Leggja til að tálmun verði refsiverð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. mars 2017 23:08 Frá Alþingi Vísir/Ernir Sex þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum sem kveður á um að tálmun eða takmörkun á umgengni verði refsiverð. Nái frumvarpið fram að ganga myndi ný málsgrein bætast við 98. grein barnaverndarlaga sem væri svohljóðandi: „Tálmi það foreldri sem barn býr hjá hinu foreldrinu eða öðrum sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómssátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni að neyta umgengnisréttar, eða takmarki hann, varðar það fangelsi allt að fimm árum.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að búi foreldrar ekki saman hvíli sú skylda á báðum að tryggja að réttur barna til að þekkja og umgangast báða foreldra sinna, sem skilgreindur er í barnalögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sé virtur. „Jafnframt er tekið fram að foreldri sem barn býr hjá sé skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldrið nema hún sé andstæð hag og þörfum barnsins að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds.“Tálmanir algengar Þá segir að þó að kveðið sé á með skýrum hætti um skyldur þess foreldris sem barnið býr hjá til að stuðla að umgengni þess við hitt foreldrið sé oft verulegur misbrestur á því. „Alþekkt og nokkuð algengt er að það foreldri sem barn býr hjá tálmi alfarið eða takmarki verulega að barn umgangist hitt foreldrið og fari með því gegn úrskurði, dómi, dómsátt eða samningi aðila. Úrræði í barnalögum eru þau að sýslumaður getur, að kröfu þess sem rétt á til umgengni, skyldað þann sem fer með forsjá eða umsjá barnsins að láta af tálmunum að viðlögðum dagsektum, sbr. 48. gr. barnalaga. Óumdeilt er að þetta úrræði hefur ekki virkað til að tryggja þennan mikilvæga rétt barnsins,“ segir í greinargerð. „Þótt löggjafinn hafi með nokkuð skýrum hætti litið svo á að þessi réttur barns til umgengni við báða foreldra skipti miklu máli fyrir velferð þess hafa núverandi ákvæði í lögum ekki tryggt með nægjanlegum hætti þennan rétt barnsins. Því er lagt til að bætt sé við 98. gr. barnaverndarlaga sérstöku ákvæði sem taki af öll tvímæli um að slík tálmun eða takmörkun á umgengni sé ólíðandi út frá velferð barns og sé því refsiverð.“ Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Brynjar Níelsson, Nichole Leigh Mosty, Elsa Lára Arnardóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Óli Björn Kárason. Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Sex þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram frumvarp um breytingu á barnaverndarlögum sem kveður á um að tálmun eða takmörkun á umgengni verði refsiverð. Nái frumvarpið fram að ganga myndi ný málsgrein bætast við 98. grein barnaverndarlaga sem væri svohljóðandi: „Tálmi það foreldri sem barn býr hjá hinu foreldrinu eða öðrum sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómssátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni að neyta umgengnisréttar, eða takmarki hann, varðar það fangelsi allt að fimm árum.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir að búi foreldrar ekki saman hvíli sú skylda á báðum að tryggja að réttur barna til að þekkja og umgangast báða foreldra sinna, sem skilgreindur er í barnalögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sé virtur. „Jafnframt er tekið fram að foreldri sem barn býr hjá sé skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldrið nema hún sé andstæð hag og þörfum barnsins að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds.“Tálmanir algengar Þá segir að þó að kveðið sé á með skýrum hætti um skyldur þess foreldris sem barnið býr hjá til að stuðla að umgengni þess við hitt foreldrið sé oft verulegur misbrestur á því. „Alþekkt og nokkuð algengt er að það foreldri sem barn býr hjá tálmi alfarið eða takmarki verulega að barn umgangist hitt foreldrið og fari með því gegn úrskurði, dómi, dómsátt eða samningi aðila. Úrræði í barnalögum eru þau að sýslumaður getur, að kröfu þess sem rétt á til umgengni, skyldað þann sem fer með forsjá eða umsjá barnsins að láta af tálmunum að viðlögðum dagsektum, sbr. 48. gr. barnalaga. Óumdeilt er að þetta úrræði hefur ekki virkað til að tryggja þennan mikilvæga rétt barnsins,“ segir í greinargerð. „Þótt löggjafinn hafi með nokkuð skýrum hætti litið svo á að þessi réttur barns til umgengni við báða foreldra skipti miklu máli fyrir velferð þess hafa núverandi ákvæði í lögum ekki tryggt með nægjanlegum hætti þennan rétt barnsins. Því er lagt til að bætt sé við 98. gr. barnaverndarlaga sérstöku ákvæði sem taki af öll tvímæli um að slík tálmun eða takmörkun á umgengni sé ólíðandi út frá velferð barns og sé því refsiverð.“ Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Brynjar Níelsson, Nichole Leigh Mosty, Elsa Lára Arnardóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Óli Björn Kárason.
Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira