Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2017 14:42 Einar segist miður sín yfir slysinu, og ætlar að gera allt til að koma í veg fyrir að slys sem þessi endurtaki sig. vísir „Maður getur ekki fyrirbyggt slys. En það sem maður getur gert er að undirbúa teymið í kringum sig þannig að viðbrögðin verði, eins og í þessu tilfelli, ævintýralega snögg.“ Þetta segir Einar Bárðarson, eigandi hjólreiðakeppninnar Kia-gullhringsins sem fór fram um síðastliðna helgi. Að minnsta kosti fimm slösuðust í keppninni eftir að dekk eins hjólsins fór ofan í rauf á kindahliði. Einn var í fyrstu talinn alvarlega slasaður en verður útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.Gripið til allra öryggisráðstafana Einar segir að gripið hafi verið til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppni. Hins vegar leynist hætturnar víða á opnum þjóðvegi á Íslandi, en að farið verði enn betur yfir öryggismál fyrir næstu keppni. „Þetta er 106 kílómetra leið. Það er verið að keppa á opnum þjóðvegi með umverð og við tökum það fram þegar fólk skráir sig á mótið að það sé með þessum hætti. En við munum að sjálfsögðu reyna að gera betur næst og reyna að koma í veg fyrir svona hluti,“ segir hann. Þá hafi viðbragðsaðilar allir verið til taks allan tímann. „Við erum með lækni á svæðinu. Við erum með björgunarsveitarbíl, fengum sjúkraflutninga og lögregluna í Árnessýslu til þess að vera með bíl á Laugarvatni sem gerði það að verkum að á innan við tíu mínútum var nánast allt tiltækt björgunarlið komið.“Síðustu dagar þeir erfiðustu Einar ítrekar að farið hafi verið í ítarlega brautarskoðun fyrir mót. Reyndustu hjólreiðamennirnir hafi sömuleiðis skoðað brautina sjálfir, en þessi sami hringur hefur verið hjólaður fimm sinnum áður. Þá hafi fólk verið meðvitað um að það þyrfti að fara varlega yfir ristarhliðin. „Það er hrikalega erfitt að vita til þess að fólk hafi slasast i þessari keppni. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að standa í henni og erum öll að reyna að vinna úr þessu, og munum að sjálfsögðu leita allra leiða til að koma í veg fyrir svona. En þetta er slys, fyrst og fremst. Aðstæður eru ýmis konar; það eru holur í vegum víða, laust sauðfé á beit í köntum og alls konar hættur,“ segir hann og bætir við að hann sé miður sín yfir atvikinu. „Síðustu tveir sólarhringar hafa verið með þeim erfiðari sem ég hef gengið í gegnum. En núna förum við í að endurskoða hlutina og ákveða næstu skref.“ Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
„Maður getur ekki fyrirbyggt slys. En það sem maður getur gert er að undirbúa teymið í kringum sig þannig að viðbrögðin verði, eins og í þessu tilfelli, ævintýralega snögg.“ Þetta segir Einar Bárðarson, eigandi hjólreiðakeppninnar Kia-gullhringsins sem fór fram um síðastliðna helgi. Að minnsta kosti fimm slösuðust í keppninni eftir að dekk eins hjólsins fór ofan í rauf á kindahliði. Einn var í fyrstu talinn alvarlega slasaður en verður útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.Gripið til allra öryggisráðstafana Einar segir að gripið hafi verið til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppni. Hins vegar leynist hætturnar víða á opnum þjóðvegi á Íslandi, en að farið verði enn betur yfir öryggismál fyrir næstu keppni. „Þetta er 106 kílómetra leið. Það er verið að keppa á opnum þjóðvegi með umverð og við tökum það fram þegar fólk skráir sig á mótið að það sé með þessum hætti. En við munum að sjálfsögðu reyna að gera betur næst og reyna að koma í veg fyrir svona hluti,“ segir hann. Þá hafi viðbragðsaðilar allir verið til taks allan tímann. „Við erum með lækni á svæðinu. Við erum með björgunarsveitarbíl, fengum sjúkraflutninga og lögregluna í Árnessýslu til þess að vera með bíl á Laugarvatni sem gerði það að verkum að á innan við tíu mínútum var nánast allt tiltækt björgunarlið komið.“Síðustu dagar þeir erfiðustu Einar ítrekar að farið hafi verið í ítarlega brautarskoðun fyrir mót. Reyndustu hjólreiðamennirnir hafi sömuleiðis skoðað brautina sjálfir, en þessi sami hringur hefur verið hjólaður fimm sinnum áður. Þá hafi fólk verið meðvitað um að það þyrfti að fara varlega yfir ristarhliðin. „Það er hrikalega erfitt að vita til þess að fólk hafi slasast i þessari keppni. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að standa í henni og erum öll að reyna að vinna úr þessu, og munum að sjálfsögðu leita allra leiða til að koma í veg fyrir svona. En þetta er slys, fyrst og fremst. Aðstæður eru ýmis konar; það eru holur í vegum víða, laust sauðfé á beit í köntum og alls konar hættur,“ segir hann og bætir við að hann sé miður sín yfir atvikinu. „Síðustu tveir sólarhringar hafa verið með þeim erfiðari sem ég hef gengið í gegnum. En núna förum við í að endurskoða hlutina og ákveða næstu skref.“
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51
Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14
Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54