Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2017 12:14 Einar Bárðarson er þakklátur þeim viðbragðsaðilum sem voru til taks í keppninni í gær. Vísir Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi. Slysið varð eftir að drekk fór ofan í rauf á kindahliði og er slysið mikið áfall fyrir keppendur og keppnishaldara. Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará í gærkvöldi er fimm hjólreiðamenn skullu saman og var einn alvarlega slasaður. Hjólreiðarmennirnir voru keppendur í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Þyrla landhelgisgæslunnar var send á svæðið og var veginum í kringum slysstað lokað um tíma.Sjá einnig: Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Einar Bárðarson, eigandi Gullhringsins, segir að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. „Eftir um 47 mínútur af keppninni fengum við hringingu um að það hefði orðið slys við Brúará og við sendum strax alla okkar viðbragðsaðila; sem eru læknir, sjúkrabíll og björgunarsveitaraðila niður eftir. Þá voru komnir, af einstakri tilviljun því að sjúkraflutningar Árnesýslu var komin á vettvang, tveir bílar sem ég held að hafi verið vegna þess að það voru vaktaskipti. Það gerði það að verkum að sjúkrabílar, lögregla, allt okkar viðbraðgsteymi var komið að Brúará á innann við 10 eða 12 mínútum,“ segir Einar. Það sé ótrúlegt miðað við umfang svæðisins. „Ég vona að það hafi gert þetta léttara, þetta var auðvitað mikið áfall fyrir okkur; bæði keppendur og keppnishaldara. Við unnum bara úr þessu eins hratt og við gátum miðað við þær upplýsingar sem við fengum.Hjólið hafnaði ofan í rauf Hann segir að nú muni keppnishaldarar skoða hvort þeir hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir slysið. „Það er þarna rauf í kindahliði sem við vissum ekki af og var alveg ótrúlegt óhapp að hjólreiðamaðurinn hafi farið ofan í. Hann fellur við og tekur aðra með sér niður í fallinu. Við höfum undirbúið okkur fyrir þennan dag alveg síðan að við byrjuðum með þetta keppnishald. Við höfðum ekki upplifað þetta, þangað til í gær, og við þurfum nú að safna öllum upplýsingum saman og sjá hvort það er eitthvað í keppnishaldinu eða mótsstjórninni sem við getum gert betur,“ segir Einar. Hann bætir við að hugur og bænir þeirra séu hjá þeim sem slösuðust. „Og sem betur fer er að koma frá þeim betri fréttir en við þorðum að vona miðað við aðstæður í gær,“ segir Einar Bárðarson. Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi. Slysið varð eftir að drekk fór ofan í rauf á kindahliði og er slysið mikið áfall fyrir keppendur og keppnishaldara. Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará í gærkvöldi er fimm hjólreiðamenn skullu saman og var einn alvarlega slasaður. Hjólreiðarmennirnir voru keppendur í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Þyrla landhelgisgæslunnar var send á svæðið og var veginum í kringum slysstað lokað um tíma.Sjá einnig: Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Einar Bárðarson, eigandi Gullhringsins, segir að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. „Eftir um 47 mínútur af keppninni fengum við hringingu um að það hefði orðið slys við Brúará og við sendum strax alla okkar viðbragðsaðila; sem eru læknir, sjúkrabíll og björgunarsveitaraðila niður eftir. Þá voru komnir, af einstakri tilviljun því að sjúkraflutningar Árnesýslu var komin á vettvang, tveir bílar sem ég held að hafi verið vegna þess að það voru vaktaskipti. Það gerði það að verkum að sjúkrabílar, lögregla, allt okkar viðbraðgsteymi var komið að Brúará á innann við 10 eða 12 mínútum,“ segir Einar. Það sé ótrúlegt miðað við umfang svæðisins. „Ég vona að það hafi gert þetta léttara, þetta var auðvitað mikið áfall fyrir okkur; bæði keppendur og keppnishaldara. Við unnum bara úr þessu eins hratt og við gátum miðað við þær upplýsingar sem við fengum.Hjólið hafnaði ofan í rauf Hann segir að nú muni keppnishaldarar skoða hvort þeir hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir slysið. „Það er þarna rauf í kindahliði sem við vissum ekki af og var alveg ótrúlegt óhapp að hjólreiðamaðurinn hafi farið ofan í. Hann fellur við og tekur aðra með sér niður í fallinu. Við höfum undirbúið okkur fyrir þennan dag alveg síðan að við byrjuðum með þetta keppnishald. Við höfðum ekki upplifað þetta, þangað til í gær, og við þurfum nú að safna öllum upplýsingum saman og sjá hvort það er eitthvað í keppnishaldinu eða mótsstjórninni sem við getum gert betur,“ segir Einar. Hann bætir við að hugur og bænir þeirra séu hjá þeim sem slösuðust. „Og sem betur fer er að koma frá þeim betri fréttir en við þorðum að vona miðað við aðstæður í gær,“ segir Einar Bárðarson.
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51
Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54