Ferðamönnum býðst gisting í fólksbílum og tjöldum yfir áramótin Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 14:07 Tapaðar tekjur Reykjavíkurborgar gætu numið hátt í milljarð vegna rangrar skráningar. Vísir/Anton Brink Gisting fyrir ferðamenn í Reykjavík yfir áramótahelgina er nánast uppbókuð. Um tvö prósent af því gistirými sem Airbnb býður upp á er ennþá laust og ekki er mikið úrval af lausum hótelherbergjum á vef Booking.com. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á áramótunum síðustu ár og virðist það sama vera upp á teningnum í ár. Þetta kom fyrst fram í frétt Túrista.Boðið upp á ólöglega gistingu í tjöldum og tjaldvögnumMagn bíla, tjaldvagna og tjalda sem eru til leigu á Airbnb yfir nýársnótt vekur athygli en ferðamenn sem gista yfir áramótahelgina, 30. desember til 1. desember, í tjaldvagni á höfuðborgarsvæðinu borga um 60.000 krónur fyrir helgina. Þá er einnig hægt að leigja gamla Toyota Corolla með dýnu og tjaldi í skottinu fyrir rúmlega 17.000 krónur. Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það sé ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar til að gista í. „Þetta ber merki þess að vera kolólöglegt. Það er ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar fyrir gistingu. Að menn séu að bjóða upp á tjöld og tjaldvagna yfir harða og kalda vetrarmánuði er náttúrulega eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir hann. Þá segir hann nauðsynlegt að tekið sé hart á hlutum sem þessum og eftirlit aukið til muna. „Þarna eru menn ekki að huga að gæðum og öryggi. Þetta sýnir vel hversu óheft útbreiðsla Airbnb er,“ segir Skapti. „Við erum að sjá að það eru á milli fjögur og fimm þúsund einstaklingar sem eru að bjóða upp á gistirými á Airbnb en einungis tæplega þúsund aðilar hafa skráð gistinguna sem heimagistingu. Við viljum sjá hart tekið á svona hlutum.“Fjölskylduherbergi á 910.000 krónur á Hótel AdamHótelherbergi eru mörg hver uppbókuð yfir áramótahelgina og er verðlagið í hærri kantinum. Hótel Adam á Skólavörðustígnum rukkar um 910.000 krónur fyrir fjölskylduherbergi frá 30. desember til 2. janúar. Sjö hótel hafa enn herbergi fyrir fjölskyldur á sama tíma en um tuttugu hótel eru enn með rými fyrir einstaklinga eða pör. Ódýrasta gistingin fyrir fjölskyldu í Reykjavík yfir þessa daga er á 131.000. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Gisting fyrir ferðamenn í Reykjavík yfir áramótahelgina er nánast uppbókuð. Um tvö prósent af því gistirými sem Airbnb býður upp á er ennþá laust og ekki er mikið úrval af lausum hótelherbergjum á vef Booking.com. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna á áramótunum síðustu ár og virðist það sama vera upp á teningnum í ár. Þetta kom fyrst fram í frétt Túrista.Boðið upp á ólöglega gistingu í tjöldum og tjaldvögnumMagn bíla, tjaldvagna og tjalda sem eru til leigu á Airbnb yfir nýársnótt vekur athygli en ferðamenn sem gista yfir áramótahelgina, 30. desember til 1. desember, í tjaldvagni á höfuðborgarsvæðinu borga um 60.000 krónur fyrir helgina. Þá er einnig hægt að leigja gamla Toyota Corolla með dýnu og tjaldi í skottinu fyrir rúmlega 17.000 krónur. Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það sé ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar til að gista í. „Þetta ber merki þess að vera kolólöglegt. Það er ólíðandi að ferðamönnum bjóðist gamlir bílar fyrir gistingu. Að menn séu að bjóða upp á tjöld og tjaldvagna yfir harða og kalda vetrarmánuði er náttúrulega eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir hann. Þá segir hann nauðsynlegt að tekið sé hart á hlutum sem þessum og eftirlit aukið til muna. „Þarna eru menn ekki að huga að gæðum og öryggi. Þetta sýnir vel hversu óheft útbreiðsla Airbnb er,“ segir Skapti. „Við erum að sjá að það eru á milli fjögur og fimm þúsund einstaklingar sem eru að bjóða upp á gistirými á Airbnb en einungis tæplega þúsund aðilar hafa skráð gistinguna sem heimagistingu. Við viljum sjá hart tekið á svona hlutum.“Fjölskylduherbergi á 910.000 krónur á Hótel AdamHótelherbergi eru mörg hver uppbókuð yfir áramótahelgina og er verðlagið í hærri kantinum. Hótel Adam á Skólavörðustígnum rukkar um 910.000 krónur fyrir fjölskylduherbergi frá 30. desember til 2. janúar. Sjö hótel hafa enn herbergi fyrir fjölskyldur á sama tíma en um tuttugu hótel eru enn með rými fyrir einstaklinga eða pör. Ódýrasta gistingin fyrir fjölskyldu í Reykjavík yfir þessa daga er á 131.000.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira