakið á Facebook-síðunni No More Hotels in 101.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01