Nýjasta þjóðhetjan Pyry í viðtali: „Takk, herra forseti!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2017 14:06 Leikmenn finnska landsliðsins fagna hér Pyry í gær eftir að hann skoraði jöfnunarmarkið. vísir/epa Pyry Soiri, leikmaður finnska landsliðsins í knattspyrnu er nýjasta þjóðhetja Íslendinga eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum undir lok leiks þeirra í gær, segist glaður hafa hjálpað bæði liði sínu við að ná góðum úrslitum og svo íslenska liðinu. Rætt var við hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. Ísland sigraði Tyrki 3-0 á útivelli í gær eins og flestir vita en landsmenn biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitunum í leik Finna og Króata þar sem jafntefli þýddi að Ísland myndi tylla sér í toppsæti I-riðils í undankeppni HM. Pyry skoraði jöfnunarmark Finna og eftir að úrslitin voru ljós varð hann á svipstundu hetja í augum okkar Íslendinga. Þannig tóku einhverjir sig til og stofnuðu aðdáendasíðu fyrir Pyry á Facebook þar sem meðlimir eru nú þegar orðnir meira en þrjú þúsund talsins. Pyry hefur aldrei komið til Íslands en segir að nú verði hann að koma til landsins. Hann segist hafa fengið mikið af skemmtilegum og indælum skilaboðum frá Íslendingum seinasta hálfa sólarhringinn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi honum meðal annars skilaboð á Facebook-síðu forsetaembættisins í gær. Þar þakkaði Guðni hinum frábæra Pyry fyrir en Pyry hafði reyndar ekki séð skilaboðin. Hann þakkaði Guðna fyrir í þættinum: „Thank you Mr. President!“ sagði Pyry á ensku sem væri einfaldlega á íslensku „Takk, herra forseti!“ Hlusta má á viðtalið við Pyry í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00 Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
Pyry Soiri, leikmaður finnska landsliðsins í knattspyrnu er nýjasta þjóðhetja Íslendinga eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finna gegn Króötum undir lok leiks þeirra í gær, segist glaður hafa hjálpað bæði liði sínu við að ná góðum úrslitum og svo íslenska liðinu. Rætt var við hann í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu í hádeginu í dag. Ísland sigraði Tyrki 3-0 á útivelli í gær eins og flestir vita en landsmenn biðu svo með öndina í hálsinum eftir úrslitunum í leik Finna og Króata þar sem jafntefli þýddi að Ísland myndi tylla sér í toppsæti I-riðils í undankeppni HM. Pyry skoraði jöfnunarmark Finna og eftir að úrslitin voru ljós varð hann á svipstundu hetja í augum okkar Íslendinga. Þannig tóku einhverjir sig til og stofnuðu aðdáendasíðu fyrir Pyry á Facebook þar sem meðlimir eru nú þegar orðnir meira en þrjú þúsund talsins. Pyry hefur aldrei komið til Íslands en segir að nú verði hann að koma til landsins. Hann segist hafa fengið mikið af skemmtilegum og indælum skilaboðum frá Íslendingum seinasta hálfa sólarhringinn en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi honum meðal annars skilaboð á Facebook-síðu forsetaembættisins í gær. Þar þakkaði Guðni hinum frábæra Pyry fyrir en Pyry hafði reyndar ekki séð skilaboðin. Hann þakkaði Guðna fyrir í þættinum: „Thank you Mr. President!“ sagði Pyry á ensku sem væri einfaldlega á íslensku „Takk, herra forseti!“ Hlusta má á viðtalið við Pyry í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00 Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Sjá meira
Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. 7. október 2017 06:00
Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum BBC gerir grín að Roy Hodgson vegna sigur Íslands. 6. október 2017 21:22