Andstæðingar í stjórnmálum sameinast í efa um rafrettumál Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Áslaug Arna segir það valda sér vonbrigðum að nota eigi boð og bönn í stað forvarna. Vísir/Anton Brink „Finnst ráðherra þetta vera meðalhóf og eðlilegt frumvarp miðað við þær litlu rannsóknar sem liggja fyrir á skaðsemi þessara rafsígaretta? Og ef þetta er meðalhóf, væri þá ekki meðalhóf að veiða rjúpu með sprengju?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata sameinuðust í andstöðu við frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafsígarettur. „Það olli mér töluverðum vonbrigðum að sjá frumvarpið, að við séum enn og aftur að líta til boða, takmarkana og banna í stað forvarna. Og að það sé komið frumvarp um eitthvað tól sem ég taldi ekki skaðlegt,“ sagði Áslaug Arna jafnframt. Hildur Sverrisdóttir, flokksystir hennar, tók undir gagnrýni hennar. „Mer finnst mjög dapurlegt að það eigi að fella lög um rafrettur undir tóbaksvarnalög,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og spurði Óttar hvort hann væri opinn fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann benti á að frumvarpið hefði sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá neytendum. Gunnar I. Guðmundsson, flokksbróðir Birgittu, gagnrýndi frumvarpið líka. „Væri ekki sniðugt að búa til sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki vera með sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað,“ sagði hann. „Mínar megináhyggjur eru þær að okkar besta þekking í dag bendir til að þessar vörur séu þrátt fyrir allt talsvert hollari en þær vörur sem menn neyta í dag, sem eru venjulegar sígarettur. Þannig að jafnvel þótt neysla á nikótíni myndi eitthvað aukast þá væru heildaráhrifin hugsanlega jákvæð ef svo mætti orða,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, lýsti líka efasemdum sínum um frumvarp Óttars frænda síns. „Ég held að það sé rétt að það sé hætta á því að það að setja rafrettur undir sama hatt og tóbak verði til þess að færri nýti sér þær sem leið til að hætta að reykja. Ég held að það sé hætta á því,“ sagði Kolbeinn. Óttarr sagðist telja að meðalhófs væri gætt í frumvarpinu en telur eðlilegt að breytingar séu gerðar á því í meðferð þingsins. „Það færi vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu sem myndi þá kannski hafa áhrif á afstöðu mína til þeirra breytinga. En ég legg frumvarpið fram í lýðheilsulegum tilgangi og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð,“ sagði hann. Sömu reglur og gilda um tóbak Með frumvarpi um rafsígarettur er lagt til að sömu reglur gildi varðandi sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og gilda um tóbak. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að merkingar verði á umbúðum rafsígaretta. Frumvarpið er liður í innleiðingu á tilskipun um framleiðslu kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, en vinnan við innleiðinguna hefur staðið yfir í velferðarráðuneyti frá árinu 2014.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Finnst ráðherra þetta vera meðalhóf og eðlilegt frumvarp miðað við þær litlu rannsóknar sem liggja fyrir á skaðsemi þessara rafsígaretta? Og ef þetta er meðalhóf, væri þá ekki meðalhóf að veiða rjúpu með sprengju?“ spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata sameinuðust í andstöðu við frumvarp Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um rafsígarettur. „Það olli mér töluverðum vonbrigðum að sjá frumvarpið, að við séum enn og aftur að líta til boða, takmarkana og banna í stað forvarna. Og að það sé komið frumvarp um eitthvað tól sem ég taldi ekki skaðlegt,“ sagði Áslaug Arna jafnframt. Hildur Sverrisdóttir, flokksystir hennar, tók undir gagnrýni hennar. „Mer finnst mjög dapurlegt að það eigi að fella lög um rafrettur undir tóbaksvarnalög,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, og spurði Óttar hvort hann væri opinn fyrir breytingum á frumvarpinu. Hann benti á að frumvarpið hefði sætt mikilli gagnrýni, ekki síst frá neytendum. Gunnar I. Guðmundsson, flokksbróðir Birgittu, gagnrýndi frumvarpið líka. „Væri ekki sniðugt að búa til sérlög um rafsígarettur þar sem þetta eru aðskildir hlutir og við viljum ekki vera með sérverslanir sem eru með tóbak og rafsígarettur á sama stað,“ sagði hann. „Mínar megináhyggjur eru þær að okkar besta þekking í dag bendir til að þessar vörur séu þrátt fyrir allt talsvert hollari en þær vörur sem menn neyta í dag, sem eru venjulegar sígarettur. Þannig að jafnvel þótt neysla á nikótíni myndi eitthvað aukast þá væru heildaráhrifin hugsanlega jákvæð ef svo mætti orða,“ sagði Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, lýsti líka efasemdum sínum um frumvarp Óttars frænda síns. „Ég held að það sé rétt að það sé hætta á því að það að setja rafrettur undir sama hatt og tóbak verði til þess að færri nýti sér þær sem leið til að hætta að reykja. Ég held að það sé hætta á því,“ sagði Kolbeinn. Óttarr sagðist telja að meðalhófs væri gætt í frumvarpinu en telur eðlilegt að breytingar séu gerðar á því í meðferð þingsins. „Það færi vitaskuld eftir því hvaða breytingar það væru á frumvarpinu sem myndi þá kannski hafa áhrif á afstöðu mína til þeirra breytinga. En ég legg frumvarpið fram í lýðheilsulegum tilgangi og kalla eftir því að það fái þinglega meðferð,“ sagði hann. Sömu reglur og gilda um tóbak Með frumvarpi um rafsígarettur er lagt til að sömu reglur gildi varðandi sölu og markaðssetningu á rafsígarettum og gilda um tóbak. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að merkingar verði á umbúðum rafsígaretta. Frumvarpið er liður í innleiðingu á tilskipun um framleiðslu kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum, en vinnan við innleiðinguna hefur staðið yfir í velferðarráðuneyti frá árinu 2014.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira