Ferðamönnum býðst gisting í fólksbílum og tjöldum yfir áramótin Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 14:07 Tapaðar tekjur Reykjavíkurborgar gætu numið hátt í milljarð vegna rangrar skráningar. Vísir/Anton Brink Gisting fyrir ferðamenn í Reykjavík yfir áramótahelgina er nánast uppbókuð. Um tvö prósent af því gistirými sem Airbnb býður upp á er ennþá laust og ekki er mikið úrval af lausum hótelherbergjum á vef Booking.com. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á áramótunum síðustu ár og virðist það sama vera upp á teningnum í ár. Þetta kom fyrst fram í frétt Túrista.Boðið upp á ólöglega gistingu í tjöldum og tjaldvögnumMagn bíla, tjaldvagna og tjalda sem eru til leigu á Airbnb yfir nýársnótt vekur athygli en ferðamenn sem gista yfir áramótahelgina, 30. desember til 1. desember, í tjaldvagni á höfuðborgarsvæðinu borga um 60.000 krónur fyrir helgina. Þá er einnig hægt að leigja gamla Toyota Corolla með dýnu og tjaldi í skottinu fyrir rúmlega 17.000 krónur. Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það sé ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar til að gista í. „Þetta ber merki þess að vera kolólöglegt. Það er ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar fyrir gistingu. Að menn séu að bjóða upp á tjöld og tjaldvagna yfir harða og kalda vetrarmánuði er náttúrulega eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir hann. Þá segir hann nauðsynlegt að tekið sé hart á hlutum sem þessum og eftirlit aukið til muna. „Þarna eru menn ekki að huga að gæðum og öryggi. Þetta sýnir vel hversu óheft útbreiðsla Airbnb er,“ segir Skapti. „Við erum að sjá að það eru á milli fjögur og fimm þúsund einstaklingar sem eru að bjóða upp á gistirými á Airbnb en einungis tæplega þúsund aðilar hafa skráð gistinguna sem heimagistingu. Við viljum sjá hart tekið á svona hlutum.“Fjölskylduherbergi á 910.000 krónur á Hótel AdamHótelherbergi eru mörg hver uppbókuð yfir áramótahelgina og er verðlagið í hærri kantinum. Hótel Adam á Skólavörðustígnum rukkar um 910.000 krónur fyrir fjölskylduherbergi frá 30. desember til 2. janúar. Sjö hótel hafa enn herbergi fyrir fjölskyldur á sama tíma en um tuttugu hótel eru enn með rými fyrir einstaklinga eða pör. Ódýrasta gistingin fyrir fjölskyldu í Reykjavík yfir þessa daga er á 131.000. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Gisting fyrir ferðamenn í Reykjavík yfir áramótahelgina er nánast uppbókuð. Um tvö prósent af því gistirými sem Airbnb býður upp á er ennþá laust og ekki er mikið úrval af lausum hótelherbergjum á vef Booking.com. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á áramótunum síðustu ár og virðist það sama vera upp á teningnum í ár. Þetta kom fyrst fram í frétt Túrista.Boðið upp á ólöglega gistingu í tjöldum og tjaldvögnumMagn bíla, tjaldvagna og tjalda sem eru til leigu á Airbnb yfir nýársnótt vekur athygli en ferðamenn sem gista yfir áramótahelgina, 30. desember til 1. desember, í tjaldvagni á höfuðborgarsvæðinu borga um 60.000 krónur fyrir helgina. Þá er einnig hægt að leigja gamla Toyota Corolla með dýnu og tjaldi í skottinu fyrir rúmlega 17.000 krónur. Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það sé ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar til að gista í. „Þetta ber merki þess að vera kolólöglegt. Það er ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar fyrir gistingu. Að menn séu að bjóða upp á tjöld og tjaldvagna yfir harða og kalda vetrarmánuði er náttúrulega eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir hann. Þá segir hann nauðsynlegt að tekið sé hart á hlutum sem þessum og eftirlit aukið til muna. „Þarna eru menn ekki að huga að gæðum og öryggi. Þetta sýnir vel hversu óheft útbreiðsla Airbnb er,“ segir Skapti. „Við erum að sjá að það eru á milli fjögur og fimm þúsund einstaklingar sem eru að bjóða upp á gistirými á Airbnb en einungis tæplega þúsund aðilar hafa skráð gistinguna sem heimagistingu. Við viljum sjá hart tekið á svona hlutum.“Fjölskylduherbergi á 910.000 krónur á Hótel AdamHótelherbergi eru mörg hver uppbókuð yfir áramótahelgina og er verðlagið í hærri kantinum. Hótel Adam á Skólavörðustígnum rukkar um 910.000 krónur fyrir fjölskylduherbergi frá 30. desember til 2. janúar. Sjö hótel hafa enn herbergi fyrir fjölskyldur á sama tíma en um tuttugu hótel eru enn með rými fyrir einstaklinga eða pör. Ódýrasta gistingin fyrir fjölskyldu í Reykjavík yfir þessa daga er á 131.000.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira