Erfitt að þrífa veggjakrotið af Akureyrarkirkju vegna skeljasandsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2017 19:15 Sérstakur skeljasandur er utan á kirkjunni sem erfitt er að þrífa án þess að eyðileggja yfirborðið. mynd/svavar alfreð jónsson Þrif á skemmdarverkum sem unnin voru á Akureyrarkirkju síðastliðna nótt ganga hægt að sögn Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests í kirkjunni. Ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. „Kirkjan er húðuð með skeljasandi og það þarf alveg sérstaka meðferð til þess að ná þessu af, því ef þú hreinsar svona sand að þá tekuru sandinn af, þannig að blettur verður eftir“ segir Svavar en hann segir jafnframt að leit sé hafin að viðeigandi aðferð til að þrífa veggi kirkjunnar. „Það er verið að prófa sig áfram, til að sjá hvaða efni er hægt að nota. Það er ekki hægt að mála yfir þessa sérstöku húð utan á kirkjunni“ segir Svavar en margir, hvaðanæva af landinu hafa boðist til þess að aðstoða við þrif á kirkjunni. „Mikið af fólki bæði að sunnan og héðan úr bænum hefur haft samband við okkur og boðið fram krafta sína og telur sig vera með réttu hreinsiefnin og aðferðirnar til að ná þessu af, svo að hlýhuginn vantar ekki“ en að sögn Svavars hefur starfsemi kirkjunnar ekki raskast vegna skemmdarverkanna og fór útför fram í dag með eðlilegum hætti. „Við höldum okkar striki og látum þetta ekki raska starfinu í kirkjunni“ segir Svavar en starfsemi kirkjunnar mun verða óbreytt næstu daga. Svavar efast um að búið verði að hreinsa kirkjuna á morgun vegna þess hve viðkvæm húðin utan á kirkjunni er og er ekki viss hvenær hreinsun verður lokið. Að sögn lögreglunnar á Akureyri í kvöld er rannsókn málsins enn á frumstigi en spreyjað var á þrjár aðrar kirkjur í bænum síðastliðna nótt og skoðar lögreglan nú ábendingar sem henni hefur borist sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Ekki í fyrsta skipti sem spreyjað er á kirkjuna. 4. janúar 2017 09:27 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þrif á skemmdarverkum sem unnin voru á Akureyrarkirkju síðastliðna nótt ganga hægt að sögn Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests í kirkjunni. Ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. „Kirkjan er húðuð með skeljasandi og það þarf alveg sérstaka meðferð til þess að ná þessu af, því ef þú hreinsar svona sand að þá tekuru sandinn af, þannig að blettur verður eftir“ segir Svavar en hann segir jafnframt að leit sé hafin að viðeigandi aðferð til að þrífa veggi kirkjunnar. „Það er verið að prófa sig áfram, til að sjá hvaða efni er hægt að nota. Það er ekki hægt að mála yfir þessa sérstöku húð utan á kirkjunni“ segir Svavar en margir, hvaðanæva af landinu hafa boðist til þess að aðstoða við þrif á kirkjunni. „Mikið af fólki bæði að sunnan og héðan úr bænum hefur haft samband við okkur og boðið fram krafta sína og telur sig vera með réttu hreinsiefnin og aðferðirnar til að ná þessu af, svo að hlýhuginn vantar ekki“ en að sögn Svavars hefur starfsemi kirkjunnar ekki raskast vegna skemmdarverkanna og fór útför fram í dag með eðlilegum hætti. „Við höldum okkar striki og látum þetta ekki raska starfinu í kirkjunni“ segir Svavar en starfsemi kirkjunnar mun verða óbreytt næstu daga. Svavar efast um að búið verði að hreinsa kirkjuna á morgun vegna þess hve viðkvæm húðin utan á kirkjunni er og er ekki viss hvenær hreinsun verður lokið. Að sögn lögreglunnar á Akureyri í kvöld er rannsókn málsins enn á frumstigi en spreyjað var á þrjár aðrar kirkjur í bænum síðastliðna nótt og skoðar lögreglan nú ábendingar sem henni hefur borist sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum.
Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Ekki í fyrsta skipti sem spreyjað er á kirkjuna. 4. janúar 2017 09:27 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37
Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Ekki í fyrsta skipti sem spreyjað er á kirkjuna. 4. janúar 2017 09:27