Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2017 14:20 Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðamaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur. Útvarp Saga Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að taka ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni til meðferðar. Pétur krafðist í vikunni afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum á hföuðborgarsvæðinu vegna málsins en það hefði valdið sér og Útvarpi Sögu stórskaða. Pétur var ákærður fyrir ummæli sem féllu í þættinum „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu á síðasta ári þar sem til umræðu var hinsegin kennsla í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði þættinum og var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda.Hæstiréttur á öndverðum meiði „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“ Málinu varð vísað frá í héraði í vikunni meðal annars þar sem dómari taldi verulegan galla á ákærunni auk þess sem ekkert væri minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Þannig eigi ákærði erfitt með að verja sig ef óljóst er hvað hann á að hafa gerst sekur um.Í dómi Hæstaréttar frá í gær segir að ákæran sé þannig úr garði gerð að samtöl varnaraðila við fjóra hlustendur Útvarps Sögu sem hringdu þangað í beinni útsendingu, væru tekin upp í heild sinni. Væru varnaraðila í senn gefin að sök tiltekin ummæli sín og að hafa með því að útvarpa ummælum viðmælenda sinna breitt út hatur í garð ákveðins þjóðfélagshóps. Hæstiréttur segir ákæruna því skýra og að Pétri sé ekki gert torvelt að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum. Málið mun því verða tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Stórskaði að sögn Péturs „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ sagði Pétur við Vísi í vikunni og á við útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ sagði Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Fyrr í vikunni tapaði Pétur meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur konu sem deildi umfjöllun af Sandkassinn.com á Facebook þar sem Pétur var útnefndur „Kúkur mánaðarins“. Taldi héraðsdómur deilingu konunnar á umfjölluninni innan marka tjáningarfrelsisins. Pétur hafði farið fram á fjórar milljónir króna í skaðabætur. Tengdar fréttir Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að taka ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni til meðferðar. Pétur krafðist í vikunni afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum á hföuðborgarsvæðinu vegna málsins en það hefði valdið sér og Útvarpi Sögu stórskaða. Pétur var ákærður fyrir ummæli sem féllu í þættinum „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu á síðasta ári þar sem til umræðu var hinsegin kennsla í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði þættinum og var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda.Hæstiréttur á öndverðum meiði „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“ Málinu varð vísað frá í héraði í vikunni meðal annars þar sem dómari taldi verulegan galla á ákærunni auk þess sem ekkert væri minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Þannig eigi ákærði erfitt með að verja sig ef óljóst er hvað hann á að hafa gerst sekur um.Í dómi Hæstaréttar frá í gær segir að ákæran sé þannig úr garði gerð að samtöl varnaraðila við fjóra hlustendur Útvarps Sögu sem hringdu þangað í beinni útsendingu, væru tekin upp í heild sinni. Væru varnaraðila í senn gefin að sök tiltekin ummæli sín og að hafa með því að útvarpa ummælum viðmælenda sinna breitt út hatur í garð ákveðins þjóðfélagshóps. Hæstiréttur segir ákæruna því skýra og að Pétri sé ekki gert torvelt að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum. Málið mun því verða tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Stórskaði að sögn Péturs „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ sagði Pétur við Vísi í vikunni og á við útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ sagði Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Fyrr í vikunni tapaði Pétur meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur konu sem deildi umfjöllun af Sandkassinn.com á Facebook þar sem Pétur var útnefndur „Kúkur mánaðarins“. Taldi héraðsdómur deilingu konunnar á umfjölluninni innan marka tjáningarfrelsisins. Pétur hafði farið fram á fjórar milljónir króna í skaðabætur.
Tengdar fréttir Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57
Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34
Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58
Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48