Innlent

Ný heitavatnsuppspretta við Ölfusárbrú

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sveitarfélagið Árborg datt heldur í lukkupottinn þegar stór heitavatnsuppspretta fannst við bæjardyrnar hjá Ölfusárbrú. Vatnið mun nýtast vel í þeirri uppbygginu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Nýr foss, Selfoss, streymir nú í Ölfusá.

Það hefur víða verið borað eftir heitu vatni í sveitarfélaginu í gegnum árin en oftast án árangurs. Nú fundu hins vegar bormenn hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða vatnið í Jórutúninu á Selfossi. Bæjarstjórinn er ánægður sem von er.

„Það er nýtt hjá okkur að vera að bora hér innan bæjar. Við höfum hingað til sótt vatnið aðeins út fyrir bæinn og meira að segja til annarra bæjarfélaga. En við erum að bora núna bara rétt við endann á Ölfusárbrú og þar erum við að sjá að við erum að fá ágætlega heitt vatn. Frekari rannsóknir leiða í ljós hvað það er mikið af því en þetta lofar góðu,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

„Það er auðvitað frábært að þurfa ekki að sækja vatnið lengra en þetta því það er dýrt að leggja allar aðveitulagnir og þess háttar en við sjáum fram á að mögulega geta nýtt þetta vatn fyrir alla þá uppbyggingu sem hér hinum megin við ána.“

Nýr og myndarlegur foss hefur myndast þar sem nýja vatnið fannst og rennur hann ofan í Ölfusá.

„Þetta er sennilega Selfoss, sem túristarnir eru alltaf að leita að.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.