Spurði hvort Björt framtíð ætlaði að láta handjárna sig í fjármálaáætlun nýfrjálshyggjunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2017 16:00 Óttarr Proppé og Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrri spurningin sneri að áformu Klíníkurinnar og mismunandi túlkana landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort fyrirtækið þyrfti starfsleyfi frá ráðherra til að reka fimm daga legudeild. Spurði Steingrímur ráðherrann hvort þessar mismunandi túlkanir hefðu einhverju breytt varðandi það „sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði legudeild til allt að fimm daga og farið út í skurðaðgerðir, það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint.“ Óttarr svaraði því til að það hefði ekki orðin nein breyting á ákvörðun hans varðandi það að það stæði ekki til að fela Sjúkratryggingum að gera sérstakan samning við Klíníkina. „Háttvirtur þingmaður gerir að umræðuefni ágreining eða mismunandi lagatúlkun ráðuneytisins annars vegar og landlæknis hins vegar og það er skýrt gagnvart ráðuneytinu að það starfar samkvæmt lögum. [...] Sérfræðingar ráðuneytisins túlka það sem svo eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2007 þar sem var tekið út af háttvirtu Alþingi krafa um það að ráðherra eða ráðuneyti veitti sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnunum að þá sé það ekki í raun og veru ekki gert ráð fyrir því að það sé veitt sérstakt starfsleyfi. Mér þykir það bagalegt, það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram að þróast þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu hvort það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða að lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði heilbrigðisráðherra. Seinni spurning Steingríms sneri svo að því sem hann sagði vera útreið þeirra málaflokka sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ára, það er heilbrigðismál og umhverfismál. „Því miður er það svo að þegar rýnt er betur í tölur um áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála þá eru þær að uppstöðu til hvað aukningu varðar beint í stofnkostnað byggingu nýs Landspítala og önnur sérgreind verkefni þannig að þegar það er frádregið stendur væntanlega eftir niðurskurður upp á milljarða í rekstur. Svipaða sögu er að segja af umhverfisráðuneytinu sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn [...] Seinni spurningin er því: Ætlar Björt framtíð að láta bjóða sér þetta? Ætlar hún að láta handjárna sig inn í þessari nýfrjálshyggju-fjármáláætlun til næstu fimm ára?“ spurði Steingrímur. Óttarr svaraði því til að Björt framtíð væri hluti af ríkisstjórninni. „Við styðjum aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, við erum þátttakendur í ríkisstjórn til þess að taka ábyrgð í íslensku samfélagi.“ Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrri spurningin sneri að áformu Klíníkurinnar og mismunandi túlkana landlæknis og heilbrigðisráðuneytisins á lögum um heilbrigðisþjónustu varðandi það hvort fyrirtækið þyrfti starfsleyfi frá ráðherra til að reka fimm daga legudeild. Spurði Steingrímur ráðherrann hvort þessar mismunandi túlkanir hefðu einhverju breytt varðandi það „sem hæstvirtur ráðherra gaf út hér á dögunum að ráðuneytið muni ekki heimila Sjúkratryggingum að gera samning við einkasjúkrahúsið um kaup á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Það er að segja ekki gera samning um að þar verði legudeild til allt að fimm daga og farið út í skurðaðgerðir, það er mjög mikilvægt að fá þetta á hreint.“ Óttarr svaraði því til að það hefði ekki orðin nein breyting á ákvörðun hans varðandi það að það stæði ekki til að fela Sjúkratryggingum að gera sérstakan samning við Klíníkina. „Háttvirtur þingmaður gerir að umræðuefni ágreining eða mismunandi lagatúlkun ráðuneytisins annars vegar og landlæknis hins vegar og það er skýrt gagnvart ráðuneytinu að það starfar samkvæmt lögum. [...] Sérfræðingar ráðuneytisins túlka það sem svo eftir breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu árið 2007 þar sem var tekið út af háttvirtu Alþingi krafa um það að ráðherra eða ráðuneyti veitti sérstakt starfsleyfi fyrir sjúkrastofnunum að þá sé það ekki í raun og veru ekki gert ráð fyrir því að það sé veitt sérstakt starfsleyfi. Mér þykir það bagalegt, það er ekki í takt við það hvernig ég vil sjá íslenska heilbrigðisþjónustu þróast eða halda áfram að þróast þannig að ég er að undirbúa að setja af stað vinnu í ráðuneytinu hvort það þurfi að beita sér fyrir því að lögum verði breytt eða að lög verði skýrð þegar að þessu kemur,“ sagði heilbrigðisráðherra. Seinni spurning Steingríms sneri svo að því sem hann sagði vera útreið þeirra málaflokka sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn í nýrri fjármálaáætlun til næstu fimm ára, það er heilbrigðismál og umhverfismál. „Því miður er það svo að þegar rýnt er betur í tölur um áætlanir um fjárveitingar til heilbrigðismála þá eru þær að uppstöðu til hvað aukningu varðar beint í stofnkostnað byggingu nýs Landspítala og önnur sérgreind verkefni þannig að þegar það er frádregið stendur væntanlega eftir niðurskurður upp á milljarða í rekstur. Svipaða sögu er að segja af umhverfisráðuneytinu sem Björt framtíð fer með í ríkisstjórn [...] Seinni spurningin er því: Ætlar Björt framtíð að láta bjóða sér þetta? Ætlar hún að láta handjárna sig inn í þessari nýfrjálshyggju-fjármáláætlun til næstu fimm ára?“ spurði Steingrímur. Óttarr svaraði því til að Björt framtíð væri hluti af ríkisstjórninni. „Við styðjum aðgerðir þessarar ríkisstjórnar, við erum þátttakendur í ríkisstjórn til þess að taka ábyrgð í íslensku samfélagi.“
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svörum frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. 22. apríl 2017 07:00