Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 09:27 Það er ófögur sjón sem blasir við við Akureyrarkirkju nú. mynd/svavar alfreð jónsson Skemmdarverk voru unnin á Akureyrarkirkju, og þremur kirkjum til viðbótar í bænum, í nótt þegar ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. Svavar Alfreð Jónsson, prestur í kirkjunni, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk séu unnin á kirkjunni en hann birti myndir á Facebook-síðu sinni af skemmdarverkunum í morgun. Það alvarlegasta var þegar reynt var að kveikja í henni en þá hefur einnig verið spreyjað á kirkjuna og kirkjuhurðina og skorið í hana. Svavar segir þó að aldrei hafi verið svo miklu spreyjað á kirkjuna. „Við prestararnir vorum bara látin vita af þessu í morgun þegar fólk sem var á leið til vinnu fór hérna um. Auðvitað verður manni illa við þegar fólk sýnir þessu svona mikla óvirðingu en maður veit auðvitað ekkert hvað býr þarna að baki,“ segir Svavar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Kveikt í hurðinni á Akureyrarkirkju Klukkan hálftvö í dag er útför frá kirkjunni og segir Svavar að kirkjuvörðurinn sé strax byrjaður að finna út hvernig hægt sé að þrífa spreyið af í tæka tíð. Búið er að tilkynna málið til lögreglu sem þarf þó líklegast að koma á staðinn fyrst og skoða vettvang sem og tryggingafélagið. Aðspurður segir Svavar að ekki séu eftirlitsmyndavélar alveg við kirkjuna. „Þær eru í raun og veru ekki alveg beint við kirkjuna en það eru víða eftirlitsmyndavélar þarna í nágrenninu,“ segir Svavar. Því er ekki útilokað að eitthvað verði hægt að kanna efni úr þeim til að komast að því hverjir voru þarna að verki.Frétt uppfærð klukkan 10:59 Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á Akureyrarkirkju, og þremur kirkjum til viðbótar í bænum, í nótt þegar ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. Svavar Alfreð Jónsson, prestur í kirkjunni, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk séu unnin á kirkjunni en hann birti myndir á Facebook-síðu sinni af skemmdarverkunum í morgun. Það alvarlegasta var þegar reynt var að kveikja í henni en þá hefur einnig verið spreyjað á kirkjuna og kirkjuhurðina og skorið í hana. Svavar segir þó að aldrei hafi verið svo miklu spreyjað á kirkjuna. „Við prestararnir vorum bara látin vita af þessu í morgun þegar fólk sem var á leið til vinnu fór hérna um. Auðvitað verður manni illa við þegar fólk sýnir þessu svona mikla óvirðingu en maður veit auðvitað ekkert hvað býr þarna að baki,“ segir Svavar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Kveikt í hurðinni á Akureyrarkirkju Klukkan hálftvö í dag er útför frá kirkjunni og segir Svavar að kirkjuvörðurinn sé strax byrjaður að finna út hvernig hægt sé að þrífa spreyið af í tæka tíð. Búið er að tilkynna málið til lögreglu sem þarf þó líklegast að koma á staðinn fyrst og skoða vettvang sem og tryggingafélagið. Aðspurður segir Svavar að ekki séu eftirlitsmyndavélar alveg við kirkjuna. „Þær eru í raun og veru ekki alveg beint við kirkjuna en það eru víða eftirlitsmyndavélar þarna í nágrenninu,“ segir Svavar. Því er ekki útilokað að eitthvað verði hægt að kanna efni úr þeim til að komast að því hverjir voru þarna að verki.Frétt uppfærð klukkan 10:59
Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37
Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19