Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Flóki Kristinsson, Elínborg Sturludóttir, Geir Waage. „Það vill nú svo til að ég rakst á þetta um daginn þegar ég var að raða blöðum hjá mér og var með blaðið hérna fyrir framan mig,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri. Frétt DV frá 19. desember 2005 hristi verulega upp í fólki á sínum tíma. Þar var greint frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til. Foreldrar sem tjáðu sig við blaðið á sínum tíma voru ósáttir við þessa afhjúpun. Flóki harðneitar því að hann hafi verið í krossferð gegn jólasveininum. Hann segir að þarna hafi verið sjö krakkar í 1. bekk grunnskóla sem voru nýkomin úr útiveru að þrátta um tilvist jólasveinsins. „Það var þarna strákur sem gafst upp fyrir þessum andmælum og spurði mig hvort jólasveinninn væri til. Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV.„Þetta var síðan bara sjatlað á fundi innan skólans. Ég einhvern veginn hafði ekki geð í mér til þess að vera að hafa mig í frammi út af þessu. Þetta varð síðan til þess að ég lét af störfum sem kennari,“ segir Flóki, sem starfar enn sem sóknarprestur á Hvanneyri. Hann segir DV hafa ítrekað birt fréttir af málinu. Nokkrum árum áður en frásögnin um afhjúpun Flóka birtist í DV höfðu fjölmiðlar sagt frá skoðanaskiptum hans við Jón heitinn Stefánsson organista í Langholtskirkju um staðsetningu á kirkjuorgelinu þar. „Fólki hefur þótt ég liggja vel við höggi eftir að hafa lent í þessu Langholtsmáli sem svo var kallað,“ segir hann. Flóki segir að sér hafi þótt Langholtsmálið mjög sárt á sínum tíma. „Svo bættist þetta við. En ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir hann og segist ekki vita hvernig hann eigi að svara til þegar hann er spurður hvort hann sé sáttur við hlutskipti sitt í dag. „Svona fer lífið stundum,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
„Það vill nú svo til að ég rakst á þetta um daginn þegar ég var að raða blöðum hjá mér og var með blaðið hérna fyrir framan mig,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri. Frétt DV frá 19. desember 2005 hristi verulega upp í fólki á sínum tíma. Þar var greint frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til. Foreldrar sem tjáðu sig við blaðið á sínum tíma voru ósáttir við þessa afhjúpun. Flóki harðneitar því að hann hafi verið í krossferð gegn jólasveininum. Hann segir að þarna hafi verið sjö krakkar í 1. bekk grunnskóla sem voru nýkomin úr útiveru að þrátta um tilvist jólasveinsins. „Það var þarna strákur sem gafst upp fyrir þessum andmælum og spurði mig hvort jólasveinninn væri til. Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV.„Þetta var síðan bara sjatlað á fundi innan skólans. Ég einhvern veginn hafði ekki geð í mér til þess að vera að hafa mig í frammi út af þessu. Þetta varð síðan til þess að ég lét af störfum sem kennari,“ segir Flóki, sem starfar enn sem sóknarprestur á Hvanneyri. Hann segir DV hafa ítrekað birt fréttir af málinu. Nokkrum árum áður en frásögnin um afhjúpun Flóka birtist í DV höfðu fjölmiðlar sagt frá skoðanaskiptum hans við Jón heitinn Stefánsson organista í Langholtskirkju um staðsetningu á kirkjuorgelinu þar. „Fólki hefur þótt ég liggja vel við höggi eftir að hafa lent í þessu Langholtsmáli sem svo var kallað,“ segir hann. Flóki segir að sér hafi þótt Langholtsmálið mjög sárt á sínum tíma. „Svo bættist þetta við. En ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir hann og segist ekki vita hvernig hann eigi að svara til þegar hann er spurður hvort hann sé sáttur við hlutskipti sitt í dag. „Svona fer lífið stundum,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira