Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Flóki Kristinsson, Elínborg Sturludóttir, Geir Waage. „Það vill nú svo til að ég rakst á þetta um daginn þegar ég var að raða blöðum hjá mér og var með blaðið hérna fyrir framan mig,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri. Frétt DV frá 19. desember 2005 hristi verulega upp í fólki á sínum tíma. Þar var greint frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til. Foreldrar sem tjáðu sig við blaðið á sínum tíma voru ósáttir við þessa afhjúpun. Flóki harðneitar því að hann hafi verið í krossferð gegn jólasveininum. Hann segir að þarna hafi verið sjö krakkar í 1. bekk grunnskóla sem voru nýkomin úr útiveru að þrátta um tilvist jólasveinsins. „Það var þarna strákur sem gafst upp fyrir þessum andmælum og spurði mig hvort jólasveinninn væri til. Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV.„Þetta var síðan bara sjatlað á fundi innan skólans. Ég einhvern veginn hafði ekki geð í mér til þess að vera að hafa mig í frammi út af þessu. Þetta varð síðan til þess að ég lét af störfum sem kennari,“ segir Flóki, sem starfar enn sem sóknarprestur á Hvanneyri. Hann segir DV hafa ítrekað birt fréttir af málinu. Nokkrum árum áður en frásögnin um afhjúpun Flóka birtist í DV höfðu fjölmiðlar sagt frá skoðanaskiptum hans við Jón heitinn Stefánsson organista í Langholtskirkju um staðsetningu á kirkjuorgelinu þar. „Fólki hefur þótt ég liggja vel við höggi eftir að hafa lent í þessu Langholtsmáli sem svo var kallað,“ segir hann. Flóki segir að sér hafi þótt Langholtsmálið mjög sárt á sínum tíma. „Svo bættist þetta við. En ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir hann og segist ekki vita hvernig hann eigi að svara til þegar hann er spurður hvort hann sé sáttur við hlutskipti sitt í dag. „Svona fer lífið stundum,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Það vill nú svo til að ég rakst á þetta um daginn þegar ég var að raða blöðum hjá mér og var með blaðið hérna fyrir framan mig,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri. Frétt DV frá 19. desember 2005 hristi verulega upp í fólki á sínum tíma. Þar var greint frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til. Foreldrar sem tjáðu sig við blaðið á sínum tíma voru ósáttir við þessa afhjúpun. Flóki harðneitar því að hann hafi verið í krossferð gegn jólasveininum. Hann segir að þarna hafi verið sjö krakkar í 1. bekk grunnskóla sem voru nýkomin úr útiveru að þrátta um tilvist jólasveinsins. „Það var þarna strákur sem gafst upp fyrir þessum andmælum og spurði mig hvort jólasveinninn væri til. Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV.„Þetta var síðan bara sjatlað á fundi innan skólans. Ég einhvern veginn hafði ekki geð í mér til þess að vera að hafa mig í frammi út af þessu. Þetta varð síðan til þess að ég lét af störfum sem kennari,“ segir Flóki, sem starfar enn sem sóknarprestur á Hvanneyri. Hann segir DV hafa ítrekað birt fréttir af málinu. Nokkrum árum áður en frásögnin um afhjúpun Flóka birtist í DV höfðu fjölmiðlar sagt frá skoðanaskiptum hans við Jón heitinn Stefánsson organista í Langholtskirkju um staðsetningu á kirkjuorgelinu þar. „Fólki hefur þótt ég liggja vel við höggi eftir að hafa lent í þessu Langholtsmáli sem svo var kallað,“ segir hann. Flóki segir að sér hafi þótt Langholtsmálið mjög sárt á sínum tíma. „Svo bættist þetta við. En ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir hann og segist ekki vita hvernig hann eigi að svara til þegar hann er spurður hvort hann sé sáttur við hlutskipti sitt í dag. „Svona fer lífið stundum,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira