„Á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt" Jóhann K. Jóhannsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 2. desember 2017 18:45 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag. Vísir/Stöð 2 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði farið í frekari einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og ætlar hún að láta gera úttekt á einkarekstri síðustu ára. Útgjöld til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum á meðan útgjöld til opinbera kerfisins hafa nær staðið í stað. Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna jukust um 40 prósent milli áranna 2007 og 2016 á sama tíma og útgjöld til opinbera kerfisins stóðu nánast í stað. Birgir Jakobsson landlæknir hefur margsinnis bent á að opinbera kerfið hafi verið svelt á sama tíma og framlög til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafi verið aukin. „Einkarekstur sem er fjármagnaður af ríkinu hann þróast áfram nánast stjórnlaust vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2, 20. apríl síðastliðinn. Í öðru viðtali, 9. október síðastliðinn, sagði Birgir þetta einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2; „Aukning á einkarekstri hefur raunverulega stýrst af framboði á sérgreinalæknum en hefur lítið stuðst við þarfagreiningar á þörfum sjúklinga.“ Vinstri græn sem nú leiða ríkisstjórnina höfðu miklar áhyggjur af auknum einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það kemur því á óvart að í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Eitt af því fyrsta sem að ég mun gera í ráðuneytinu er að fá ítarlega úttekt á stöðu þessara einkavæðingarmála undanfarin ár þannig að við vitum nákvæmlega á hvaða stað við erum í raun og veru stödd," sagði Svandís. Heilbrigðisráðherra ætar að gefa sér tíma í þá yfirferð. „Það er alveg ljóst að á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt, enda er þessi stjórnarsáttmáli, hann snýst fyrst og fremst um það að efla almenna kerfið. Snýst um það að styrkja jafna rétt til öflunar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu og svo framvegis, þannig að það rímar ágætlega saman,“ sagði Svandís. Fjárlög næsta árs verða unnin hratt og Svandís ætlar að leggja fram tillögur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aukin fjárframlög til ríkisrekna heilbrigðiskerfisins. Tengdar fréttir Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki verði farið í frekari einkavæðingu innan heilbrigðiskerfisins og ætlar hún að láta gera úttekt á einkarekstri síðustu ára. Útgjöld til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafa aukist um 40 prósent á síðustu árum á meðan útgjöld til opinbera kerfisins hafa nær staðið í stað. Fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út fyrr á þessu ári að útgjöld ríkisins til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja og sjálfstætt starfandi lækna jukust um 40 prósent milli áranna 2007 og 2016 á sama tíma og útgjöld til opinbera kerfisins stóðu nánast í stað. Birgir Jakobsson landlæknir hefur margsinnis bent á að opinbera kerfið hafi verið svelt á sama tíma og framlög til einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja hafi verið aukin. „Einkarekstur sem er fjármagnaður af ríkinu hann þróast áfram nánast stjórnlaust vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,“ sagði Birgir Jakobsson, landlæknir í kvöldfréttum Stöðvar 2, 20. apríl síðastliðinn. Í öðru viðtali, 9. október síðastliðinn, sagði Birgir þetta einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2; „Aukning á einkarekstri hefur raunverulega stýrst af framboði á sérgreinalæknum en hefur lítið stuðst við þarfagreiningar á þörfum sjúklinga.“ Vinstri græn sem nú leiða ríkisstjórnina höfðu miklar áhyggjur af auknum einkarekstri innan heilbrigðiskerfisins þegar flokkurinn var í stjórnarandstöðu. Það kemur því á óvart að í stjórnarsáttmálanum er hvergi minnst á draga eigi úr einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Eitt af því fyrsta sem að ég mun gera í ráðuneytinu er að fá ítarlega úttekt á stöðu þessara einkavæðingarmála undanfarin ár þannig að við vitum nákvæmlega á hvaða stað við erum í raun og veru stödd," sagði Svandís. Heilbrigðisráðherra ætar að gefa sér tíma í þá yfirferð. „Það er alveg ljóst að á minni vakt verður ekki farið frekar í einkavæðingarátt, enda er þessi stjórnarsáttmáli, hann snýst fyrst og fremst um það að efla almenna kerfið. Snýst um það að styrkja jafna rétt til öflunar heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu og svo framvegis, þannig að það rímar ágætlega saman,“ sagði Svandís. Fjárlög næsta árs verða unnin hratt og Svandís ætlar að leggja fram tillögur á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aukin fjárframlög til ríkisrekna heilbrigðiskerfisins.
Tengdar fréttir Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Ráðherrar heilbrigðis- og menntamála í Víglínunni Tveir ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar sem og Logi Einarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 2. desember 2017 10:56
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum Landlæknir telur þörf á heildarstefnu í heilbrigðismálum hér á landi og segir að einkavæðing innan greinarinnar hafi ekki tekið mið af hagsmunum sjúklinga. 9. október 2017 18:45
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent