Eldsvoði á höfninni á Ísafirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2017 00:12 Mikill eldur braust út á Ísafirði seint í kvöld. Gísli Halldór Halldórsson Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn. Mikill eldur logar og reykur liggur yfir höfninni. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við Vísi að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. Hann birti sjálfur mynd sem hann tók skömmu fyrir miðnætti. Gísli Halldór telur að stórt gamalt timburhús sé í hættu. Samkvæmt frétt RÚV braust eldurinn út í húsnæði Skipaþjónustu HG við Árnagötu 3. Slökkvistarf nú í fullum gangi eins og sjá má á vefmyndavél Snerpu frá Ísafirði. Lögreglan á Ísafirði hefur lokað af svæðið í kringum eldsvoðann. Fólki er ráðlagt að halda sig fjarri.Uppfært klukkan 00:23Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, var önnum kafinn ásamt sínum mönnum þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali klukkan tuttugu mínútur yfir tólf. Hann segir allt tiltækt lið og búnað á svæðinu í notkun. Um mikinn eld sé að ræða. Ekki sé hætta á því eins og sakir standi að eldurinn teygi sig í önnur hús. Aftur á móti sé töluvert af gasi inni í húsinu. Hann ráðleggur fólki að halda sig fjarri vettvangi. Reikna má með því að slökkvistarf gæti tekið langan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum varð eldurinn laus í mannlausri véla og tækjaskemmu á Suðurtanga á Ísafirði. Fólki stafar ekki hætta af eldinum, enda er skemman fjarri íbúðarbyggð. Mikinn reyk leggur yfir fjörðinn allan og eru íbúar hvattir til að loka gluggum og jafnvel að hækka ögn í ofnum til að forða því að fá reyk inn í íbúðir.Uppfært 7:01 Í tilkynningu frá Einar Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins, segir að húsnæðið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp og hafi engin hætta steðjað að fólki. „Slökkvilið Ísafjarðar, Slökkvilið Ísafjarðarflugvallar, slökkvilið Bolungarvíkur ,björgunarsveitamenn frá Ísafirði, hafnarstarfsmenn og fleiri unnu að því að ráða niðurlögum eldsins og bjarga „Rauða húsinu“ svokallaða sem kom frá Hesteyri 1956, tókst það verk giftusamlega. Húsnæði skipaþjónustunnar var um 700 fermetrar að flatarmáli og er það brunnið til kaldra kola auk alls þess sem inní því var. Eldsupptök eru ókunn og vinnur lögreglan að rannsókn málsins. Starfsmenn Hraðfrystihússins-Gunnvarar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfinu og veittu hjálp fyrir fagmennsku og fumlaus viðbrögð við sín störf,“ segir í tilkynningunni. Vefmyndavélin er staðsett á Orkustöð Orkubúsins við Mjósund.Skjáskot/Snerpa.isBirgir Örn BreiðfjörðBIRGIR ÖRN BREIÐFJÖRÐ Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn. Mikill eldur logar og reykur liggur yfir höfninni. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við Vísi að viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang. Hann birti sjálfur mynd sem hann tók skömmu fyrir miðnætti. Gísli Halldór telur að stórt gamalt timburhús sé í hættu. Samkvæmt frétt RÚV braust eldurinn út í húsnæði Skipaþjónustu HG við Árnagötu 3. Slökkvistarf nú í fullum gangi eins og sjá má á vefmyndavél Snerpu frá Ísafirði. Lögreglan á Ísafirði hefur lokað af svæðið í kringum eldsvoðann. Fólki er ráðlagt að halda sig fjarri.Uppfært klukkan 00:23Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, var önnum kafinn ásamt sínum mönnum þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali klukkan tuttugu mínútur yfir tólf. Hann segir allt tiltækt lið og búnað á svæðinu í notkun. Um mikinn eld sé að ræða. Ekki sé hætta á því eins og sakir standi að eldurinn teygi sig í önnur hús. Aftur á móti sé töluvert af gasi inni í húsinu. Hann ráðleggur fólki að halda sig fjarri vettvangi. Reikna má með því að slökkvistarf gæti tekið langan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum varð eldurinn laus í mannlausri véla og tækjaskemmu á Suðurtanga á Ísafirði. Fólki stafar ekki hætta af eldinum, enda er skemman fjarri íbúðarbyggð. Mikinn reyk leggur yfir fjörðinn allan og eru íbúar hvattir til að loka gluggum og jafnvel að hækka ögn í ofnum til að forða því að fá reyk inn í íbúðir.Uppfært 7:01 Í tilkynningu frá Einar Val Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins, segir að húsnæðið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp og hafi engin hætta steðjað að fólki. „Slökkvilið Ísafjarðar, Slökkvilið Ísafjarðarflugvallar, slökkvilið Bolungarvíkur ,björgunarsveitamenn frá Ísafirði, hafnarstarfsmenn og fleiri unnu að því að ráða niðurlögum eldsins og bjarga „Rauða húsinu“ svokallaða sem kom frá Hesteyri 1956, tókst það verk giftusamlega. Húsnæði skipaþjónustunnar var um 700 fermetrar að flatarmáli og er það brunnið til kaldra kola auk alls þess sem inní því var. Eldsupptök eru ókunn og vinnur lögreglan að rannsókn málsins. Starfsmenn Hraðfrystihússins-Gunnvarar þakkar öllum þeim sem komu að slökkvistarfinu og veittu hjálp fyrir fagmennsku og fumlaus viðbrögð við sín störf,“ segir í tilkynningunni. Vefmyndavélin er staðsett á Orkustöð Orkubúsins við Mjósund.Skjáskot/Snerpa.isBirgir Örn BreiðfjörðBIRGIR ÖRN BREIÐFJÖRÐ
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira