Einar Bárðar: Hætturnar alltaf til staðar og því erfitt að fyrirbyggja slys sem þessi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2017 14:42 Einar segist miður sín yfir slysinu, og ætlar að gera allt til að koma í veg fyrir að slys sem þessi endurtaki sig. vísir „Maður getur ekki fyrirbyggt slys. En það sem maður getur gert er að undirbúa teymið í kringum sig þannig að viðbrögðin verði, eins og í þessu tilfelli, ævintýralega snögg.“ Þetta segir Einar Bárðarson, eigandi hjólreiðakeppninnar Kia-gullhringsins sem fór fram um síðastliðna helgi. Að minnsta kosti fimm slösuðust í keppninni eftir að dekk eins hjólsins fór ofan í rauf á kindahliði. Einn var í fyrstu talinn alvarlega slasaður en verður útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.Gripið til allra öryggisráðstafana Einar segir að gripið hafi verið til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppni. Hins vegar leynist hætturnar víða á opnum þjóðvegi á Íslandi, en að farið verði enn betur yfir öryggismál fyrir næstu keppni. „Þetta er 106 kílómetra leið. Það er verið að keppa á opnum þjóðvegi með umverð og við tökum það fram þegar fólk skráir sig á mótið að það sé með þessum hætti. En við munum að sjálfsögðu reyna að gera betur næst og reyna að koma í veg fyrir svona hluti,“ segir hann. Þá hafi viðbragðsaðilar allir verið til taks allan tímann. „Við erum með lækni á svæðinu. Við erum með björgunarsveitarbíl, fengum sjúkraflutninga og lögregluna í Árnessýslu til þess að vera með bíl á Laugarvatni sem gerði það að verkum að á innan við tíu mínútum var nánast allt tiltækt björgunarlið komið.“Síðustu dagar þeir erfiðustu Einar ítrekar að farið hafi verið í ítarlega brautarskoðun fyrir mót. Reyndustu hjólreiðamennirnir hafi sömuleiðis skoðað brautina sjálfir, en þessi sami hringur hefur verið hjólaður fimm sinnum áður. Þá hafi fólk verið meðvitað um að það þyrfti að fara varlega yfir ristarhliðin. „Það er hrikalega erfitt að vita til þess að fólk hafi slasast i þessari keppni. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að standa í henni og erum öll að reyna að vinna úr þessu, og munum að sjálfsögðu leita allra leiða til að koma í veg fyrir svona. En þetta er slys, fyrst og fremst. Aðstæður eru ýmis konar; það eru holur í vegum víða, laust sauðfé á beit í köntum og alls konar hættur,“ segir hann og bætir við að hann sé miður sín yfir atvikinu. „Síðustu tveir sólarhringar hafa verið með þeim erfiðari sem ég hef gengið í gegnum. En núna förum við í að endurskoða hlutina og ákveða næstu skref.“ Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Maður getur ekki fyrirbyggt slys. En það sem maður getur gert er að undirbúa teymið í kringum sig þannig að viðbrögðin verði, eins og í þessu tilfelli, ævintýralega snögg.“ Þetta segir Einar Bárðarson, eigandi hjólreiðakeppninnar Kia-gullhringsins sem fór fram um síðastliðna helgi. Að minnsta kosti fimm slösuðust í keppninni eftir að dekk eins hjólsins fór ofan í rauf á kindahliði. Einn var í fyrstu talinn alvarlega slasaður en verður útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.Gripið til allra öryggisráðstafana Einar segir að gripið hafi verið til allra tiltækra öryggisráðstafana fyrir keppni. Hins vegar leynist hætturnar víða á opnum þjóðvegi á Íslandi, en að farið verði enn betur yfir öryggismál fyrir næstu keppni. „Þetta er 106 kílómetra leið. Það er verið að keppa á opnum þjóðvegi með umverð og við tökum það fram þegar fólk skráir sig á mótið að það sé með þessum hætti. En við munum að sjálfsögðu reyna að gera betur næst og reyna að koma í veg fyrir svona hluti,“ segir hann. Þá hafi viðbragðsaðilar allir verið til taks allan tímann. „Við erum með lækni á svæðinu. Við erum með björgunarsveitarbíl, fengum sjúkraflutninga og lögregluna í Árnessýslu til þess að vera með bíl á Laugarvatni sem gerði það að verkum að á innan við tíu mínútum var nánast allt tiltækt björgunarlið komið.“Síðustu dagar þeir erfiðustu Einar ítrekar að farið hafi verið í ítarlega brautarskoðun fyrir mót. Reyndustu hjólreiðamennirnir hafi sömuleiðis skoðað brautina sjálfir, en þessi sami hringur hefur verið hjólaður fimm sinnum áður. Þá hafi fólk verið meðvitað um að það þyrfti að fara varlega yfir ristarhliðin. „Það er hrikalega erfitt að vita til þess að fólk hafi slasast i þessari keppni. Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að standa í henni og erum öll að reyna að vinna úr þessu, og munum að sjálfsögðu leita allra leiða til að koma í veg fyrir svona. En þetta er slys, fyrst og fremst. Aðstæður eru ýmis konar; það eru holur í vegum víða, laust sauðfé á beit í köntum og alls konar hættur,“ segir hann og bætir við að hann sé miður sín yfir atvikinu. „Síðustu tveir sólarhringar hafa verið með þeim erfiðari sem ég hef gengið í gegnum. En núna förum við í að endurskoða hlutina og ákveða næstu skref.“
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51
Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi 9. júlí 2017 12:14
Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54