Skemmdarverk unnin á Akureyrarkirkju í skjóli nætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 09:27 Það er ófögur sjón sem blasir við við Akureyrarkirkju nú. mynd/svavar alfreð jónsson Skemmdarverk voru unnin á Akureyrarkirkju, og þremur kirkjum til viðbótar í bænum, í nótt þegar ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. Svavar Alfreð Jónsson, prestur í kirkjunni, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk séu unnin á kirkjunni en hann birti myndir á Facebook-síðu sinni af skemmdarverkunum í morgun. Það alvarlegasta var þegar reynt var að kveikja í henni en þá hefur einnig verið spreyjað á kirkjuna og kirkjuhurðina og skorið í hana. Svavar segir þó að aldrei hafi verið svo miklu spreyjað á kirkjuna. „Við prestararnir vorum bara látin vita af þessu í morgun þegar fólk sem var á leið til vinnu fór hérna um. Auðvitað verður manni illa við þegar fólk sýnir þessu svona mikla óvirðingu en maður veit auðvitað ekkert hvað býr þarna að baki,“ segir Svavar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Kveikt í hurðinni á Akureyrarkirkju Klukkan hálftvö í dag er útför frá kirkjunni og segir Svavar að kirkjuvörðurinn sé strax byrjaður að finna út hvernig hægt sé að þrífa spreyið af í tæka tíð. Búið er að tilkynna málið til lögreglu sem þarf þó líklegast að koma á staðinn fyrst og skoða vettvang sem og tryggingafélagið. Aðspurður segir Svavar að ekki séu eftirlitsmyndavélar alveg við kirkjuna. „Þær eru í raun og veru ekki alveg beint við kirkjuna en það eru víða eftirlitsmyndavélar þarna í nágrenninu,“ segir Svavar. Því er ekki útilokað að eitthvað verði hægt að kanna efni úr þeim til að komast að því hverjir voru þarna að verki.Frétt uppfærð klukkan 10:59 Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á Akureyrarkirkju, og þremur kirkjum til viðbótar í bænum, í nótt þegar ókvæðisorð voru spreyjuð á framhlið og suðurhlið kirkjunnar. Svavar Alfreð Jónsson, prestur í kirkjunni, segir þetta ekki í fyrsta skipti sem skemmdarverk séu unnin á kirkjunni en hann birti myndir á Facebook-síðu sinni af skemmdarverkunum í morgun. Það alvarlegasta var þegar reynt var að kveikja í henni en þá hefur einnig verið spreyjað á kirkjuna og kirkjuhurðina og skorið í hana. Svavar segir þó að aldrei hafi verið svo miklu spreyjað á kirkjuna. „Við prestararnir vorum bara látin vita af þessu í morgun þegar fólk sem var á leið til vinnu fór hérna um. Auðvitað verður manni illa við þegar fólk sýnir þessu svona mikla óvirðingu en maður veit auðvitað ekkert hvað býr þarna að baki,“ segir Svavar í samtali við Vísi.Sjá einnig:Kveikt í hurðinni á Akureyrarkirkju Klukkan hálftvö í dag er útför frá kirkjunni og segir Svavar að kirkjuvörðurinn sé strax byrjaður að finna út hvernig hægt sé að þrífa spreyið af í tæka tíð. Búið er að tilkynna málið til lögreglu sem þarf þó líklegast að koma á staðinn fyrst og skoða vettvang sem og tryggingafélagið. Aðspurður segir Svavar að ekki séu eftirlitsmyndavélar alveg við kirkjuna. „Þær eru í raun og veru ekki alveg beint við kirkjuna en það eru víða eftirlitsmyndavélar þarna í nágrenninu,“ segir Svavar. Því er ekki útilokað að eitthvað verði hægt að kanna efni úr þeim til að komast að því hverjir voru þarna að verki.Frétt uppfærð klukkan 10:59
Tengdar fréttir Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37 Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira
Spreyjað á þrjár kirkjur til viðbótar á Akureyri Ekki aðeins var spreyjað á Akureyrarkirkju heldur einnig á Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjuna og Hvítasunnukirkjuna. 4. janúar 2017 10:37
Á erfitt með að setja sig í spor þeirra sem kveiktu í Sóknarprestur í Akureyrarkirkju segir að sennilega sé hurð kirkjunnar ónýt eftir íkveikju í nótt. 17. apríl 2014 13:19