Hjólreiðaslysið rakið til kindahliðs Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2017 12:14 Einar Bárðarson er þakklátur þeim viðbragðsaðilum sem voru til taks í keppninni í gær. Vísir Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi. Slysið varð eftir að drekk fór ofan í rauf á kindahliði og er slysið mikið áfall fyrir keppendur og keppnishaldara. Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará í gærkvöldi er fimm hjólreiðamenn skullu saman og var einn alvarlega slasaður. Hjólreiðarmennirnir voru keppendur í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Þyrla landhelgisgæslunnar var send á svæðið og var veginum í kringum slysstað lokað um tíma.Sjá einnig: Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Einar Bárðarson, eigandi Gullhringsins, segir að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. „Eftir um 47 mínútur af keppninni fengum við hringingu um að það hefði orðið slys við Brúará og við sendum strax alla okkar viðbragðsaðila; sem eru læknir, sjúkrabíll og björgunarsveitaraðila niður eftir. Þá voru komnir, af einstakri tilviljun því að sjúkraflutningar Árnesýslu var komin á vettvang, tveir bílar sem ég held að hafi verið vegna þess að það voru vaktaskipti. Það gerði það að verkum að sjúkrabílar, lögregla, allt okkar viðbraðgsteymi var komið að Brúará á innann við 10 eða 12 mínútum,“ segir Einar. Það sé ótrúlegt miðað við umfang svæðisins. „Ég vona að það hafi gert þetta léttara, þetta var auðvitað mikið áfall fyrir okkur; bæði keppendur og keppnishaldara. Við unnum bara úr þessu eins hratt og við gátum miðað við þær upplýsingar sem við fengum.Hjólið hafnaði ofan í rauf Hann segir að nú muni keppnishaldarar skoða hvort þeir hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir slysið. „Það er þarna rauf í kindahliði sem við vissum ekki af og var alveg ótrúlegt óhapp að hjólreiðamaðurinn hafi farið ofan í. Hann fellur við og tekur aðra með sér niður í fallinu. Við höfum undirbúið okkur fyrir þennan dag alveg síðan að við byrjuðum með þetta keppnishald. Við höfðum ekki upplifað þetta, þangað til í gær, og við þurfum nú að safna öllum upplýsingum saman og sjá hvort það er eitthvað í keppnishaldinu eða mótsstjórninni sem við getum gert betur,“ segir Einar. Hann bætir við að hugur og bænir þeirra séu hjá þeim sem slösuðust. „Og sem betur fer er að koma frá þeim betri fréttir en við þorðum að vona miðað við aðstæður í gær,“ segir Einar Bárðarson. Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Eigandi hjólareiðakeppninnar KIA-Gullhringsins segir að verið sé að skoða hvort keppnishaldarar hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir hjólreiðarslys sem var í gærkvöldi. Slysið varð eftir að drekk fór ofan í rauf á kindahliði og er slysið mikið áfall fyrir keppendur og keppnishaldara. Hjólreiðaslysið varð á Skálholtsvegi við Brúará í gærkvöldi er fimm hjólreiðamenn skullu saman og var einn alvarlega slasaður. Hjólreiðarmennirnir voru keppendur í hjólreiðakeppninni KIA Gullhringnum. Þyrla landhelgisgæslunnar var send á svæðið og var veginum í kringum slysstað lokað um tíma.Sjá einnig: Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Einar Bárðarson, eigandi Gullhringsins, segir að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. „Eftir um 47 mínútur af keppninni fengum við hringingu um að það hefði orðið slys við Brúará og við sendum strax alla okkar viðbragðsaðila; sem eru læknir, sjúkrabíll og björgunarsveitaraðila niður eftir. Þá voru komnir, af einstakri tilviljun því að sjúkraflutningar Árnesýslu var komin á vettvang, tveir bílar sem ég held að hafi verið vegna þess að það voru vaktaskipti. Það gerði það að verkum að sjúkrabílar, lögregla, allt okkar viðbraðgsteymi var komið að Brúará á innann við 10 eða 12 mínútum,“ segir Einar. Það sé ótrúlegt miðað við umfang svæðisins. „Ég vona að það hafi gert þetta léttara, þetta var auðvitað mikið áfall fyrir okkur; bæði keppendur og keppnishaldara. Við unnum bara úr þessu eins hratt og við gátum miðað við þær upplýsingar sem við fengum.Hjólið hafnaði ofan í rauf Hann segir að nú muni keppnishaldarar skoða hvort þeir hefðu geta gert eitthvað til að koma í veg fyrir slysið. „Það er þarna rauf í kindahliði sem við vissum ekki af og var alveg ótrúlegt óhapp að hjólreiðamaðurinn hafi farið ofan í. Hann fellur við og tekur aðra með sér niður í fallinu. Við höfum undirbúið okkur fyrir þennan dag alveg síðan að við byrjuðum með þetta keppnishald. Við höfðum ekki upplifað þetta, þangað til í gær, og við þurfum nú að safna öllum upplýsingum saman og sjá hvort það er eitthvað í keppnishaldinu eða mótsstjórninni sem við getum gert betur,“ segir Einar. Hann bætir við að hugur og bænir þeirra séu hjá þeim sem slösuðust. „Og sem betur fer er að koma frá þeim betri fréttir en við þorðum að vona miðað við aðstæður í gær,“ segir Einar Bárðarson.
Tengdar fréttir Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51 Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hjólreiðakeppnin Gullhringurinn stöðvuð vegna alvarlegs hjólreiðaslyss Sjónarvottur segir mikinn viðbúnað á svæðinu en enn er ekki mikið vitað um slysið. 8. júlí 2017 19:51
Hjóluðu í mark á Laugarvatni í samkenndarhug Keppni þeirra sem staddir voru fyrir aftan slysið á Skálholtsvegi við Brúará var breytt í samhjól í fylgd björgunarsveita og hún kláruð við Laugarvatn. 8. júlí 2017 21:54