Barcelona hefur kært Neymar fyrir samningsbrot.
Fyrr í þessum mánuði gerði Paris Saint-Germain Neymar að dýrasta fótboltamanni sögunnar þegar franska félagið borgaði Barcelona 200 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla Brasilíumann.
Neymar kom til Barcelona frá Santos 2013. Hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Barcelona í október í fyrra og fékk fyrir það veglegan bónus.
Börsungar vilja nú fá 7,8 milljónir punda í skaðabætur með 10% vöxtum vegna þess sem þeir telja brot á samningi.
Neymar, sem hefur farið frábærlega af stað með PSG, fór hörðum orðum um stjórnarmenn Barcelona á dögunum og sagði að félagið og borgin ættu betra skilið.
Barcelona kærir Neymar

Tengdar fréttir

Neymar gagnrýnir stjórn Barcelona harkalega: Borgin á betra skilið
Neymar var magnaður í 6-2 sigri PSG á Toulouse eftir leik en eftir leik var hann ómyrkur í máli gagnvart sínum gömlu vinnuveitendum.

Neymar réð UFC-kappa sem lífvörð
Dýrasti knattspyrnumaður allra tíma, Neymar, er búinn að ráða lífvörð og sá er bardagakappi hjá UFC.

Neymar aftur á skotskónum fyrir PSG
Neymar skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir PSG þegar liðið sigraði Toulouse 5-2 á heimavelli.

Hættulegt fyrir frönsku deildina ef Mbappe fer til PSG
Forseti Lyon er ekki hrifinn af því hversu mikið PSG er að taka til sín þessa dagana.