Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2017 14:32 Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan nú í hádeginu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa miklu fylgi í þingkosningunum þann 28. október næstkomandi. Bjarni segir þó Sjálfstæðisflokkinn eiga mikið inni og að flokkurinn muni sækja fram næstu vikurnar enda finni hann mikinn meðbyr. Bjarni var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fara í ríkisstjórn með Miðflokknum, nýjum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir Bjarni voru leiðtogar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016. „Já, ég get í sjálfu sér unnið með öllum flokkum. Þetta snýst á endanum um stjórnarsáttmála og málefni. [...] Ég fer ekki í þessar kosningar með einhverja valkosti fyrirfram útilokaða. Hins vegar er staðan í dag sú að flokkarnir á vinstrivæng stjórnmálanna eru með meirihluta. Undir forystu Vinstri grænna stefnir í að verði mynduð vinstristjórn. Eins og þau hafa talað þá munu menn fara í stóraukna útgjaldaaukningu þrátt fyrir að við höfum á síðustu tveimur árum sett met í útgjaldaaukningu. Við höfum farið upp úm 13 prósent á tveimur árum. Svo tala menn eins og hér hafi verið rekin sveltistefna á Íslandi. Heyr á endemi. Þetta er ótrúlegur málflutningur að hér hafi verið rekin sveltistefna,“ sagði Bjarni. Kosningarnar snúist um að spyrja hvernig fólk hafi það í dag Aðspurður svo hvað hann héldi að væri að valda því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að ná vopnum sínum miðað við skoðanakannanir benti Bjarni á upplausnina í stjórnmálunum. Tók hann dæmi um lítið fylgi Samfylkingarinnar sem eitt sinn var hinn turninn í íslenskum stjórnmálum ásamt Sjálfstæðisflokknum og þó nokkuð fylgistap Framsóknarflokksins. „Við eigum mikið inni, við munum sækja fram og ekki enda á þessum slóðum sem nýjasta könnunin sýniri [innsk. blm. 20,7 prósent fylgi]. Það hafa verið aðrar kannanir sem hafa sýnt okkur í annarri stöðu og við finnum mikinn meðbyr,“ sagði Bjarni. Hann sagði kosningabaráttuna framundan snúast um það að spyrja fólkið í landið hvernig það hafi það í dag. „Hefur ekki gengið ágætlega? Eru ekki flestir hlutir að leggjast með þér og bjart framundan? Er það ekki á grundvelli þeirra áherslna sem hafa verið hér keyrðar eða er það rétt sem sagt hefur verið að það þurfi að þrífa í stýrið og keyra í einhverja allt aðra átt með skattahækkunum og ríkisfjármálastefnu sem margsannað er að muni að öllum líkindum leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.“ Bjarni sagðist síðan halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri raunverulega að tala fyrir því að það gangi vel í landinu. „Allir aðrir flokkar eru að tala um hvað allt sé ömurlegt, meira eða minna. Meira að segja flokkarnir sem ég hef verið með í ríkisstjórn fá sig ekki almennilega til þess að viðurkenna allan þann árangur sem hefur orðið hér á undanförnum árum.“Víglínuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan nú í hádeginu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa miklu fylgi í þingkosningunum þann 28. október næstkomandi. Bjarni segir þó Sjálfstæðisflokkinn eiga mikið inni og að flokkurinn muni sækja fram næstu vikurnar enda finni hann mikinn meðbyr. Bjarni var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að fara í ríkisstjórn með Miðflokknum, nýjum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir Bjarni voru leiðtogar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á árunum 2013 til 2016. „Já, ég get í sjálfu sér unnið með öllum flokkum. Þetta snýst á endanum um stjórnarsáttmála og málefni. [...] Ég fer ekki í þessar kosningar með einhverja valkosti fyrirfram útilokaða. Hins vegar er staðan í dag sú að flokkarnir á vinstrivæng stjórnmálanna eru með meirihluta. Undir forystu Vinstri grænna stefnir í að verði mynduð vinstristjórn. Eins og þau hafa talað þá munu menn fara í stóraukna útgjaldaaukningu þrátt fyrir að við höfum á síðustu tveimur árum sett met í útgjaldaaukningu. Við höfum farið upp úm 13 prósent á tveimur árum. Svo tala menn eins og hér hafi verið rekin sveltistefna á Íslandi. Heyr á endemi. Þetta er ótrúlegur málflutningur að hér hafi verið rekin sveltistefna,“ sagði Bjarni. Kosningarnar snúist um að spyrja hvernig fólk hafi það í dag Aðspurður svo hvað hann héldi að væri að valda því að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að ná vopnum sínum miðað við skoðanakannanir benti Bjarni á upplausnina í stjórnmálunum. Tók hann dæmi um lítið fylgi Samfylkingarinnar sem eitt sinn var hinn turninn í íslenskum stjórnmálum ásamt Sjálfstæðisflokknum og þó nokkuð fylgistap Framsóknarflokksins. „Við eigum mikið inni, við munum sækja fram og ekki enda á þessum slóðum sem nýjasta könnunin sýniri [innsk. blm. 20,7 prósent fylgi]. Það hafa verið aðrar kannanir sem hafa sýnt okkur í annarri stöðu og við finnum mikinn meðbyr,“ sagði Bjarni. Hann sagði kosningabaráttuna framundan snúast um það að spyrja fólkið í landið hvernig það hafi það í dag. „Hefur ekki gengið ágætlega? Eru ekki flestir hlutir að leggjast með þér og bjart framundan? Er það ekki á grundvelli þeirra áherslna sem hafa verið hér keyrðar eða er það rétt sem sagt hefur verið að það þurfi að þrífa í stýrið og keyra í einhverja allt aðra átt með skattahækkunum og ríkisfjármálastefnu sem margsannað er að muni að öllum líkindum leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs.“ Bjarni sagðist síðan halda að Sjálfstæðisflokkurinn væri eini flokkurinn sem væri raunverulega að tala fyrir því að það gangi vel í landinu. „Allir aðrir flokkar eru að tala um hvað allt sé ömurlegt, meira eða minna. Meira að segja flokkarnir sem ég hef verið með í ríkisstjórn fá sig ekki almennilega til þess að viðurkenna allan þann árangur sem hefur orðið hér á undanförnum árum.“Víglínuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðjungi þingmanna sinna Samfylkingin er orðin þriðji stærsti flokkurinn ef marka má könnun Félagsvísindastofnunar og Miðflokkurinn mælist töluvert stærri en Framsóknarflokkurinn. 7. október 2017 07:35