Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. mars 2017 18:37 Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana hjá Landspítalanum varða börn 6 ára og yngri. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta áhyggjuefni en á morgun setur stofnunin á fót átak til þess að taka á vandanum. Könnunin var framkvæmd af Lyfjastofnun í nóvember á síðasta ári og eru niðurstöðurnar sláandi en þær eru í takt við fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrunartilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. „Þetta er verkefni sem við kynntumst hjá norsku lyfjastofnuninni og vakti strax athylgi okkar og við skoðuðum hvort það væri raunverulega ástæða til þess að fara í þetta hérna,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar. Spurningarnar voru þrjár. „Hvar eru lyf geymd á heimilinu þínu?“ „Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?“ og „Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?“ Einungis sjö prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og þriðjungur geymir lyf heimilisins á ekki á öruggan hátt. Þá kom í ljós að rétt rúm þrjátíu prósent hafa þekkingu eða upplýsingar um hvernig heppilegast sé að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf. Þriðjungur svarenda, helst ungt fólk, hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.70% telja sig vita hvernig á að losa sig við lyf Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika. „Fólk er ekki að geyma lyf rétt heima hjá sér. Það er algjörlega ljóst og hópurinn sem var minnst upplýstur um það hvernig átti að geyma lyf var ungt fólk frá 25 ára til 34 ára,“ segur Rúna. Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur þessi fjöldi nánast staðið í stað síðustu ár. Fjórðungur fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. Á morgun mun Lyfjastofnun hefja átakið „Lyfjaskil - Taktu til“ og miðar það að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á heimilum. „Apótek eiga að taka á móti lyfjum til förgunar. Við erum líka að fara af stað með þetta verkefni núna og við mundum nota samfélagsmiðlana og við verðum með sérstaka heimasíðu sem heitir www.lyfjaskil.is. Við erum líka með facebooksíðu það sem við munum vekja sérstaka athygli á þessu, hvað fólk á að gera. Fara yfir lyfin sín. Skoða fyrningar og fara með lyf sem það ekki er að nota eða eru gömul í Apótek til eyðingar,“ segir Rúna. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana hjá Landspítalanum varða börn 6 ára og yngri. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta áhyggjuefni en á morgun setur stofnunin á fót átak til þess að taka á vandanum. Könnunin var framkvæmd af Lyfjastofnun í nóvember á síðasta ári og eru niðurstöðurnar sláandi en þær eru í takt við fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrunartilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. „Þetta er verkefni sem við kynntumst hjá norsku lyfjastofnuninni og vakti strax athylgi okkar og við skoðuðum hvort það væri raunverulega ástæða til þess að fara í þetta hérna,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar. Spurningarnar voru þrjár. „Hvar eru lyf geymd á heimilinu þínu?“ „Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?“ og „Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?“ Einungis sjö prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og þriðjungur geymir lyf heimilisins á ekki á öruggan hátt. Þá kom í ljós að rétt rúm þrjátíu prósent hafa þekkingu eða upplýsingar um hvernig heppilegast sé að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf. Þriðjungur svarenda, helst ungt fólk, hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.70% telja sig vita hvernig á að losa sig við lyf Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika. „Fólk er ekki að geyma lyf rétt heima hjá sér. Það er algjörlega ljóst og hópurinn sem var minnst upplýstur um það hvernig átti að geyma lyf var ungt fólk frá 25 ára til 34 ára,“ segur Rúna. Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur þessi fjöldi nánast staðið í stað síðustu ár. Fjórðungur fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. Á morgun mun Lyfjastofnun hefja átakið „Lyfjaskil - Taktu til“ og miðar það að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á heimilum. „Apótek eiga að taka á móti lyfjum til förgunar. Við erum líka að fara af stað með þetta verkefni núna og við mundum nota samfélagsmiðlana og við verðum með sérstaka heimasíðu sem heitir www.lyfjaskil.is. Við erum líka með facebooksíðu það sem við munum vekja sérstaka athygli á þessu, hvað fólk á að gera. Fara yfir lyfin sín. Skoða fyrningar og fara með lyf sem það ekki er að nota eða eru gömul í Apótek til eyðingar,“ segir Rúna.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira