Skandinavískur stíll á Selfossi Guðný Hrönn skrifar 7. október 2017 12:30 Guðbjörg Ester er 27 ára Selfyssingur sem hefur brennandi áhuga á innanhússhönnun. vísir/anton brink Guðbjörg Ester Einarsdóttir starfar sem lögregluþjónn en í frítíma sínum hefur hún gaman af því að spá í innanhússhönnun. Heimili Guðbjargar og unnusta hennar er ansi flott en þeim hefur tekist að koma sér vel fyrir í nýju húsi sem þau keyptu í sumar. „Við Árni Felix Gíslason, unnusti minn, fluttum í nýtt hús í maí. Við erum búin að vera dunda okkur við koma okkur fyrir og gera allt fínt síðustu mánuði,“ segir Guðbjörg sem hefur ástríðu fyrir innanhússhönnun.Flest húsgögn heimilisins koma úr IKEA.vísir/antpn brinkGuðbjörg er dugleg við að breyta til á heimilinu með því að færa til hluti raða húsgögnum og stofustássi upp á nýtt. „Ég er alltaf með nýjar pælingar og nýjar hugmyndir sem mig langar að framkvæma. Það þarf ekki alltaf að kaupa eitthvað nýtt til að breyta, það er nóg að finna nýjan stað fyrir hlutina og þá kemur nýr blær á heimilið.“Louis Poulsen-ljósið fyrir ofan eldhúsborðið er í miklu uppáhaldi hjá Guðbjörgu.vísir/anton brinkSkandinavískur stíll einkennir heimili Guðbjargar og Árna enda versla þau mikið í IKEA. „Ég kaupi nánast öll húsgögn í sænska risanum IKEA. Þær vörur hafa reynst mér mjög vel, þær eru fallegar og alls ekki of dýrar. Epal er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, en þangað fer ég oft til að kaupa fallega smáhluti eins og ljós, kertastjaka og þess háttar. Søstrene Grene er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, yndislegir smáhlutir á lítinn pening.“Guðbjörg lýsir stílnum á heimilinu sem skandinavískum með mínímalískum blæ.vísir/anton brinkGuðbjörg er virk á samfélagsmiðlinum Instagram en þar deilir hún gjarnan myndum af heimili þeirra Árna. Hún vonast til að myndirnar veiti öðrum fagurkerum innblástur.„Þegar við Árni keyptum húsið okkar byrjaði ég að leita mér innblásturs á Instagram.“ „Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í húsinu byrjaði ég að taka myndir og deila þeim á minni Instagram-síðu og er búin að fá góðar undirtektir síðan þá. Það er það skemmtilega við þetta – að veita öðrum innblástur. Svo er þetta líka mjög góð leið til að halda húsinu alltaf hreinu,“ segir hún og hlær. Hús og heimili Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
Guðbjörg Ester Einarsdóttir starfar sem lögregluþjónn en í frítíma sínum hefur hún gaman af því að spá í innanhússhönnun. Heimili Guðbjargar og unnusta hennar er ansi flott en þeim hefur tekist að koma sér vel fyrir í nýju húsi sem þau keyptu í sumar. „Við Árni Felix Gíslason, unnusti minn, fluttum í nýtt hús í maí. Við erum búin að vera dunda okkur við koma okkur fyrir og gera allt fínt síðustu mánuði,“ segir Guðbjörg sem hefur ástríðu fyrir innanhússhönnun.Flest húsgögn heimilisins koma úr IKEA.vísir/antpn brinkGuðbjörg er dugleg við að breyta til á heimilinu með því að færa til hluti raða húsgögnum og stofustássi upp á nýtt. „Ég er alltaf með nýjar pælingar og nýjar hugmyndir sem mig langar að framkvæma. Það þarf ekki alltaf að kaupa eitthvað nýtt til að breyta, það er nóg að finna nýjan stað fyrir hlutina og þá kemur nýr blær á heimilið.“Louis Poulsen-ljósið fyrir ofan eldhúsborðið er í miklu uppáhaldi hjá Guðbjörgu.vísir/anton brinkSkandinavískur stíll einkennir heimili Guðbjargar og Árna enda versla þau mikið í IKEA. „Ég kaupi nánast öll húsgögn í sænska risanum IKEA. Þær vörur hafa reynst mér mjög vel, þær eru fallegar og alls ekki of dýrar. Epal er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, en þangað fer ég oft til að kaupa fallega smáhluti eins og ljós, kertastjaka og þess háttar. Søstrene Grene er líka í miklu uppáhaldi hjá mér, yndislegir smáhlutir á lítinn pening.“Guðbjörg lýsir stílnum á heimilinu sem skandinavískum með mínímalískum blæ.vísir/anton brinkGuðbjörg er virk á samfélagsmiðlinum Instagram en þar deilir hún gjarnan myndum af heimili þeirra Árna. Hún vonast til að myndirnar veiti öðrum fagurkerum innblástur.„Þegar við Árni keyptum húsið okkar byrjaði ég að leita mér innblásturs á Instagram.“ „Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í húsinu byrjaði ég að taka myndir og deila þeim á minni Instagram-síðu og er búin að fá góðar undirtektir síðan þá. Það er það skemmtilega við þetta – að veita öðrum innblástur. Svo er þetta líka mjög góð leið til að halda húsinu alltaf hreinu,“ segir hún og hlær.
Hús og heimili Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira