Óli Björn segir Bjarna Ben hafa sýnt af sér klaufaskap Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2017 19:04 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið klaufaskapur hjá Bjarna Benediktssyni að birta ekki skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fyrir kosningar. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna voru meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Þar voru þau meðal annars spurð út í skoðun þeirra á því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnaði boði efnahags og viðskiptanefndar Alþingis um að mæta á fund nefndarinnar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum en Óli Björn er varaformaður nefndarinnar.Var það rétt ákvörðun að þínu mati hjá Bjarna að mæta ekki?„Já, já það þjónaði engum tilgangi að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra hefði mætt á þann fund. Það hefði ekki skilað neinu,“ sagði Óli Björn.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánSkýrslan um aflandsfélögin var tilbúin all nokkru fyrir kosningar en Bjarni gerði hana ekki opinbera fyrr en nokkru eftir kosningar. Óli Björn sagði Bjarna væri búinn að svara fyrir málið í fjölmiðlum og þingmenn gætu rætt við forsætisráðherra á Alþingi.En hvað finnst þér um það að hann hafi ekki skilað þessari skýrslu?„Ég held að það hafi verið fremur klaufaskapur að gera það. En það er nú ekki í fyrsta skipti sem starfshópar skila skýrslum.“Ég á við að hún skyldi ekki hafa verið gerð opinber strax strax?„Ég skil hvað þú átt við, ég er að segja það,“ sagði Óli Björn. Rósa Björk segir óklókt hjá forsætisráðherra að mæta ekki fyrir þingnefndina. „Þetta bætist við það að skýrslan, hann ákvað að leyna henni fram yfir kosningar. Sem er líka í besta falli óklókt og þegar verið er að tala um klaufaskap; þetta hefur ekkert með klaufaskap að gera. Þetta var í raun og veru gjörð Bjarna Benediktssonar til að leyna almenning upplýsingum,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Víglínuna í heild sinni má sjá hér að ofan. Alþingi Víglínan Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið klaufaskapur hjá Bjarna Benediktssyni að birta ekki skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fyrir kosningar. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna voru meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Þar voru þau meðal annars spurð út í skoðun þeirra á því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnaði boði efnahags og viðskiptanefndar Alþingis um að mæta á fund nefndarinnar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum en Óli Björn er varaformaður nefndarinnar.Var það rétt ákvörðun að þínu mati hjá Bjarna að mæta ekki?„Já, já það þjónaði engum tilgangi að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra hefði mætt á þann fund. Það hefði ekki skilað neinu,“ sagði Óli Björn.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánSkýrslan um aflandsfélögin var tilbúin all nokkru fyrir kosningar en Bjarni gerði hana ekki opinbera fyrr en nokkru eftir kosningar. Óli Björn sagði Bjarna væri búinn að svara fyrir málið í fjölmiðlum og þingmenn gætu rætt við forsætisráðherra á Alþingi.En hvað finnst þér um það að hann hafi ekki skilað þessari skýrslu?„Ég held að það hafi verið fremur klaufaskapur að gera það. En það er nú ekki í fyrsta skipti sem starfshópar skila skýrslum.“Ég á við að hún skyldi ekki hafa verið gerð opinber strax strax?„Ég skil hvað þú átt við, ég er að segja það,“ sagði Óli Björn. Rósa Björk segir óklókt hjá forsætisráðherra að mæta ekki fyrir þingnefndina. „Þetta bætist við það að skýrslan, hann ákvað að leyna henni fram yfir kosningar. Sem er líka í besta falli óklókt og þegar verið er að tala um klaufaskap; þetta hefur ekkert með klaufaskap að gera. Þetta var í raun og veru gjörð Bjarna Benediktssonar til að leyna almenning upplýsingum,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Víglínuna í heild sinni má sjá hér að ofan.
Alþingi Víglínan Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira