Útvarpskona rekin fyrir að hvetja til helfarar í Bretlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2017 14:05 Katie Hopkins (til hægri) á haustþingi UKIP árið 2015. Vísir/Getty Fjölmiðlakonunni Kate Hopkins hefur verið vikið frá störfum hjá bresku útvarpsstöðinni LBC í kjölfar ummæla hennar um að „lokalausnar“ væri þörf eftir árásina í Manchester. Hopkins lét ummælin falla á Twitter á þriðjudag, daginn eftir árásina, en hún eyddi síðar tístinu. Skjáskot af því má sjá hér að neðan. Í tístinu skrifaði hún: „22 látnir - talan hækkar. Schofield. Ekki dirfast. Ekki vera hluti af vandamálinu. Við þurfum lokalausn #Manchester"Hugtakið „lokalausn“ er alla jafna notað um áætlanir nasista um að útrýma gyðingum í Evrópu í seinna stríði og túlkuðu netverjar, og yfirboðaðar Hopkins, tístið á þá leið að hún vildi að Bretar færu sömu leið í baráttu sinni við hryðjuverk. Útvarpsstöðin hefur þó ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um brottreksturinn. Fjölmargir netverjar höfðu samband við lögregluna og bentu henni á tístið sem Hopkins segist ekki sjá eftir, þrátt fyrir að hafa mildað orðalagið í öðru tísti. Segir hún forskeytið „loka“ í upprunalegu færslunni hafa verið innsláttarvillu og breytti hún því í „rétta.“LBC and Katie Hopkins have agreed that Katie will leave LBC effective immediately.— LBC (@LBC) May 26, 2017 Lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að málið sé til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hopkins veldur usla með ummælum sínum. MailOnline, vinnuveitandi Hopkins, þurfti til að mynda að greiða 150 þúsund punda sekt í fyrra, sem jafngildir 19 milljónum króna, eftir að hún bendlaði breska fjölskyldu við hryðjuverkastarfsemi og sagði hana hafa tengsl við íslamska öfgamenn. Donald Trump þakkaði Hopkins í desember árið 2015 fyrir „kraftmikil skrif hennar um múslimavandamál Bretlands“ og lýsti henni sem „virtum pistlahöfundi.“ Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Fjölmiðlakonunni Kate Hopkins hefur verið vikið frá störfum hjá bresku útvarpsstöðinni LBC í kjölfar ummæla hennar um að „lokalausnar“ væri þörf eftir árásina í Manchester. Hopkins lét ummælin falla á Twitter á þriðjudag, daginn eftir árásina, en hún eyddi síðar tístinu. Skjáskot af því má sjá hér að neðan. Í tístinu skrifaði hún: „22 látnir - talan hækkar. Schofield. Ekki dirfast. Ekki vera hluti af vandamálinu. Við þurfum lokalausn #Manchester"Hugtakið „lokalausn“ er alla jafna notað um áætlanir nasista um að útrýma gyðingum í Evrópu í seinna stríði og túlkuðu netverjar, og yfirboðaðar Hopkins, tístið á þá leið að hún vildi að Bretar færu sömu leið í baráttu sinni við hryðjuverk. Útvarpsstöðin hefur þó ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um brottreksturinn. Fjölmargir netverjar höfðu samband við lögregluna og bentu henni á tístið sem Hopkins segist ekki sjá eftir, þrátt fyrir að hafa mildað orðalagið í öðru tísti. Segir hún forskeytið „loka“ í upprunalegu færslunni hafa verið innsláttarvillu og breytti hún því í „rétta.“LBC and Katie Hopkins have agreed that Katie will leave LBC effective immediately.— LBC (@LBC) May 26, 2017 Lögreglan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að málið sé til rannsóknar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hopkins veldur usla með ummælum sínum. MailOnline, vinnuveitandi Hopkins, þurfti til að mynda að greiða 150 þúsund punda sekt í fyrra, sem jafngildir 19 milljónum króna, eftir að hún bendlaði breska fjölskyldu við hryðjuverkastarfsemi og sagði hana hafa tengsl við íslamska öfgamenn. Donald Trump þakkaði Hopkins í desember árið 2015 fyrir „kraftmikil skrif hennar um múslimavandamál Bretlands“ og lýsti henni sem „virtum pistlahöfundi.“
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira