Upplifa sömu sálrænu líðan óháð því hvort þær kæri nauðgun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. desember 2017 21:37 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík, segir að málin sé öll umlukin sjálfsásökunum, skömm og ótta við illt umtal. Vísir/getty Unglingsstúlkur sem kæra kynferðisbrot lýsa sömu sálrænu viðbrögðunum í tengslum við ákvörðun um að kæra og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki en þau eru skömm, sektarkennd og ótti við umtal. Þetta sýnir dómarannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild, en hún hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá upphafi.Rannsakaði alla dóma sem fallið hafa í málum kynferðisbrota gegn börnumSvala hefur undanfarin ár unnið að umfangsmikilli rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar, sem hafa fallið í málum vegna kynferðisbrota gegn börnum, allt frá stofnun réttarins árið 1920. Í nýrri grein sinni „Nauðgun á unglingsstúlkum,“ sem birtist í afmælisriti Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fjallar hún um þá dóma, þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun gegn unglingsstúlkum frá 13 til 17 ára. Dómarnir eru 32 talsins og hefur Svala borið saman viðhorf þolenda til ákvörðunar um að kæra.Svala Ísfeld Ólafsdóttir,dósent við Háskólann í Reykjavík, réðst í umfangsmikla dómarannsókn og hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá stofnun réttarins.vísir/valliUnglingsstúlkurnar upplifa sömu tilfinningar óháð því hvort þær kæri„Málin eru öll umlukin sjálfsásökun, skömm og sektarkennd, ótta við illt umtal, ótta við gerandann og jafnvel samúð með gerandanum. Í raun og veru glíma þær við sömu tilfinningar og sálrænu líðan og þær stúlkur sem taka þá ákvörðun að kæra ekki,“ segir Svala. Það sé því greinilegt það að nákvæmlega sama eigi við um þær stúlkur sem ákveða að kæra.Stuðningur við þolendur skiptir sköpum„Ég sé það líka á þessum dómum að það skiptir máli hvaða stuðning stúlkur fá og svo bara hvar stúlkur eru staddar í sínu lífi hverju sinni. Þetta eru auðvitað barnungar stúlkur allt saman en þær fara samt í gegnum sama grindahlaup og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki, það er enginn munur á því,“ segir Svala.Kæra umsvifalaustÞá vakti tími frá broti til kæru athygli Svölu. „Langflestar kæra umsvifalaust, fara rakleiðis á lögreglustöð eða lögreglu er tilkynnt strax um brot og sjötíu og sex prósent þeirra hafa kært innan tveggja sólarhringa,“ segir Svala. Í öllum málunum, nema tveimur, neitaðu sakborningar sök. Flestir bera því við að samþykki hafi legið fyrir. „Það er alveg ljóst mál, samkvæmt þessu, að því styttri tími sem líður, því hagstæðara er það fyrir ákæruvaldið og sönnun sektar,“ segir Svala. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Unglingsstúlkur sem kæra kynferðisbrot lýsa sömu sálrænu viðbrögðunum í tengslum við ákvörðun um að kæra og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki en þau eru skömm, sektarkennd og ótti við umtal. Þetta sýnir dómarannsókn Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild, en hún hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá upphafi.Rannsakaði alla dóma sem fallið hafa í málum kynferðisbrota gegn börnumSvala hefur undanfarin ár unnið að umfangsmikilli rannsókn á öllum dómum Hæstaréttar, sem hafa fallið í málum vegna kynferðisbrota gegn börnum, allt frá stofnun réttarins árið 1920. Í nýrri grein sinni „Nauðgun á unglingsstúlkum,“ sem birtist í afmælisriti Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fjallar hún um þá dóma, þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun gegn unglingsstúlkum frá 13 til 17 ára. Dómarnir eru 32 talsins og hefur Svala borið saman viðhorf þolenda til ákvörðunar um að kæra.Svala Ísfeld Ólafsdóttir,dósent við Háskólann í Reykjavík, réðst í umfangsmikla dómarannsókn og hefur rannsakað alla þá þrjátíu og tvo dóma þar sem sakfellt hefur verið fyrir nauðgun á unglingsstúlkum frá stofnun réttarins.vísir/valliUnglingsstúlkurnar upplifa sömu tilfinningar óháð því hvort þær kæri„Málin eru öll umlukin sjálfsásökun, skömm og sektarkennd, ótta við illt umtal, ótta við gerandann og jafnvel samúð með gerandanum. Í raun og veru glíma þær við sömu tilfinningar og sálrænu líðan og þær stúlkur sem taka þá ákvörðun að kæra ekki,“ segir Svala. Það sé því greinilegt það að nákvæmlega sama eigi við um þær stúlkur sem ákveða að kæra.Stuðningur við þolendur skiptir sköpum„Ég sé það líka á þessum dómum að það skiptir máli hvaða stuðning stúlkur fá og svo bara hvar stúlkur eru staddar í sínu lífi hverju sinni. Þetta eru auðvitað barnungar stúlkur allt saman en þær fara samt í gegnum sama grindahlaup og þær stúlkur sem ákveða að kæra ekki, það er enginn munur á því,“ segir Svala.Kæra umsvifalaustÞá vakti tími frá broti til kæru athygli Svölu. „Langflestar kæra umsvifalaust, fara rakleiðis á lögreglustöð eða lögreglu er tilkynnt strax um brot og sjötíu og sex prósent þeirra hafa kært innan tveggja sólarhringa,“ segir Svala. Í öllum málunum, nema tveimur, neitaðu sakborningar sök. Flestir bera því við að samþykki hafi legið fyrir. „Það er alveg ljóst mál, samkvæmt þessu, að því styttri tími sem líður, því hagstæðara er það fyrir ákæruvaldið og sönnun sektar,“ segir Svala.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent