Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. október 2017 06:00 Orkuveita Reykjavíkur seldi höfuðstöðvarnar á 5,1 milljarð árið 2013 og leigja þær af Fossi. Vísir/Vilhelm Ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa velt upp í tengslum við vandann sem blasir við vegna skemmda á vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins er að kaupa húsið aftur. Endurkaup gætu verið forsenda þess að hrinda sumum valkostanna sem í boði eru til endurbóta í framkvæmd. Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þann 24. ágúst síðastliðinn kynnti Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, m.a. hugmyndir um möguleg endurkaup OR á fasteigninni að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Daginn eftir stjórnarfundinn, þann 25. ágúst, hélt Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að vesturhús höfuðstöðvanna væri afar illa farið vegna rakaskemmda. Á fundinum voru kynntir sex valkostir að úrbótum sem áætlað er að kosti frá 1,5 upp í allt að þrjá milljarða króna. Þetta eru leiðir sem skipta má í lagfæringu, endurbyggingu útveggja eða að rífa húsið að hluta. Á fundinum var þó ekki minnst á möguleikann á að kaupa húsið aftur. Þess kann þó að vera þörf.Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR.OR seldi höfuðstöðvar sínar árið 2013 á 5,1 milljarð króna til Foss fasteignafélags slhf. sem stofnað var sérstaklega utan um fasteignirnar að Bæjarhálsi og er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða. Salan var hluti af Planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR sem síðan leigir höfuðstöðvarnar af Fossi til 20 ára. Í samkomulaginu er kveðið á um þann möguleika að kaupa fasteignirnar aftur eftir 10 ár af samningstímanum og aftur eftir 20 ár. Nú hafa þær hugmyndir verið til skoðunar hvort hægt væri að kaupa húsið jafnvel fyrr. „OR hefur endurkauparétt á húseignunum við Bæjarháls. Hann hefur komið til umræðu í tengslum við þann vanda sem blasir við,“ segir Ingvar. Hann segir að ákvörðun um aðgerðir vegna galla og skemmda á vesturhúsinu verði ekki teknar nema í nánu samráði við eigendur húsanna. Engin tillaga hafi þó verið lögð fram né ákvarðanir teknar. „Í lausnunum felst að við erum ekki að fara að gera mikið fyrir hús sem við eigum ekki. Því höfum við varpað því fram hvort skynsamlegt sé að kaupa húsið en þetta er algjörlega á hugmyndastigi enn þá,“ segir Ingvar. Aðspurður telur hann að gróflega megi áætla að það gæti kostað um 5,5 milljarða að kaupa húsið aftur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa velt upp í tengslum við vandann sem blasir við vegna skemmda á vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins er að kaupa húsið aftur. Endurkaup gætu verið forsenda þess að hrinda sumum valkostanna sem í boði eru til endurbóta í framkvæmd. Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þann 24. ágúst síðastliðinn kynnti Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, m.a. hugmyndir um möguleg endurkaup OR á fasteigninni að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík. Daginn eftir stjórnarfundinn, þann 25. ágúst, hélt Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, blaðamannafund þar sem hann greindi frá því að vesturhús höfuðstöðvanna væri afar illa farið vegna rakaskemmda. Á fundinum voru kynntir sex valkostir að úrbótum sem áætlað er að kosti frá 1,5 upp í allt að þrjá milljarða króna. Þetta eru leiðir sem skipta má í lagfæringu, endurbyggingu útveggja eða að rífa húsið að hluta. Á fundinum var þó ekki minnst á möguleikann á að kaupa húsið aftur. Þess kann þó að vera þörf.Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR.OR seldi höfuðstöðvar sínar árið 2013 á 5,1 milljarð króna til Foss fasteignafélags slhf. sem stofnað var sérstaklega utan um fasteignirnar að Bæjarhálsi og er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða. Salan var hluti af Planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR sem síðan leigir höfuðstöðvarnar af Fossi til 20 ára. Í samkomulaginu er kveðið á um þann möguleika að kaupa fasteignirnar aftur eftir 10 ár af samningstímanum og aftur eftir 20 ár. Nú hafa þær hugmyndir verið til skoðunar hvort hægt væri að kaupa húsið jafnvel fyrr. „OR hefur endurkauparétt á húseignunum við Bæjarháls. Hann hefur komið til umræðu í tengslum við þann vanda sem blasir við,“ segir Ingvar. Hann segir að ákvörðun um aðgerðir vegna galla og skemmda á vesturhúsinu verði ekki teknar nema í nánu samráði við eigendur húsanna. Engin tillaga hafi þó verið lögð fram né ákvarðanir teknar. „Í lausnunum felst að við erum ekki að fara að gera mikið fyrir hús sem við eigum ekki. Því höfum við varpað því fram hvort skynsamlegt sé að kaupa húsið en þetta er algjörlega á hugmyndastigi enn þá,“ segir Ingvar. Aðspurður telur hann að gróflega megi áætla að það gæti kostað um 5,5 milljarða að kaupa húsið aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira