Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2017 10:48 Pétur Gunnlaugsson var allt annað en sáttur við ákæruna þegar hann fékk veður af henni. Hann varði sig sjálfur og nú hefur málinu verið vísað frá dómi. vísir/gva Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá dómi ákæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu. Pétur var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs fyrir ummæli sín og hlustenda í þættinum Línan er laus. Þar voru til umræðu áform Hafnarfjarðarbæjar að taka upp hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarsins. Samtökin ’78 kærðu ummælin til lögreglunnar en Pétur er einn nokkurra sem samtökin kærðu fyrir hatursorðræðu. Meðal annarra sem sæta ákæru er Moggabloggarinn og guðfræðingurinn Jón Valur Jensson.RÚV greinir frá frávísun málsins og vísar í úrskurð Guðjóns St. Marteinssonar þar sem fram kemur að mörg ummælin sem vísað er til í ákærunni, og Vísir hefur greint frá, séu mjög almenns eðlis. Ákæran sé óglögg og erfitt að átta isg á hver af ummælunum eigi að teljast saknæm. Af þeim sökum eigi Pétur erfitt með að verjast sakargiftum.Varði sig sjálfur Þá sé verulegur galli á ákærunni að tilgreina ranglega heiti meints brots. Ákært sé fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs en ekkert slíkt sé tiltekið í þeirri grein almennra hegningarlaga sem vísað er til í ákærunni. Í 233. grein almennra hegningarlaga stendur: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Ríkið þarf að greiða málsvarnarlaun Péturs, 716 þúsund krónur, en Jón Steinar Gunnlaugsson varði Pétur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur verður að öllum líkindum aðgengilegur á vef dómsins síðar í dag. Tengdar fréttir Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá dómi ákæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu. Pétur var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs fyrir ummæli sín og hlustenda í þættinum Línan er laus. Þar voru til umræðu áform Hafnarfjarðarbæjar að taka upp hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarsins. Samtökin ’78 kærðu ummælin til lögreglunnar en Pétur er einn nokkurra sem samtökin kærðu fyrir hatursorðræðu. Meðal annarra sem sæta ákæru er Moggabloggarinn og guðfræðingurinn Jón Valur Jensson.RÚV greinir frá frávísun málsins og vísar í úrskurð Guðjóns St. Marteinssonar þar sem fram kemur að mörg ummælin sem vísað er til í ákærunni, og Vísir hefur greint frá, séu mjög almenns eðlis. Ákæran sé óglögg og erfitt að átta isg á hver af ummælunum eigi að teljast saknæm. Af þeim sökum eigi Pétur erfitt með að verjast sakargiftum.Varði sig sjálfur Þá sé verulegur galli á ákærunni að tilgreina ranglega heiti meints brots. Ákært sé fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs en ekkert slíkt sé tiltekið í þeirri grein almennra hegningarlaga sem vísað er til í ákærunni. Í 233. grein almennra hegningarlaga stendur: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Ríkið þarf að greiða málsvarnarlaun Péturs, 716 þúsund krónur, en Jón Steinar Gunnlaugsson varði Pétur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur verður að öllum líkindum aðgengilegur á vef dómsins síðar í dag.
Tengdar fréttir Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34
Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41
Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00
Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17