Innlent

Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. Vísir

Hjólreiðaslys varð á Skálholtsvegi við Brúará nú í kvöld. Fimm hjólreiðamenn skullu saman og er einn alvarlega slasaður. Á svæðinu fer nú fram hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn en hún hefur verið stöðvuð.

Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfesti í samtali við Vísi að um slys væri að ræða.

Hjólreiðaslys, varð þegar fimm hjólreiðamönnum lenti saman á Skálholtsvegi við Brúará, austan við gatnamótin milli Biskupstungna. Einn er alvarlega slasaður, þrír minna slasaðir og einn er talinn hafa sloppið ómeiddur.

Þyrla landhelgisgæslunnar hefur verið send á svæðið en vegur í kringum slysstað er nú lokaður.

Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu. Einar Bárðarson, forsvarsmaður Gullhringsins, hafði áður talið að umferðarslys hefði orðið en mótshaldarar voru nýkomnir á staðinn þegar Vísir náði tali af Einari.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.