Annar kafli Brexit-viðræðna hefst Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Theresa May er hún gekk út af fundi leiðtogaráðsins. Nordicphotos/AFP Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í gær að hefja næsta stig viðræðna um útgöngu Bretlands úr ESB, svokallað Brexit. Vonast er til þess að viðræður hefjist fljótlega eftir áramót. Í viðmiðunarreglum sambandsins segir að undir annað, og síðara, stigið falli framtíðarsamskipti Evrópusambandsins og Breta eftir Brexit. Undir fyrra stigið falli hins vegar viðræður um aðskilnaðargreiðslur Breta, réttindi breskra ríkisborgara búsettra annars staðar innan ESB og öfugt sem og landamæragæsla á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPFyrst stendur til að ræða tveggja ára aðlögunarferlið sem fylgir í kjölfar útgöngunnar sem áætluð er í mars 2019. Þær viðræður eiga að fara fram í janúar. Í mars verður svo rætt um milliríkjaviðskipti og öryggissamstarf, að því er BBC greinir frá. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, kærlega fyrir í gær. „Nú hefur mikilvægt skref verið stigið í áttina að hnökralausri útgöngu ásamt því að tryggja áframhaldandi samstarf og samvinnu,“ sagði hún.Theresa May er hún mætti til fundar í Brussel í gær.Nordicphotos/AFPForsætisráðherrann sagði jafnframt að viðræður um framtíðarsambandið myndu hefjast sem allra fyrst. Vonast hún eftir því að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig til þess að útrýma óvissu. Juncker sagði að nú þyrfti að reka smiðshöggið á samkomulagið sem náðist á fyrsta stigi viðræðna. „Annað stig viðræðna verður mun erfiðara en hið fyrsta, sem var þó ansi flókið,“ bætti hann við. Juncker hrósaði May jafnframt og sagði hana harðan, greindan og kurteisan samningamann. Hann væri þó sannfærður um að hægt væri að ná samningi sem bæði breska þinginu og Evrópuþinginu litist vel á. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í gær að hefja næsta stig viðræðna um útgöngu Bretlands úr ESB, svokallað Brexit. Vonast er til þess að viðræður hefjist fljótlega eftir áramót. Í viðmiðunarreglum sambandsins segir að undir annað, og síðara, stigið falli framtíðarsamskipti Evrópusambandsins og Breta eftir Brexit. Undir fyrra stigið falli hins vegar viðræður um aðskilnaðargreiðslur Breta, réttindi breskra ríkisborgara búsettra annars staðar innan ESB og öfugt sem og landamæragæsla á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.Nordicphotos/AFPFyrst stendur til að ræða tveggja ára aðlögunarferlið sem fylgir í kjölfar útgöngunnar sem áætluð er í mars 2019. Þær viðræður eiga að fara fram í janúar. Í mars verður svo rætt um milliríkjaviðskipti og öryggissamstarf, að því er BBC greinir frá. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, kærlega fyrir í gær. „Nú hefur mikilvægt skref verið stigið í áttina að hnökralausri útgöngu ásamt því að tryggja áframhaldandi samstarf og samvinnu,“ sagði hún.Theresa May er hún mætti til fundar í Brussel í gær.Nordicphotos/AFPForsætisráðherrann sagði jafnframt að viðræður um framtíðarsambandið myndu hefjast sem allra fyrst. Vonast hún eftir því að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig til þess að útrýma óvissu. Juncker sagði að nú þyrfti að reka smiðshöggið á samkomulagið sem náðist á fyrsta stigi viðræðna. „Annað stig viðræðna verður mun erfiðara en hið fyrsta, sem var þó ansi flókið,“ bætti hann við. Juncker hrósaði May jafnframt og sagði hana harðan, greindan og kurteisan samningamann. Hann væri þó sannfærður um að hægt væri að ná samningi sem bæði breska þinginu og Evrópuþinginu litist vel á.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira