Skýrsla Hannesar Hólmsteins kynnt í október Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. júní 2017 11:00 Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna. vísir/stefán Skýrsla Hannesar Hólmsteins, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 verður kynnt 8. október. Að sögn forstöðumanns Félagsvísindastofnunnar, Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, er skýrslan í yfirlestri. „Hann sagði við mig fyrir stuttu síðan að þetta væri komið í yfirlestur. Hann er búinn að gefa fólki kost á því að gera athugasemdir,“ segir Guðbjörg í samtali við Vísi.Kostnaðurinn sá sami Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Skýrslan er unnin fyrir fjármálaráðuneytið sem gerði samning við Félagsvísindastofnun um gerð skýrslunnar. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna.Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður félagsvísindastofnunar.Háskóli Íslands„Það er von á skýrslunni bráðlega. Ólíkt ýmsum skýrslum, sem rannsóknarnefndir Alþingis tóku að sér, eru greiðslur ekki breytilegar, svo að töfin á skilum hefur ekki valdið neinum aukakostnaði. Skýrslan mun kosta 10 millj. kr. eins og samið var um. Ég hef ekki fengið neitt greitt fyrir skýrsluna og mun ekki fá, heldur Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands,“ segir Hannes í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Guðbjörg Andrea segir að greiðslur fyrir skýrsluna renni til Rannsóknarseturs í stjórnmálum og efnahagsmálum sem heyri undir Félagsvísindastofnun. Að sögn Guðbjargar eru fleiri að vinna að þessu verkefni með Hannesi og nefnir meðal annars Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEiríkur segir að hann sé ekki að vinna að skýrslunni sjálfri heldur að annarri skýrslu um Icesave deiluna, sem tengist verkefninu að því leyti að verið sé að skoða erlend áhrif á hrunið.Skýrsla Eiríks hefur verið birt og í henni kemur fram að hún hafi verið styrkt af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í gegnum rannsóknarverkefni um erlend áhrif bankahrunsins. Eiríkur býst við því að Hannes muni nýta skýrsluna um Icesave sem heimild í sinni skýrslu. Facebookfærsla Hannesar þar sem hann tekur fram að fyrirlesturinn sé byggður á skýrslu sem hann vann um norrænu leiðirnar sem sé byggð á skýrslu hans um hrunið.SkjáskotKynnir niðurstöður á ráðstefnum Hannes tók þátt í ráðstefnu í apríl á Havaí á vegum Sambands um einkarekstur í skólakerfinu (The Association of Private Enterprise Education ) og fjallaði þar um norræna kerfið og velgengni þess. Hannes greindi frá því í færslu á Facebook í febrúar að fyrirlesturinn væri að mestu leyti saminn upp úr skýrslu hans fyrir fjármálaráðuneytið. Hann staðfestir þó að hann haldi reglulega kynningar á rannsókninni erlendis. Í skriflegu svari segist Hannes ekki hafa fjallað sérstaklega um niðurstöður skýrslunnar á þeirri ráðstefnu. „En ég hef kynnt margar niðurstöður mínar í rannsókninni á bankahruninu á öðrum ráðstefnum erlendis og hérlendis. Til dæmis kynnti ég nokkrar niðurstöður á ráðstefnu í Búdapest að viðstöddum fyrrv. fjármálaráðherra Bretlands, Lamont lávarði, og baðst hann afsökunar á beitingu hryðjuverkalaganna,“ segir Hannes. Hann bendir jafnframt á að hægt sé að nálgast fyrirlestra hans inn á heimasíðu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt. Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Skýrsla Hannesar Hólmsteins, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 verður kynnt 8. október. Að sögn forstöðumanns Félagsvísindastofnunnar, Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, er skýrslan í yfirlestri. „Hann sagði við mig fyrir stuttu síðan að þetta væri komið í yfirlestur. Hann er búinn að gefa fólki kost á því að gera athugasemdir,“ segir Guðbjörg í samtali við Vísi.Kostnaðurinn sá sami Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Skýrslan er unnin fyrir fjármálaráðuneytið sem gerði samning við Félagsvísindastofnun um gerð skýrslunnar. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna.Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður félagsvísindastofnunar.Háskóli Íslands„Það er von á skýrslunni bráðlega. Ólíkt ýmsum skýrslum, sem rannsóknarnefndir Alþingis tóku að sér, eru greiðslur ekki breytilegar, svo að töfin á skilum hefur ekki valdið neinum aukakostnaði. Skýrslan mun kosta 10 millj. kr. eins og samið var um. Ég hef ekki fengið neitt greitt fyrir skýrsluna og mun ekki fá, heldur Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands,“ segir Hannes í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Guðbjörg Andrea segir að greiðslur fyrir skýrsluna renni til Rannsóknarseturs í stjórnmálum og efnahagsmálum sem heyri undir Félagsvísindastofnun. Að sögn Guðbjargar eru fleiri að vinna að þessu verkefni með Hannesi og nefnir meðal annars Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEiríkur segir að hann sé ekki að vinna að skýrslunni sjálfri heldur að annarri skýrslu um Icesave deiluna, sem tengist verkefninu að því leyti að verið sé að skoða erlend áhrif á hrunið.Skýrsla Eiríks hefur verið birt og í henni kemur fram að hún hafi verið styrkt af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í gegnum rannsóknarverkefni um erlend áhrif bankahrunsins. Eiríkur býst við því að Hannes muni nýta skýrsluna um Icesave sem heimild í sinni skýrslu. Facebookfærsla Hannesar þar sem hann tekur fram að fyrirlesturinn sé byggður á skýrslu sem hann vann um norrænu leiðirnar sem sé byggð á skýrslu hans um hrunið.SkjáskotKynnir niðurstöður á ráðstefnum Hannes tók þátt í ráðstefnu í apríl á Havaí á vegum Sambands um einkarekstur í skólakerfinu (The Association of Private Enterprise Education ) og fjallaði þar um norræna kerfið og velgengni þess. Hannes greindi frá því í færslu á Facebook í febrúar að fyrirlesturinn væri að mestu leyti saminn upp úr skýrslu hans fyrir fjármálaráðuneytið. Hann staðfestir þó að hann haldi reglulega kynningar á rannsókninni erlendis. Í skriflegu svari segist Hannes ekki hafa fjallað sérstaklega um niðurstöður skýrslunnar á þeirri ráðstefnu. „En ég hef kynnt margar niðurstöður mínar í rannsókninni á bankahruninu á öðrum ráðstefnum erlendis og hérlendis. Til dæmis kynnti ég nokkrar niðurstöður á ráðstefnu í Búdapest að viðstöddum fyrrv. fjármálaráðherra Bretlands, Lamont lávarði, og baðst hann afsökunar á beitingu hryðjuverkalaganna,“ segir Hannes. Hann bendir jafnframt á að hægt sé að nálgast fyrirlestra hans inn á heimasíðu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt.
Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00
Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00